Hélt niðri í sér hlátrinum yfir fölskum þjóðsöngnum Máni Snær Þorláksson skrifar 16. júlí 2024 14:08 Ingrid Andress söng þjóðsöng Bandaríkjanna fyrir leikinn. Getty Flutningur bandarísku kántrísöngkonunnar Ingrid Andress á þjóðsöng Bandaríkjanna í gær vakti vægast sagt ekki lukku. Stólpagrín hefur verið gert að fölskum flutningnum og hann jafnvel sagður vera á meðal þeirra verstu í sögunni. Ingrid Andress var fengin til að syngja þjóðsönginn fyrir stjörnuleik bandarísku hafnaboltadeildarinnar í Texas-ríki í gær. Söngkonan, sem hefur fengið fjórar Grammy-verðlauna tilnefningar, fór sínar eigin leiðir er hún flutti þjóðsönginn og hitti ekki alveg á allar nóturnar. Flutningurinn vakti talsverða athygli á samfélagsmiðlum og hefur mikið grín verið gert að honum. Þar var því til að mynda velt upp hvort Ingrid hefði unnið í happdrætti til að fá að syngja þjóðsönginn. „Það blæðir úr eyrunum mínum. Einn versti flutningur allra tíma á þjóðsöngnum,“ segir einn netverji á samfélagsmiðlinum X. Þá sagði annar að þessi vika væri erfið fyrir eyru í Bandaríkjunum. Vísar hann þar til þess að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, var skotinn í eyrað um helgina. Það voru þó ekki bara netverjar sem furðuðu sig á flutningnum. Í útsendingunni mátti nefnilega sjá hafnaboltamanninn Alec Bohm þar sem hann virðist vera að halda í sér hlátrinum í beinni útsendingu á meðan Ingrid er að syngja. Alec Bohm was all of us pic.twitter.com/wgns547T8x— Philly Sports Sufferer (@mccrystal_alex) July 16, 2024 Þá hefur þessu verið líkt við annan slæman flutning á þjóðsöngnum, þegar söngkonan Fergie söng hann fyrir stjörnuleik NBA árið 2018. Hafnabolti Tónlist Bandaríkin Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Ingrid Andress var fengin til að syngja þjóðsönginn fyrir stjörnuleik bandarísku hafnaboltadeildarinnar í Texas-ríki í gær. Söngkonan, sem hefur fengið fjórar Grammy-verðlauna tilnefningar, fór sínar eigin leiðir er hún flutti þjóðsönginn og hitti ekki alveg á allar nóturnar. Flutningurinn vakti talsverða athygli á samfélagsmiðlum og hefur mikið grín verið gert að honum. Þar var því til að mynda velt upp hvort Ingrid hefði unnið í happdrætti til að fá að syngja þjóðsönginn. „Það blæðir úr eyrunum mínum. Einn versti flutningur allra tíma á þjóðsöngnum,“ segir einn netverji á samfélagsmiðlinum X. Þá sagði annar að þessi vika væri erfið fyrir eyru í Bandaríkjunum. Vísar hann þar til þess að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, var skotinn í eyrað um helgina. Það voru þó ekki bara netverjar sem furðuðu sig á flutningnum. Í útsendingunni mátti nefnilega sjá hafnaboltamanninn Alec Bohm þar sem hann virðist vera að halda í sér hlátrinum í beinni útsendingu á meðan Ingrid er að syngja. Alec Bohm was all of us pic.twitter.com/wgns547T8x— Philly Sports Sufferer (@mccrystal_alex) July 16, 2024 Þá hefur þessu verið líkt við annan slæman flutning á þjóðsöngnum, þegar söngkonan Fergie söng hann fyrir stjörnuleik NBA árið 2018.
Hafnabolti Tónlist Bandaríkin Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira