Femínistar botna ekkert í Diljá Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júlí 2024 13:00 Diljá Mist þingmaður Sjálfstæðisflokksins dró ekki af sér í hlaðvarpsþættinum Ein pæling. vísir/vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður fór mikinn í hlaðvarpsviðtali í vikunni og sagði íslenska femínista hræsnara. Þessir sömu femínistar svara Diljá fullum hálsi. Ein þeirra er fjölmiðlakonan María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp sem tjáir sig í aðsendri grein á Vísi. Hún segir Diljá tala af vanþekkingu um málefni innflytjenda, menningu og heimilisofbeldi. Í viðtalinu segir Diljá það sláandi hvernig femínistar og baráttukonur gegn kynbundnu ofbeldi kjósa að horfa í gegnum fingur sér þegar um er að ræða kynbundið ofbeldi innflytjenda. Ákveðnum hópum hafi verið veittur „súkkulaðipassi“ í mannréttindamálum sem hún segir vera hræsni. Fleira nefnir hún og beinir meðal annars sjónum að heiðurstengdum glæpum. Viðbjóðsleg ómenning hafi flust til Evrópu og Norðurlanda. Hún segist sjálf hafa tekið upp hanskann fyrir fórnarlömb heiðurstendra glæpa, en verið sökuð um rasisma. María Lilja segir hugmyndir Diljár skaðlegar, hún tali af vanþekkingu og kyndi undir fordóma gagnvart múslimum í samfélaginu. „Og fullyrðir að innflytjendum fylgi aukið heimilisofbeldi. Það er beinlínis ósatt því samkvæmt skýrslu Ríkislögreglustjóra um fjölda tilkynninga til lögreglu vegna heimilisofbeldis og ágreinings milli skyldra/tengdra aðila fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins fækkar tilkynntum brotum um rúm 9 prósent,“ segir María Lilja í greininni. Þrotlausri vinnu femínistum að þakka Hún beinir sömuleiðis sjónum að heiðursofbeldi, sem sé réttlæting ofbeldis, oftast af hálfu karlmanns, í nafni fjölskylduheiðurs. „Þó að íslenskir ofbeldiskarlar réttlæti hegðun sína með öðrum afsökunum en „heiðri fjölskyldunnar” breytir það ekki þeirri staðreynd að heimilisofbeldi er ekkert nýtt af nálinni og hefur fylgt okkur sem þjóð í árhundruð. Þetta er ekki innflutt vandamál,“ skrifar María Lilja og vísar til orða framkvæmdastýru kvennaathvarfsins Lindu Drafnar Gunnarsdóttur sem sagði tilfelli sem tengjast heiðurstengdu ofbeldi afar alvarleg, en einnig mjög fá. „Um 70 prósent þolenda sem leituðu til Kvennaathvarfsins í fyrra voru af íslenskum uppruna. Erlendar konur sem þangað sóttu gerðu það oftar vegna ofbeldis af hendi íslenskra karla. Þessi hópur kvenna er sérstaklega viðkvæmur skv. framkvæmdastýru kvennaathvarfsins sem bendir á að konur sem eiga ekkert félagslegt net og þekkja ekki vel úrræðin séu lengur að komast úr erfiðum aðstæðum vegna hótana maka um að hafa áhrif á dvalarleyfi þeirra. Hér er því um að ræða áþreifanlegan vanda, íslenska karlmenn sem markvisst misnota neyð erlendra kvenna sem koma hingað í leit að betra lífi.“ María Lilja er sammála Diljá um það að Íslendingar standi vel hvað jafnréttismál varaðar, en það sé þrotlausri vinnu femínista að þakka. „Hefur Diljá Mist í leit sinni af “samtali” talað við arabíska femínista hér á landi um málaflokkinn? Hefur hún sóst eftir samtali við svartar og brúnar flóttakonur? Gefið sér tíma í að kynnast flóttafólki almennt? Múslimum? Ekki talaði hún við eða hlustaði á nígerísku konurnar, þolendur mansals, áður en hún stóð með því að reka þær héðan miskunarlaust úr landi og aftur í hendur kvalara sinna.“ „Þýðir „að taka samtalið” kannski ekki að taka raunveruleg samtöl við (brúnt)fólk um skoðanir þess, menningu og stöðu? Rúmar „samtalið” bara orð Diljár og flokksfélaga hennar, ekki rök, ekki staðreyndir? Er henni kannski ekki svo umhugað um þolendur ofbeldis eftir allt saman?“ spyr María Lilja að lokum. Fyrirsagnalesarar mistúlki Kynferðisbrot þeirra sem eru af erlendum uppruna var sömuleiðis umtalsefni Guðnýjar S. Bjarnadóttur í innsendri grein á Vísi fyrr í mánuðinum. Þar velti hún mismunandi viðbrögðum samfélagsins við kynferðisbrotum fyrir sér, eftir því hvort meintur gerandi sé af erlendum eða íslenskum uppruna. „Þetta er skrýtið samtal sem átti sér stað. Það var erfitt fyrir mig að ná einhverju samhengi í því sem hún var að segja,“ segir Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola innt eftir viðbrögðum við staðhæfingum Diljár í hlaðvarpsþættinum. Grein Guðnýjar vakti mikla athygli. Hún segir viðbrögðin við greininni hafa almennt verið góð, þó að margir virðist hafa mistúlkað inntakið. Það sé líklegast aðallega frá fólki sem hafi aðeins lesið fyrirsögnina. „En ég skildi eiginlega ekki orð af því sem hún sagði. Við auðvitað fordæmum allt ofbeldi alveg sama hver á í hlut, sama hver beitir því og hver verður fyrir því.“ „Aðalatriðið hjá mér er að benda á viðbrögð samfélagsins sem eru mismunandi eftir því hvort gerandi sé útlenskur eða íslenskur. Mér finnst að það eigi að vekja sömu reiði, alveg óháð því hvert þjóðerni geranda er, eða þjóðerndi þolanda.“ Kynferðisofbeldi Sjálfstæðisflokkurinn Innflytjendamál Mannréttindi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Ein þeirra er fjölmiðlakonan María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp sem tjáir sig í aðsendri grein á Vísi. Hún segir Diljá tala af vanþekkingu um málefni innflytjenda, menningu og heimilisofbeldi. Í viðtalinu segir Diljá það sláandi hvernig femínistar og baráttukonur gegn kynbundnu ofbeldi kjósa að horfa í gegnum fingur sér þegar um er að ræða kynbundið ofbeldi innflytjenda. Ákveðnum hópum hafi verið veittur „súkkulaðipassi“ í mannréttindamálum sem hún segir vera hræsni. Fleira nefnir hún og beinir meðal annars sjónum að heiðurstengdum glæpum. Viðbjóðsleg ómenning hafi flust til Evrópu og Norðurlanda. Hún segist sjálf hafa tekið upp hanskann fyrir fórnarlömb heiðurstendra glæpa, en verið sökuð um rasisma. María Lilja segir hugmyndir Diljár skaðlegar, hún tali af vanþekkingu og kyndi undir fordóma gagnvart múslimum í samfélaginu. „Og fullyrðir að innflytjendum fylgi aukið heimilisofbeldi. Það er beinlínis ósatt því samkvæmt skýrslu Ríkislögreglustjóra um fjölda tilkynninga til lögreglu vegna heimilisofbeldis og ágreinings milli skyldra/tengdra aðila fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins fækkar tilkynntum brotum um rúm 9 prósent,“ segir María Lilja í greininni. Þrotlausri vinnu femínistum að þakka Hún beinir sömuleiðis sjónum að heiðursofbeldi, sem sé réttlæting ofbeldis, oftast af hálfu karlmanns, í nafni fjölskylduheiðurs. „Þó að íslenskir ofbeldiskarlar réttlæti hegðun sína með öðrum afsökunum en „heiðri fjölskyldunnar” breytir það ekki þeirri staðreynd að heimilisofbeldi er ekkert nýtt af nálinni og hefur fylgt okkur sem þjóð í árhundruð. Þetta er ekki innflutt vandamál,“ skrifar María Lilja og vísar til orða framkvæmdastýru kvennaathvarfsins Lindu Drafnar Gunnarsdóttur sem sagði tilfelli sem tengjast heiðurstengdu ofbeldi afar alvarleg, en einnig mjög fá. „Um 70 prósent þolenda sem leituðu til Kvennaathvarfsins í fyrra voru af íslenskum uppruna. Erlendar konur sem þangað sóttu gerðu það oftar vegna ofbeldis af hendi íslenskra karla. Þessi hópur kvenna er sérstaklega viðkvæmur skv. framkvæmdastýru kvennaathvarfsins sem bendir á að konur sem eiga ekkert félagslegt net og þekkja ekki vel úrræðin séu lengur að komast úr erfiðum aðstæðum vegna hótana maka um að hafa áhrif á dvalarleyfi þeirra. Hér er því um að ræða áþreifanlegan vanda, íslenska karlmenn sem markvisst misnota neyð erlendra kvenna sem koma hingað í leit að betra lífi.“ María Lilja er sammála Diljá um það að Íslendingar standi vel hvað jafnréttismál varaðar, en það sé þrotlausri vinnu femínista að þakka. „Hefur Diljá Mist í leit sinni af “samtali” talað við arabíska femínista hér á landi um málaflokkinn? Hefur hún sóst eftir samtali við svartar og brúnar flóttakonur? Gefið sér tíma í að kynnast flóttafólki almennt? Múslimum? Ekki talaði hún við eða hlustaði á nígerísku konurnar, þolendur mansals, áður en hún stóð með því að reka þær héðan miskunarlaust úr landi og aftur í hendur kvalara sinna.“ „Þýðir „að taka samtalið” kannski ekki að taka raunveruleg samtöl við (brúnt)fólk um skoðanir þess, menningu og stöðu? Rúmar „samtalið” bara orð Diljár og flokksfélaga hennar, ekki rök, ekki staðreyndir? Er henni kannski ekki svo umhugað um þolendur ofbeldis eftir allt saman?“ spyr María Lilja að lokum. Fyrirsagnalesarar mistúlki Kynferðisbrot þeirra sem eru af erlendum uppruna var sömuleiðis umtalsefni Guðnýjar S. Bjarnadóttur í innsendri grein á Vísi fyrr í mánuðinum. Þar velti hún mismunandi viðbrögðum samfélagsins við kynferðisbrotum fyrir sér, eftir því hvort meintur gerandi sé af erlendum eða íslenskum uppruna. „Þetta er skrýtið samtal sem átti sér stað. Það var erfitt fyrir mig að ná einhverju samhengi í því sem hún var að segja,“ segir Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola innt eftir viðbrögðum við staðhæfingum Diljár í hlaðvarpsþættinum. Grein Guðnýjar vakti mikla athygli. Hún segir viðbrögðin við greininni hafa almennt verið góð, þó að margir virðist hafa mistúlkað inntakið. Það sé líklegast aðallega frá fólki sem hafi aðeins lesið fyrirsögnina. „En ég skildi eiginlega ekki orð af því sem hún sagði. Við auðvitað fordæmum allt ofbeldi alveg sama hver á í hlut, sama hver beitir því og hver verður fyrir því.“ „Aðalatriðið hjá mér er að benda á viðbrögð samfélagsins sem eru mismunandi eftir því hvort gerandi sé útlenskur eða íslenskur. Mér finnst að það eigi að vekja sömu reiði, alveg óháð því hvert þjóðerni geranda er, eða þjóðerndi þolanda.“
Kynferðisofbeldi Sjálfstæðisflokkurinn Innflytjendamál Mannréttindi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira