Fasteignakaup fjárfesta vísbending um að fasteignaverð haldi áfram að hækka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. júlí 2024 13:16 Jónas Atli Gunnarsson er hagfræðingur hjá HMS. Vísir/Einar Fjölgun íbúða í eigu stórtækra íbúðaeigenda hefur aukist á undanförnum árum á meðan hlutfall þeirra sem eiga aðeins eina íbúð til eigin nota hefur dregist saman. Hagfræðingur segir þetta vísbendingu um að fjárfestar telji að fasteignaverð muni halda áfram að hækka. Aftur á móti tengist þróunin að miklu leyti einnig aukinni uppbyggingu félagslegra íbúða sem og uppkaupum Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Fram kemur í grein Innherja á Vísi í gær, þar sem vitnað er til skrifa framkvæmdastjóra Aflvaka þróunarfélags, að nærri níu af hvernum tíu seldum íbúðum á árinu hafi verið keyptar af fjárfestum. Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir stofnunina hafa merkt þróun í þessa veru að undanförnu. „Við höfum verð að sjá breytingarnar frá því að vextir byrjuðu að hækka árið 2022, að fjölgun íbúða væri í minna mæli að fara til íbúðaeigenda sem eiga bara eina íbúð, það sem við myndum kalla „venjulega“ íbúðaeigendur. En á sama tíma hafa fjársterkir íbúðaeigendur verið að auka hlutdeild sína á íbúðamarkaðinum,“ segir Jónas Atli. Stórtækir íbúðaeigendur vísar til bæði lögaðila og einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð. Háir vextir eru meðal þess sem skýrir minni fjölgun íbúðareigenda sem eiga bara eina íbúð að sögn Jónasar. „Það er erfiðara að kaupa íbúðir þegar vextir eru hærri og lánaskilyrði eru þrengri,“ segir Jónas. Það séu aftur á móti nokkrir þættir sem kunni að skýra aukna fjölgun stórtækari íbúðareigenda. „Við alla veganna teljum hjá HMS að stóran hluta af þessari þróun megi skýra með íbúðaeigendur sem eru ekki að kaupa endilega í fjárfestingaskini. Heldur er þetta ríkisstjórnin, annað hvort í gegnum Þórkötlukaupin, eða þá eru þetta félagslegar leiguíbúðir,“ segir Jónas og vísar þar til þess að hátt í þrjú þúsund íbúðir hafi verið teknar í notkun að undanförnu með hjálp stofnframlaga frá ríkinu. Þá sé þróunin í ár að miklu leyti tilkomin vegna stórtækra uppkaupa fasteignafélagsins Þórkötlu á íbúðum í Grindavík, auk kaupa leigufélaga á íbúðum til útleigu fyrir Grindvíkinga. Væntingar um áframhaldandi hækkun fasteignaverðs Jónas bendir á að ef ekki væri fyrir kaup Þórkötlu á íbúðarhúsnæði hefði íbúðum í eigu „venjulegra“ íbúðaeigenda að öllum líkindum fjölgað hraðar í ár heldur en í fyrra. Einnig sé sennilegt að margar þeirra íbúða sem keyptar hafa verið af fjársterkum aðilum skili sér á leigumarkaðinn, þar sem eftirspurnin sé töluvert meiri en framboðið sem stendur. Viðvarandi eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði viðhaldi háu fasteignaverð, en eftirspurnin hefur haldist mikil þrátt fyrir háa vexti. „Mætti draga þá ályktun af því að stórir fjárfestar, sem eru ekki þessir félagslegu fjárfestar heldur kannski aðrir sem eru að sjá sér kannski hagnaðarvon í að kaupa íbúðir, þeir telja að fasteignaverð muni halda áfram að hækka,“ segir Jónas. Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Fram kemur í grein Innherja á Vísi í gær, þar sem vitnað er til skrifa framkvæmdastjóra Aflvaka þróunarfélags, að nærri níu af hvernum tíu seldum íbúðum á árinu hafi verið keyptar af fjárfestum. Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir stofnunina hafa merkt þróun í þessa veru að undanförnu. „Við höfum verð að sjá breytingarnar frá því að vextir byrjuðu að hækka árið 2022, að fjölgun íbúða væri í minna mæli að fara til íbúðaeigenda sem eiga bara eina íbúð, það sem við myndum kalla „venjulega“ íbúðaeigendur. En á sama tíma hafa fjársterkir íbúðaeigendur verið að auka hlutdeild sína á íbúðamarkaðinum,“ segir Jónas Atli. Stórtækir íbúðaeigendur vísar til bæði lögaðila og einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð. Háir vextir eru meðal þess sem skýrir minni fjölgun íbúðareigenda sem eiga bara eina íbúð að sögn Jónasar. „Það er erfiðara að kaupa íbúðir þegar vextir eru hærri og lánaskilyrði eru þrengri,“ segir Jónas. Það séu aftur á móti nokkrir þættir sem kunni að skýra aukna fjölgun stórtækari íbúðareigenda. „Við alla veganna teljum hjá HMS að stóran hluta af þessari þróun megi skýra með íbúðaeigendur sem eru ekki að kaupa endilega í fjárfestingaskini. Heldur er þetta ríkisstjórnin, annað hvort í gegnum Þórkötlukaupin, eða þá eru þetta félagslegar leiguíbúðir,“ segir Jónas og vísar þar til þess að hátt í þrjú þúsund íbúðir hafi verið teknar í notkun að undanförnu með hjálp stofnframlaga frá ríkinu. Þá sé þróunin í ár að miklu leyti tilkomin vegna stórtækra uppkaupa fasteignafélagsins Þórkötlu á íbúðum í Grindavík, auk kaupa leigufélaga á íbúðum til útleigu fyrir Grindvíkinga. Væntingar um áframhaldandi hækkun fasteignaverðs Jónas bendir á að ef ekki væri fyrir kaup Þórkötlu á íbúðarhúsnæði hefði íbúðum í eigu „venjulegra“ íbúðaeigenda að öllum líkindum fjölgað hraðar í ár heldur en í fyrra. Einnig sé sennilegt að margar þeirra íbúða sem keyptar hafa verið af fjársterkum aðilum skili sér á leigumarkaðinn, þar sem eftirspurnin sé töluvert meiri en framboðið sem stendur. Viðvarandi eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði viðhaldi háu fasteignaverð, en eftirspurnin hefur haldist mikil þrátt fyrir háa vexti. „Mætti draga þá ályktun af því að stórir fjárfestar, sem eru ekki þessir félagslegu fjárfestar heldur kannski aðrir sem eru að sjá sér kannski hagnaðarvon í að kaupa íbúðir, þeir telja að fasteignaverð muni halda áfram að hækka,“ segir Jónas.
Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira