Hefja viðgerðir þó það gæti gosið á næstu dögum eða vikum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júlí 2024 22:01 Ráðist verður í umfangsmiklar viðgerðir á vegum og stígum í Grindavík. Vísir/Vilhelm Formaður Grindavíkurnefndar telur það ekki gagnrýnisvert að hefja viðgerðir á vegum í bænum til að flýta fyrir því að Grindvíkingar geti snúið aftur í heimabæ sinn þrátt fyrir að eldgos gæti hafist á svæðinu á næstu dögum eða vikum Veðurstofa Íslands gaf út uppfært hættumat í gær þar sem kemur fram að töluverð hætta sé á því að næsta eldgos verði annað hvort í grennd við eða inn í Grindavík. Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, segir þetta ekki koma í veg fyrir að umtalsverðar framkvæmdir hefjist á næstu dögum í bænum. „Breytt hættumat getur auðvitað haft áhrif á framkvæmdir ef að það er metið svo að það þurfi af öryggisástæðum. Á meðan að staðan er eins og hún er núna að þá teljum við að það sé óhætt að fara í þessar viðgerðir.“ Kostnaður hleypur á hundruðum milljóna Farið verður yfir hvernig öryggismálum og framkvæmdum verður háttað fyrir vikulok með verkteymi en Árni segir verkefnið nokkuð umtalsvert og að kostnaður hlaupi á einhverjum hundruðum milljónum. „Markmiðið er auðvitað að það sé hægt að auka aðgengi að bænum frá því sem nú er en til þess þarf að auka öryggi og við erum að horfa til þess að ráðast í ákveðnar viðgerðir á götum og stígum og loka af svæðum sem við teljum ekki örugg.“ „Við erum hér núna“ Spurður hvort það sé gagnrýnisvert eða óábyrgt að hafa fólk í bænum sem muni vinna við framkvæmdirnar á meðan að hættumatið er talsvert svarar Árni því neitandi. „Nei í sjálfu sér er bærinn ekki lokaður algjörlega eins og dæmi sanna, við erum hér núna. Þeir sem eiga erindi og eru að starfa í bænum geta komið hingað.“ Gæti gerst á næstu dögum eða vikum Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, bendir á að kvikusöfnun undir Svartsengi sé núna komin að neðri mörkum þess sem þarf svo að það byrji að gjósa. Virknin virðist vera að færast í suðurátt nær Grindavík og bendir á að sprungur í og við bæinn auki líkur á því þar sem kvikan leitar auðveldustu leiða upp á yfirborðið. „Þannig það gæti gerst á næstu dögum en líkurnar eru kannski á næstu þremur, fjórum vikum. Það voru sem sagt skoðaðar nákvæmar staðsetningar á gosopunum af síðustu gosum og þróunin þar var í raun og veru í suður. Þá vildum við uppfæra hættumatið fyrir Grindavík.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Veðurstofa Íslands gaf út uppfært hættumat í gær þar sem kemur fram að töluverð hætta sé á því að næsta eldgos verði annað hvort í grennd við eða inn í Grindavík. Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, segir þetta ekki koma í veg fyrir að umtalsverðar framkvæmdir hefjist á næstu dögum í bænum. „Breytt hættumat getur auðvitað haft áhrif á framkvæmdir ef að það er metið svo að það þurfi af öryggisástæðum. Á meðan að staðan er eins og hún er núna að þá teljum við að það sé óhætt að fara í þessar viðgerðir.“ Kostnaður hleypur á hundruðum milljóna Farið verður yfir hvernig öryggismálum og framkvæmdum verður háttað fyrir vikulok með verkteymi en Árni segir verkefnið nokkuð umtalsvert og að kostnaður hlaupi á einhverjum hundruðum milljónum. „Markmiðið er auðvitað að það sé hægt að auka aðgengi að bænum frá því sem nú er en til þess þarf að auka öryggi og við erum að horfa til þess að ráðast í ákveðnar viðgerðir á götum og stígum og loka af svæðum sem við teljum ekki örugg.“ „Við erum hér núna“ Spurður hvort það sé gagnrýnisvert eða óábyrgt að hafa fólk í bænum sem muni vinna við framkvæmdirnar á meðan að hættumatið er talsvert svarar Árni því neitandi. „Nei í sjálfu sér er bærinn ekki lokaður algjörlega eins og dæmi sanna, við erum hér núna. Þeir sem eiga erindi og eru að starfa í bænum geta komið hingað.“ Gæti gerst á næstu dögum eða vikum Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, bendir á að kvikusöfnun undir Svartsengi sé núna komin að neðri mörkum þess sem þarf svo að það byrji að gjósa. Virknin virðist vera að færast í suðurátt nær Grindavík og bendir á að sprungur í og við bæinn auki líkur á því þar sem kvikan leitar auðveldustu leiða upp á yfirborðið. „Þannig það gæti gerst á næstu dögum en líkurnar eru kannski á næstu þremur, fjórum vikum. Það voru sem sagt skoðaðar nákvæmar staðsetningar á gosopunum af síðustu gosum og þróunin þar var í raun og veru í suður. Þá vildum við uppfæra hættumatið fyrir Grindavík.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira