Næga atvinnu að hafa á Vopnafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. júlí 2024 14:30 Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, sem er ánægður hvað allt gengur ljómandi vel í sveitarfélaginu og mikill kraftur á öllum sviðum. Aðsend Allir sem að vettlingi geta valdið og vantar vinnu geta fengið vinnu á Vopnafirði enda nóg að gera þar og atvinnulífið blómstrar, sem aldrei fyrr. Það er engin lognmolla í Vopnafjarðarhreppi því þar blómstrar menningin, ferðaþjónustuna og önnur starfsemi, auk atvinnulífsins, sem hefur sjaldan eða aldrei verið eins öflugt og nú. Valdimar O. Hermannsson er sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps. „Menn eru svona að setja sig í stellingar um allskonar framkvæmdir og við leggjum mikið upp úr því að hafa bæinn snyrtilegan yfir sumartímann til þess að taka vel á móti gestum,” segir Valdimar og bætir við. „Það er margt í gangi og nýlega farin af stað vertíð í makrílnum og þetta er náttúrulega mikið sjávarútvegstengd en líka laxveiðitengd og það er mikil uppbygging í kringum laxveiðiárnar eins og þekkt er.” Hvernig er atvinnuástandið? „Það er bara mjög gott, það geta allir fengið vinnu, sem vilja og kannski eina, sem hefur háð okkur í því er að við þurfum að drífa okkur í íbúðauppbyggingu af því að það hefur háð ákveðinni atvinnubyggingu, sérstaklega á vertíðartímanum, þá vantar húsnæði og hefur ekki verið mikið byggt af nýju,” segir Valdimar. Næga atvinnu er að hafa á staðnum.Aðsend Í dag eru íbúar Vopnafjarðarhrepps um 650 en töluverð fjölgun íbúa hefur átt sér stað á síðustu árum. Brim er stærsta útgerðarfyrirtæki á staðnum og svo er mjög öflug heilbrigðisstarfsemi á staðnum, bæði heilsugæsla og hjúkrunar- og dvalarheimilið Sundabúð svo eitthvað sé nefnt. „Síðan eru vaxandi umsvif í kringum laxveiðiárnar og mikil uppbygging í kringum það. Það eru mikið af verktökum, sem koma að því, ekki bara laxveiðimennirnir sjálfir heldur verktar, sem eru að endurbyggja og byggja ný veiðihús og allt þetta,” segir Valdimar, sveitarstjóri Vopafjarðarhrepps. Í dag eru íbúar sveitarfélagsins um 650 talsins og fer smátt og smátt fjölgandi.Aðsend Vopnafjörður Vinnumarkaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Það er engin lognmolla í Vopnafjarðarhreppi því þar blómstrar menningin, ferðaþjónustuna og önnur starfsemi, auk atvinnulífsins, sem hefur sjaldan eða aldrei verið eins öflugt og nú. Valdimar O. Hermannsson er sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps. „Menn eru svona að setja sig í stellingar um allskonar framkvæmdir og við leggjum mikið upp úr því að hafa bæinn snyrtilegan yfir sumartímann til þess að taka vel á móti gestum,” segir Valdimar og bætir við. „Það er margt í gangi og nýlega farin af stað vertíð í makrílnum og þetta er náttúrulega mikið sjávarútvegstengd en líka laxveiðitengd og það er mikil uppbygging í kringum laxveiðiárnar eins og þekkt er.” Hvernig er atvinnuástandið? „Það er bara mjög gott, það geta allir fengið vinnu, sem vilja og kannski eina, sem hefur háð okkur í því er að við þurfum að drífa okkur í íbúðauppbyggingu af því að það hefur háð ákveðinni atvinnubyggingu, sérstaklega á vertíðartímanum, þá vantar húsnæði og hefur ekki verið mikið byggt af nýju,” segir Valdimar. Næga atvinnu er að hafa á staðnum.Aðsend Í dag eru íbúar Vopnafjarðarhrepps um 650 en töluverð fjölgun íbúa hefur átt sér stað á síðustu árum. Brim er stærsta útgerðarfyrirtæki á staðnum og svo er mjög öflug heilbrigðisstarfsemi á staðnum, bæði heilsugæsla og hjúkrunar- og dvalarheimilið Sundabúð svo eitthvað sé nefnt. „Síðan eru vaxandi umsvif í kringum laxveiðiárnar og mikil uppbygging í kringum það. Það eru mikið af verktökum, sem koma að því, ekki bara laxveiðimennirnir sjálfir heldur verktar, sem eru að endurbyggja og byggja ný veiðihús og allt þetta,” segir Valdimar, sveitarstjóri Vopafjarðarhrepps. Í dag eru íbúar sveitarfélagsins um 650 talsins og fer smátt og smátt fjölgandi.Aðsend
Vopnafjörður Vinnumarkaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira