Ralf Schumacher kemur út úr skápnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júlí 2024 10:01 Ralf Schumacher frumsýndi nýja kærastann á Instagram-síðu sinni í gær. Marco Canoniero/LightRocket via Getty Images Ralf Schumacher, fyrrverandi ökuþór í Formúlu 1 og yngri bróðir sjöfalda heimsmeistarans Michael Schumacher, hefur tilkynnt að hann sé samkynhneigður. Schumacher birti mynd á Instagram-síðu sinni í gær þar sem hann heldur utan um annan mann og þeir horfa saman á sólsetrið. Sá heitir Etienne og hafa þeir Ralf verið í sambandi í um tvö ár. „Það fallegasta við þetta líf er þegar þú finnur réttan félaga til að hafa þér við hlið og getur deilt öllu með,“ ritar Schumacher með færslunni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ralf Schumacher (@ralfschumacher_rsc) Schumacher, sem er 49 ára gamall, var giftur fyrirsætunni Cora-Caroline Brinkmann frá árinu 2001. Saman eiga þau einn son, David Schumacher, en þau skildu árið 2015. Hann keppti í Formúlu 1 á árunum 1997-2007 með liðum Jordan, Williams og Toyota. Ferill Ralf Schumacher er ekki eins glæstur og hjá eldri bróður hans Michael Schumacer sem á sínum tíma varð sjö sinnum heimsmeistari. Ralf Schumacher keppti alls 180 sinnum í Formúlu 1 og fagnaði sigri í sex keppnum. Hann og Michael eru því einu bræðurnir sem hafa fagnað sigri í Formúlu 1. Akstursíþróttir Hinsegin Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Schumacher birti mynd á Instagram-síðu sinni í gær þar sem hann heldur utan um annan mann og þeir horfa saman á sólsetrið. Sá heitir Etienne og hafa þeir Ralf verið í sambandi í um tvö ár. „Það fallegasta við þetta líf er þegar þú finnur réttan félaga til að hafa þér við hlið og getur deilt öllu með,“ ritar Schumacher með færslunni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ralf Schumacher (@ralfschumacher_rsc) Schumacher, sem er 49 ára gamall, var giftur fyrirsætunni Cora-Caroline Brinkmann frá árinu 2001. Saman eiga þau einn son, David Schumacher, en þau skildu árið 2015. Hann keppti í Formúlu 1 á árunum 1997-2007 með liðum Jordan, Williams og Toyota. Ferill Ralf Schumacher er ekki eins glæstur og hjá eldri bróður hans Michael Schumacer sem á sínum tíma varð sjö sinnum heimsmeistari. Ralf Schumacher keppti alls 180 sinnum í Formúlu 1 og fagnaði sigri í sex keppnum. Hann og Michael eru því einu bræðurnir sem hafa fagnað sigri í Formúlu 1.
Akstursíþróttir Hinsegin Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira