Bókanir undir væntingum en ekki hægt að tala um hrun Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. júlí 2024 14:43 Kristófer Oliversson er framkvæmdastjóri Center hótela, og formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Sigurjón Ólason Gistinætur á Íslandi í maí voru um fimmtán prósent færri en á sama mánuði í fyrra. Samdrátturinn í hótelgistingu var 7,1 prósent og var mestur á Austurlandi, eða um 24 prósent. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að bókunarstaðan sé undir væntingum, en ekki sé hægt að tala um hrun. „Jújú apríl og maí sérstaklega voru verulega undir væntingum, og júní að vissu leyti líka þó það sé misjafnt eftir landshlutum. En klárlega undir áætlunum,“ segir Kristófer. Hann vonar að það rætist úr þessu og staðan lagist þegar líður á haustið. Nokkur munur er milli landshluta, en mesti samdrátturinn hefur verið á Austurlandi og Norðurlandi. Á Vestfjörðum hefur verið fjölgun í komu skemmtiferðaskipa. „Vestfirðir eru mikið skipakomusvæði orðið, og hluti af Norðurlandinu líka. Það hefur verið aukning í skipakomum, en við erum náttúrulega fyrst og fremst að horfa á hótelgistinguna sem við viljum að sé byggð upp,“ segir Kristófer. Að þeirra mati sé það besta stefnan fyrir landsbyggðina, að byggja upp sjálfbæra gistiþjónustu í landi. „Ekkert gríðarlegt hrun“ „Jájá við megum ekki gleyma því að það er ekkert gríðarlegt hrun, kannski síst á Suðurlandi, þótt það sé undir væntingum. Ég held það séu frekar þeir landshlutar sem eru lengra í burtu sem hafa fundið fyrir þessu. Suðurlandi er og verður eftirsóknarverður staður, og höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin líka,“ segir Kristófer. Kristófer segir að hótelbransinn á Íslandi búi við miklar skattahækkanir og launahækkanir, og afleiðingin sé sú að gríðarlega dýrt sé að gista á hótelum. Aðrir aðilar eins og Airbnb íbúðir og skipagistingar hafi skattalegt forskot umfram hótelin. Airbnb herbergin miklu fleiri en hótelherbergi „Svo má ekki gleyma því að til dæmis hérna á höfuðborgarsvæðinu, eru Airbnb herbergi miklu fleiri en hótelherbergi yfir sumarið. Meðan að við erum með 5500 hótelherbergi, eru kannski átta til níu þúsund Airbnb herbergi í boði,“ segir Kristófer. Um áramótin var gistiskattur, sem lagður var af á Covid-árunum lagður aftur á og tvöfaldaður. „Við finnum verulega fyrir því þegar dregur saman. Við hefðum kannski sirka þurft að sleppa við gistináttaskattinn til að halda í horfurnar,“ segir Kristófer. Hann segir að á stöðum þar sem ferðamannavertíðin er aðallega á sumrin, eins og á Austfjörðum, hafi það veruleg áhrif ef fyrri hluti sumarsins bregst. „Við vitum náttúrulega ekki núna hvort það rætist úr þessu, en það gerir það vonandi,“ segir Kristófer. Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Tengdar fréttir „Komin upp í þak“ í verðlagningu Markaðssetja þarf Ísland með öflugari hætti en síðustu ár, að sögn leiðtoga ferðaþjónustufyrirtækja, sem segir Ísland hafa náð ákveðnum toppi í verðlagningu. Dregið hefur úr fjölda ferðamanna hingað til lands miðað við síðasta ár. 10. júlí 2024 22:15 Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. 1. júlí 2024 13:21 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
„Jújú apríl og maí sérstaklega voru verulega undir væntingum, og júní að vissu leyti líka þó það sé misjafnt eftir landshlutum. En klárlega undir áætlunum,“ segir Kristófer. Hann vonar að það rætist úr þessu og staðan lagist þegar líður á haustið. Nokkur munur er milli landshluta, en mesti samdrátturinn hefur verið á Austurlandi og Norðurlandi. Á Vestfjörðum hefur verið fjölgun í komu skemmtiferðaskipa. „Vestfirðir eru mikið skipakomusvæði orðið, og hluti af Norðurlandinu líka. Það hefur verið aukning í skipakomum, en við erum náttúrulega fyrst og fremst að horfa á hótelgistinguna sem við viljum að sé byggð upp,“ segir Kristófer. Að þeirra mati sé það besta stefnan fyrir landsbyggðina, að byggja upp sjálfbæra gistiþjónustu í landi. „Ekkert gríðarlegt hrun“ „Jájá við megum ekki gleyma því að það er ekkert gríðarlegt hrun, kannski síst á Suðurlandi, þótt það sé undir væntingum. Ég held það séu frekar þeir landshlutar sem eru lengra í burtu sem hafa fundið fyrir þessu. Suðurlandi er og verður eftirsóknarverður staður, og höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin líka,“ segir Kristófer. Kristófer segir að hótelbransinn á Íslandi búi við miklar skattahækkanir og launahækkanir, og afleiðingin sé sú að gríðarlega dýrt sé að gista á hótelum. Aðrir aðilar eins og Airbnb íbúðir og skipagistingar hafi skattalegt forskot umfram hótelin. Airbnb herbergin miklu fleiri en hótelherbergi „Svo má ekki gleyma því að til dæmis hérna á höfuðborgarsvæðinu, eru Airbnb herbergi miklu fleiri en hótelherbergi yfir sumarið. Meðan að við erum með 5500 hótelherbergi, eru kannski átta til níu þúsund Airbnb herbergi í boði,“ segir Kristófer. Um áramótin var gistiskattur, sem lagður var af á Covid-árunum lagður aftur á og tvöfaldaður. „Við finnum verulega fyrir því þegar dregur saman. Við hefðum kannski sirka þurft að sleppa við gistináttaskattinn til að halda í horfurnar,“ segir Kristófer. Hann segir að á stöðum þar sem ferðamannavertíðin er aðallega á sumrin, eins og á Austfjörðum, hafi það veruleg áhrif ef fyrri hluti sumarsins bregst. „Við vitum náttúrulega ekki núna hvort það rætist úr þessu, en það gerir það vonandi,“ segir Kristófer.
Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Tengdar fréttir „Komin upp í þak“ í verðlagningu Markaðssetja þarf Ísland með öflugari hætti en síðustu ár, að sögn leiðtoga ferðaþjónustufyrirtækja, sem segir Ísland hafa náð ákveðnum toppi í verðlagningu. Dregið hefur úr fjölda ferðamanna hingað til lands miðað við síðasta ár. 10. júlí 2024 22:15 Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. 1. júlí 2024 13:21 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
„Komin upp í þak“ í verðlagningu Markaðssetja þarf Ísland með öflugari hætti en síðustu ár, að sögn leiðtoga ferðaþjónustufyrirtækja, sem segir Ísland hafa náð ákveðnum toppi í verðlagningu. Dregið hefur úr fjölda ferðamanna hingað til lands miðað við síðasta ár. 10. júlí 2024 22:15
Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. 1. júlí 2024 13:21
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent