Franski framherjinn Kylian Mbappé var þá kynntur til leiks sem nýr leikmaður Real.
Það er talið að um áttatíu þúsund manns hafi tekið á móti honum á Santiago Bernabeu leikvanginum í Madrid og Mbappé treyjurnar seldust líka eins og heitar lummur síðustu daga.
Mbappé var þarna í Real Madrid treyju númer níu en hann sóttist ekki eftir sínu númeri (tían) því það væri treyja Luka Modric hjá Real Madrid.
Athygli vakti þegar Mbappé sparkaði bolta upp í stúku. Þetta var auðvitað fyrsta spark Mbappé í Real Madrid búningnum og því eftirsóttur bolti í boði.
Einn stuðningsmaður Real Madrid fórnaði sér líka til þess að ná þessum bolta eins og sjá má hér fyrir neðan.
Hann skutlaði sér á eftir boltanum og ætti að geta sett hann á góðan stað í stofunni eða selt boltann fyrir dágóða upphæð á netinu.