Búseturétthafar í Grindavík losna undan samningum Árni Sæberg skrifar 15. júlí 2024 16:28 Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að styrkja búseturétthafa í Grindavík um 95 prósent af framreiknuðu búseturéttargjaldi þeirra. Búseturétthöfum í um þrjátíu íbúðum í bænum stendur nú til boða að losna undan samningi án uppsagnarfrestar. í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að á undanförnum vikum hafi staðið yfir viðræður milli Fasteignafélagsins Þórkötlu og húsnæðissamvinnufélagsins Búmanna um útfærslu á kaupum á búseturétti í íbúðarhúsnæði Búmanna í Grindavík, í samræmi við ákvæði laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Náðu ekki saman og hringdu í ráðuneytið Þrátt fyrir vilja beggja hafi samningar ekki náðst um kaup félagsins á búseturéttinum. Fasteignafélagið Þórkatla, í samráði við Búmenn, hafi því leitað til fjármála- og efnahagsráðuneytið vegna málsins þar sem lagt hafi verið til að málefni búseturéttarhafa í Grindavík yrðu leyst með vísan til bráðabirgðaákvæðis laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík, þar sem ráðherra er veitt heimild til þess að styrkja þá búseturéttarhafa sem falla undir gildissvið laganna. Eftir mat á tillögu félagsins hafi fjármála- og efnahagsráðherra ákveðið að búseturéttarhöfum í Grindavík verði veittur styrkur sem nemur 95 prósent af framreiknuðu búseturéttargjaldi búseturéttarhafa, líkt og heimild er fyrir í áðurnefndum lögum. Samhliða því muni Búmenn bjóða búseturétthöfum í Grindavík að segja upp búseturétti sínum án uppsagnarfrests og losna þar með undan þeim langtíma skuldbindingum sem í honum felast. Kostar 275 milljónir króna Í tilkynningu segir að ætlað sé að um þrjátíu íbúðir muni falla undir gildissvið úrræðisins. Samtals sé áætlað að kostnaður nemi um 275 milljónum króna fyrir allar þrjátíu eignirnar. Kostnaður vegna úrræðisins verði fjármagnaður úr ríkissjóði. Fasteignafélagið Þórkatla muni annast samskipti við umsækjendur og þeim búseturéttarhöfum sem kjósa sé bent á að skila inn umsókn í gegnum vef Þórkötlu á island.is. Þá megi búseturéttarhafar sem þegar hafa skilað inn umsókn um kaup til Þórkötlu búast við því að fá sendar nánari upplýsingar í ágúst, en stefnt sé að því að þessi mál komi til framkvæmda seinni hluta ágústmánaðar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að á undanförnum vikum hafi staðið yfir viðræður milli Fasteignafélagsins Þórkötlu og húsnæðissamvinnufélagsins Búmanna um útfærslu á kaupum á búseturétti í íbúðarhúsnæði Búmanna í Grindavík, í samræmi við ákvæði laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Náðu ekki saman og hringdu í ráðuneytið Þrátt fyrir vilja beggja hafi samningar ekki náðst um kaup félagsins á búseturéttinum. Fasteignafélagið Þórkatla, í samráði við Búmenn, hafi því leitað til fjármála- og efnahagsráðuneytið vegna málsins þar sem lagt hafi verið til að málefni búseturéttarhafa í Grindavík yrðu leyst með vísan til bráðabirgðaákvæðis laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík, þar sem ráðherra er veitt heimild til þess að styrkja þá búseturéttarhafa sem falla undir gildissvið laganna. Eftir mat á tillögu félagsins hafi fjármála- og efnahagsráðherra ákveðið að búseturéttarhöfum í Grindavík verði veittur styrkur sem nemur 95 prósent af framreiknuðu búseturéttargjaldi búseturéttarhafa, líkt og heimild er fyrir í áðurnefndum lögum. Samhliða því muni Búmenn bjóða búseturétthöfum í Grindavík að segja upp búseturétti sínum án uppsagnarfrests og losna þar með undan þeim langtíma skuldbindingum sem í honum felast. Kostar 275 milljónir króna Í tilkynningu segir að ætlað sé að um þrjátíu íbúðir muni falla undir gildissvið úrræðisins. Samtals sé áætlað að kostnaður nemi um 275 milljónum króna fyrir allar þrjátíu eignirnar. Kostnaður vegna úrræðisins verði fjármagnaður úr ríkissjóði. Fasteignafélagið Þórkatla muni annast samskipti við umsækjendur og þeim búseturéttarhöfum sem kjósa sé bent á að skila inn umsókn í gegnum vef Þórkötlu á island.is. Þá megi búseturéttarhafar sem þegar hafa skilað inn umsókn um kaup til Þórkötlu búast við því að fá sendar nánari upplýsingar í ágúst, en stefnt sé að því að þessi mál komi til framkvæmda seinni hluta ágústmánaðar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira