Smakkaði skötu í beinni: „Sjitturinn, kött!“ Magnús Hlynur Hreiðarsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 17. júlí 2024 21:38 Magnús Hlynur fór á kostum í kvöldfréttum. Vísir Efnt var til skötuveislu í grunnskólanum í Garði í kvöld, um hásumar. Magnús Hlynur tók stöðuna á skipuleggjendum og rak upp óp þegar hann bragðaði á kæstri skötunni. Þorláksmessa á sumri heitir hátíðin og feðginin Ása Hrönn Ásmundsdóttir og Ásmundur Friðriksson þingmaður standa fyrir henni. „Við erum náttúrlega að minnast þessa hátíðlega dags, Þorláks Helga, með Þorláksmessu á sumri. Svo er aldursskipanin þannig í hópnum að hér vilja allir borða Þorláksmessuskötu á Þorkáksmessusumri,“ segir Ásmundur. Þau áætla að um 170 kíló af skötu og fimmtíu kíló af saltfisk fari ofan í gestina. Viðburðurinn hefur verið haldinn árlega í tæp tuttugu ár og á þeim tíma hafa um hundrað milljónir króna safnast. Ágóðinn rennur í samfélagið í Garði. „Það skemmtilega við þessa samkomu er að þeir sem eru hérna í salnum, allt þetta fólk, er þátttakendur í að gefa einhverjar sex sjö milljónir í kvöld í stuðning við samfélagið,“ segir Ásmundur. „En er eitthvað varið í þennan mat, hvað segir sveitakarlinn af Selfossi?“ spyr Magnús Hlynur áður en hann tekur smakk af saltfisknum og síðan skötunni. „Ertu ekki að grínast? Sjitturin, kött!“ segir Magnús Hlynur milli ópa eftir að hann bragðar á fisknum. Myndbandið má sjá hér að neðan. Klippa: Skötuveisla um hásumar Matur Suðurnesjabær Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Þorláksmessa á sumri heitir hátíðin og feðginin Ása Hrönn Ásmundsdóttir og Ásmundur Friðriksson þingmaður standa fyrir henni. „Við erum náttúrlega að minnast þessa hátíðlega dags, Þorláks Helga, með Þorláksmessu á sumri. Svo er aldursskipanin þannig í hópnum að hér vilja allir borða Þorláksmessuskötu á Þorkáksmessusumri,“ segir Ásmundur. Þau áætla að um 170 kíló af skötu og fimmtíu kíló af saltfisk fari ofan í gestina. Viðburðurinn hefur verið haldinn árlega í tæp tuttugu ár og á þeim tíma hafa um hundrað milljónir króna safnast. Ágóðinn rennur í samfélagið í Garði. „Það skemmtilega við þessa samkomu er að þeir sem eru hérna í salnum, allt þetta fólk, er þátttakendur í að gefa einhverjar sex sjö milljónir í kvöld í stuðning við samfélagið,“ segir Ásmundur. „En er eitthvað varið í þennan mat, hvað segir sveitakarlinn af Selfossi?“ spyr Magnús Hlynur áður en hann tekur smakk af saltfisknum og síðan skötunni. „Ertu ekki að grínast? Sjitturin, kött!“ segir Magnús Hlynur milli ópa eftir að hann bragðar á fisknum. Myndbandið má sjá hér að neðan. Klippa: Skötuveisla um hásumar
Matur Suðurnesjabær Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög