Stærsta opna LAN-mót landsins fer fram í ágúst Atli Már Guðfinsson skrifar 16. júlí 2024 16:43 Stærsta opna LAN-mót landsins fer fram helgina 9. til 11. ágúst í Háskólanum í Reykjavík. Tvíund, nemendafélag tölvunarfræðideildar í Háskólanum í Reykjavík, heldur þriggja daga rafíþróttamót að nafni HRingurinn í lok hvers sumars. Á síðustu mótum hafa mætt tæplega 400 manns og má því segja að HRingurinn sé stærsta opna LAN-mót á landinu. Þátttaka í mótinu er skipt í LAN annars vegar og keppni hins vegar. Hægt verður að mæta og spila leiki með félögunum án þess að taka þátt í keppnum mótsins fyrir lægra verð en almennir keppendur greiða. Leikirnir sem keppt verður í þetta árið eru Counter-Strike 2, Rocket League, Valorant, Overwatch, League of Legends, Fortnite, Minecraft, Tekken 8, Street Fighter 6, Super Smash Bros Ultimate, Rivals of Aether og Guilty Gear Strive. Í verðlaunapottinum þetta árið eru 500.000 krónur. Sjoppa verður á svæðinu sem er opin allan sólarhringinn sem og svefnaðstaða. Skráningu og dagskrá er hægt að nálgast á vefsíðu HRingsins, hringurinn.net Rafíþróttir Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn
Tvíund, nemendafélag tölvunarfræðideildar í Háskólanum í Reykjavík, heldur þriggja daga rafíþróttamót að nafni HRingurinn í lok hvers sumars. Á síðustu mótum hafa mætt tæplega 400 manns og má því segja að HRingurinn sé stærsta opna LAN-mót á landinu. Þátttaka í mótinu er skipt í LAN annars vegar og keppni hins vegar. Hægt verður að mæta og spila leiki með félögunum án þess að taka þátt í keppnum mótsins fyrir lægra verð en almennir keppendur greiða. Leikirnir sem keppt verður í þetta árið eru Counter-Strike 2, Rocket League, Valorant, Overwatch, League of Legends, Fortnite, Minecraft, Tekken 8, Street Fighter 6, Super Smash Bros Ultimate, Rivals of Aether og Guilty Gear Strive. Í verðlaunapottinum þetta árið eru 500.000 krónur. Sjoppa verður á svæðinu sem er opin allan sólarhringinn sem og svefnaðstaða. Skráningu og dagskrá er hægt að nálgast á vefsíðu HRingsins, hringurinn.net
Rafíþróttir Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn