Tufti og Bríet á Seftjörn eru í liði náttúrunnar Elva Björg Einarsdóttir skrifar 18. júlí 2024 19:00 Það var sérstakur fundur sem þau áttu Bríet Böðvarsdóttir á Seftjörn og Tufti Túnfótur í friðlandinu í Vatnsfirði um síðastliðna helgi, 12.-14. júlí. Helgin var sérstök fyrir þær sakir að þá voru upp á dag liðin 50 ár frá þjóðhátíð Vestfirðinga í Vatnsfirði 1974. Bríet og Tufti hittust þarna fyrir tilviljun. Bríet var að athuga hvaða áhrif úrhellisrigningin hefði á friðlandið í Vatnsfirði, en hún ásamt eiginmanni hennar Einari Guðmundssyni, var einn af fyrstu landvörðum friðlandsins sem stofnað var 1975 í kjölfar þjóðhátíðarinnar. Bríet hafði aldrei áður upplifað slíka úrhellisrigningu í júlí og er hún þó ýmsu vön eftir að hafa búið með friðlandinu öll sín fullorðinsár og unnað því, sem frægt er orðið eftir að hún gekk á kjörstað í Birkimel á Barðaströnd í byrjun maí í ár til heilla óskertu friðlandi í Vatnsfirði. Tufti Túnfótur var aftur á móti að kanna hvort hann rækist ekki á ungu tröllskessuna úr Glámu sem sagnir fara af að hafi haft með sér malpoka grastekjufólks á Brjánslæk er þau voru við grastekju í Vatnsdal fyrir margt löngu. Hann veit að tröll verða gömul og fannst líklegt að sú unga væri enn á stjái þótt langt væri um liðið frá því að sést hefði til hennar. Hann langaði líka að athuga með „ófreskjuna“ sem Brjánslækjarklerkur hrakti burt er hún ónáðaði vinnufólk hans við að kola hrís í Mörkinni í friðlandinu löngu áður en það varð til sem slíkt. Var hún virkilega horfin fyrir fullt og allt? Tufti Túnfótur og Bríet Böðvarsdóttir virða fyrir sér friðlandið í Vatnsfirði í úrhellisrigningu síðustu helgar.Björg Einarsdóttir Þau mættust við Vatnsdalsána neðan Vatnsdalsvatns, en áin er tvískipt innan þess og neðan. Vatnsdalsvatn er all mikið og hálffyllir dalinn, þrír og hálfur kílómetri að lengd og einn á breiddina þar sem það er breiðast. Annað eins af landi bætir Vatnsdalurinn við sig innan við vatnið og á grundunum þar var þjóðhátíðin haldin. Um síðastliðna helgi var áin vatnsmeiri en nokkru sinni að sumarlagi og vatnið flæddi yfir bakka sína svo einungis fuglinn fljúgandi gat komist inn í Vatnsdalinn innan þess. Á sama tíma fyrir 50 árum brunuðu þar fram dalinn vestanverðan þúsundir hátíðargesta og nutu allsnægta náttúru og þess að vera saman, fólkið með fólkinu og með náttúrunni. Þetta voru tímar útópíu, við höfðum ekki áttað okkur á hlut okkar í náttúrunni, á því að við erum náttúran og allt fer þetta saman og hefur áhrif hvort á annað. Öfgarigning í júlí er líklega ein birtingarmynd þeirra áhrifa sem manneskjan hefur á umhverfi sitt. Tufti og Bríet standa saman og horfa yfir friðlandið, það þarf engin orð, þau skilja hvort annað. Það má finna á Tufta að hann kannist við að vera kenndur við náttúruna, að hann sé ef til vill táknmynd þess óbeislaða afls sem náttúran sýnir á stundum og hræðslu fólks við hana. Bríet undrast að þurfa að berjast fyrir svo sjálfsögðum hlut sem friðlandið í Vatnsfirði er og hefur verið um hálfrar aldar skeið. Líklega sé það tímanna tákn að Tufti vandri hér um og leiti fleiri sinna líkra og að Bríet finni sig knúna til að ganga fyrir óbeislaða náttúru. Mikið vill meira og það verður aldrei nóg, en of mikið er það núþegar orðið. Það gangi ekki að öll tröll verði að steini líkt og þjóðsögurnar kenna eða sofni og safni mosa eins og Tufta var kennt. Það gangi ekki að öll óbeisluð náttúra sé beisluð – verði að steypu og stokkum sem tempra hana í réttu magni fyrir framgang manneskjunnar. Nei, það er akkúrat þessi taktur náttúrunnar að streyma fram í eðlilegum framgangi árstíðanna sem nærir lífið hér í friðlandinu í Vatnsfirði og ekki einungis hér, heldur er því svo farið um veröld alla. Þess vegna skiptir hver staður máli og mikilvægt er að láta sig þá varða. Bríet og Tufti eru sammála um að þótt lítil séu í samhengi hlutanna, hafi þau áhrif. Það sem þau gera hér og nú skipti máli fyrir heildina. Þau séu í dag að súpa seiðið af því sem áður hefur verið gert. Það var vart umflúið því að fólk vissi líkast til ekki betur þegar það til dæmis keyrði um á þjóðhátíð á amerískum bensínhákum og drakk, ef til vill í fyrsta skipti, drykki úr einnota umbúðum. Núna viti þau betur, þau viti hver áhrif þeirra eru og að þau þurfi á öllu lífi að halda fyrir framgang jarðarinnar allrar. Tröll og fólk eru náttúra, þau eru ekki aðskilin heldur verða til og mótast saman í órjúfanlegum tengslum. Sumir hafa lýst þessu nána sambandi jarðarinnar og lífs á henni sem jarðsamböndum. Það er mikilvægt að við eigum orð yfir þessi sambönd þannig að við getum talað um þau og skilið. Það er líka fallegt og viðeignadi að endurnýta gömul orð til að fást við nútímann og skapa framtíðina. Tufti og Bríet eru á því að það sé mikilvægt að við öll hugum að því að rækta jarðsamböndin okkar. Öll þurfum við að hafa pláss og það er pláss fyrir alla, en um það þurfi að semja hverju sinni. Um friðlandið í Vatnsfirði sé aftur á móti löngu búið að semja og mikilvægt að við þá saminga sé staðið og framtíð þess byggð á þeim farsæla samningi sem undirritaður var fyrir hart nær 50 árum síðan þannig að öll fái notið þessa einstaka staðar til framtíðar. Höfundur er höfundur bókarinnar Barðastrandarhreppur - göngubók Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Vesturbyggð Orkumál Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það var sérstakur fundur sem þau áttu Bríet Böðvarsdóttir á Seftjörn og Tufti Túnfótur í friðlandinu í Vatnsfirði um síðastliðna helgi, 12.-14. júlí. Helgin var sérstök fyrir þær sakir að þá voru upp á dag liðin 50 ár frá þjóðhátíð Vestfirðinga í Vatnsfirði 1974. Bríet og Tufti hittust þarna fyrir tilviljun. Bríet var að athuga hvaða áhrif úrhellisrigningin hefði á friðlandið í Vatnsfirði, en hún ásamt eiginmanni hennar Einari Guðmundssyni, var einn af fyrstu landvörðum friðlandsins sem stofnað var 1975 í kjölfar þjóðhátíðarinnar. Bríet hafði aldrei áður upplifað slíka úrhellisrigningu í júlí og er hún þó ýmsu vön eftir að hafa búið með friðlandinu öll sín fullorðinsár og unnað því, sem frægt er orðið eftir að hún gekk á kjörstað í Birkimel á Barðaströnd í byrjun maí í ár til heilla óskertu friðlandi í Vatnsfirði. Tufti Túnfótur var aftur á móti að kanna hvort hann rækist ekki á ungu tröllskessuna úr Glámu sem sagnir fara af að hafi haft með sér malpoka grastekjufólks á Brjánslæk er þau voru við grastekju í Vatnsdal fyrir margt löngu. Hann veit að tröll verða gömul og fannst líklegt að sú unga væri enn á stjái þótt langt væri um liðið frá því að sést hefði til hennar. Hann langaði líka að athuga með „ófreskjuna“ sem Brjánslækjarklerkur hrakti burt er hún ónáðaði vinnufólk hans við að kola hrís í Mörkinni í friðlandinu löngu áður en það varð til sem slíkt. Var hún virkilega horfin fyrir fullt og allt? Tufti Túnfótur og Bríet Böðvarsdóttir virða fyrir sér friðlandið í Vatnsfirði í úrhellisrigningu síðustu helgar.Björg Einarsdóttir Þau mættust við Vatnsdalsána neðan Vatnsdalsvatns, en áin er tvískipt innan þess og neðan. Vatnsdalsvatn er all mikið og hálffyllir dalinn, þrír og hálfur kílómetri að lengd og einn á breiddina þar sem það er breiðast. Annað eins af landi bætir Vatnsdalurinn við sig innan við vatnið og á grundunum þar var þjóðhátíðin haldin. Um síðastliðna helgi var áin vatnsmeiri en nokkru sinni að sumarlagi og vatnið flæddi yfir bakka sína svo einungis fuglinn fljúgandi gat komist inn í Vatnsdalinn innan þess. Á sama tíma fyrir 50 árum brunuðu þar fram dalinn vestanverðan þúsundir hátíðargesta og nutu allsnægta náttúru og þess að vera saman, fólkið með fólkinu og með náttúrunni. Þetta voru tímar útópíu, við höfðum ekki áttað okkur á hlut okkar í náttúrunni, á því að við erum náttúran og allt fer þetta saman og hefur áhrif hvort á annað. Öfgarigning í júlí er líklega ein birtingarmynd þeirra áhrifa sem manneskjan hefur á umhverfi sitt. Tufti og Bríet standa saman og horfa yfir friðlandið, það þarf engin orð, þau skilja hvort annað. Það má finna á Tufta að hann kannist við að vera kenndur við náttúruna, að hann sé ef til vill táknmynd þess óbeislaða afls sem náttúran sýnir á stundum og hræðslu fólks við hana. Bríet undrast að þurfa að berjast fyrir svo sjálfsögðum hlut sem friðlandið í Vatnsfirði er og hefur verið um hálfrar aldar skeið. Líklega sé það tímanna tákn að Tufti vandri hér um og leiti fleiri sinna líkra og að Bríet finni sig knúna til að ganga fyrir óbeislaða náttúru. Mikið vill meira og það verður aldrei nóg, en of mikið er það núþegar orðið. Það gangi ekki að öll tröll verði að steini líkt og þjóðsögurnar kenna eða sofni og safni mosa eins og Tufta var kennt. Það gangi ekki að öll óbeisluð náttúra sé beisluð – verði að steypu og stokkum sem tempra hana í réttu magni fyrir framgang manneskjunnar. Nei, það er akkúrat þessi taktur náttúrunnar að streyma fram í eðlilegum framgangi árstíðanna sem nærir lífið hér í friðlandinu í Vatnsfirði og ekki einungis hér, heldur er því svo farið um veröld alla. Þess vegna skiptir hver staður máli og mikilvægt er að láta sig þá varða. Bríet og Tufti eru sammála um að þótt lítil séu í samhengi hlutanna, hafi þau áhrif. Það sem þau gera hér og nú skipti máli fyrir heildina. Þau séu í dag að súpa seiðið af því sem áður hefur verið gert. Það var vart umflúið því að fólk vissi líkast til ekki betur þegar það til dæmis keyrði um á þjóðhátíð á amerískum bensínhákum og drakk, ef til vill í fyrsta skipti, drykki úr einnota umbúðum. Núna viti þau betur, þau viti hver áhrif þeirra eru og að þau þurfi á öllu lífi að halda fyrir framgang jarðarinnar allrar. Tröll og fólk eru náttúra, þau eru ekki aðskilin heldur verða til og mótast saman í órjúfanlegum tengslum. Sumir hafa lýst þessu nána sambandi jarðarinnar og lífs á henni sem jarðsamböndum. Það er mikilvægt að við eigum orð yfir þessi sambönd þannig að við getum talað um þau og skilið. Það er líka fallegt og viðeignadi að endurnýta gömul orð til að fást við nútímann og skapa framtíðina. Tufti og Bríet eru á því að það sé mikilvægt að við öll hugum að því að rækta jarðsamböndin okkar. Öll þurfum við að hafa pláss og það er pláss fyrir alla, en um það þurfi að semja hverju sinni. Um friðlandið í Vatnsfirði sé aftur á móti löngu búið að semja og mikilvægt að við þá saminga sé staðið og framtíð þess byggð á þeim farsæla samningi sem undirritaður var fyrir hart nær 50 árum síðan þannig að öll fái notið þessa einstaka staðar til framtíðar. Höfundur er höfundur bókarinnar Barðastrandarhreppur - göngubók
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun