Smakkaði skötu í beinni: „Sjitturinn, kött!“ Magnús Hlynur Hreiðarsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 17. júlí 2024 21:38 Magnús Hlynur fór á kostum í kvöldfréttum. Vísir Efnt var til skötuveislu í grunnskólanum í Garði í kvöld, um hásumar. Magnús Hlynur tók stöðuna á skipuleggjendum og rak upp óp þegar hann bragðaði á kæstri skötunni. Þorláksmessa á sumri heitir hátíðin og feðginin Ása Hrönn Ásmundsdóttir og Ásmundur Friðriksson þingmaður standa fyrir henni. „Við erum náttúrlega að minnast þessa hátíðlega dags, Þorláks Helga, með Þorláksmessu á sumri. Svo er aldursskipanin þannig í hópnum að hér vilja allir borða Þorláksmessuskötu á Þorkáksmessusumri,“ segir Ásmundur. Þau áætla að um 170 kíló af skötu og fimmtíu kíló af saltfisk fari ofan í gestina. Viðburðurinn hefur verið haldinn árlega í tæp tuttugu ár og á þeim tíma hafa um hundrað milljónir króna safnast. Ágóðinn rennur í samfélagið í Garði. „Það skemmtilega við þessa samkomu er að þeir sem eru hérna í salnum, allt þetta fólk, er þátttakendur í að gefa einhverjar sex sjö milljónir í kvöld í stuðning við samfélagið,“ segir Ásmundur. „En er eitthvað varið í þennan mat, hvað segir sveitakarlinn af Selfossi?“ spyr Magnús Hlynur áður en hann tekur smakk af saltfisknum og síðan skötunni. „Ertu ekki að grínast? Sjitturin, kött!“ segir Magnús Hlynur milli ópa eftir að hann bragðar á fisknum. Myndbandið má sjá hér að neðan. Klippa: Skötuveisla um hásumar Matur Suðurnesjabær Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Þorláksmessa á sumri heitir hátíðin og feðginin Ása Hrönn Ásmundsdóttir og Ásmundur Friðriksson þingmaður standa fyrir henni. „Við erum náttúrlega að minnast þessa hátíðlega dags, Þorláks Helga, með Þorláksmessu á sumri. Svo er aldursskipanin þannig í hópnum að hér vilja allir borða Þorláksmessuskötu á Þorkáksmessusumri,“ segir Ásmundur. Þau áætla að um 170 kíló af skötu og fimmtíu kíló af saltfisk fari ofan í gestina. Viðburðurinn hefur verið haldinn árlega í tæp tuttugu ár og á þeim tíma hafa um hundrað milljónir króna safnast. Ágóðinn rennur í samfélagið í Garði. „Það skemmtilega við þessa samkomu er að þeir sem eru hérna í salnum, allt þetta fólk, er þátttakendur í að gefa einhverjar sex sjö milljónir í kvöld í stuðning við samfélagið,“ segir Ásmundur. „En er eitthvað varið í þennan mat, hvað segir sveitakarlinn af Selfossi?“ spyr Magnús Hlynur áður en hann tekur smakk af saltfisknum og síðan skötunni. „Ertu ekki að grínast? Sjitturin, kött!“ segir Magnús Hlynur milli ópa eftir að hann bragðar á fisknum. Myndbandið má sjá hér að neðan. Klippa: Skötuveisla um hásumar
Matur Suðurnesjabær Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira