„Við erum ekki eitthvað hyski“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. júlí 2024 21:02 Vilberg Guðmundsson, ellilífeyrisþegi og íbúi á Sævarhöfða, og Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, formaður Samtaka hjólabúa. Vísir/Stefán Íbúar í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða segja afstöðu borgarstjóra vera fordómafulla og kalla eftir því að þeim verði komið fyrir á viðunandi stað. Núverandi fyrirkomulag ógni lífi þeirra og heilsu Hópur fólks sem bjó áður í hjólhýsabyggð í laugardalnum hefur nú dvalið á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í rúmlega þrettán mánuði. Fyrirkomulagið átti að vera tímabundið en nú er með öllu óvíst hvert framhaldið verður. Borgarstjóri Reykjavíkur hyggst ekki ætla finna nýjan stað fyrir hjólhýsabyggðina og segir það ekki eiga heima í borginni. Íbúar á svæðinu segja afstöðu borgarstjóra fordómafulla. KLIPPPA „Við erum ekki eitthvað hyski. Við erum venjulegt fólk sem vill bara fá að ráða því hvernig við högum okkar búsetu. Það er stjórnarskrárvarinn réttur okkar að velja okkar búsetuform. Vill hann frekar að við förum á götuna og búum í pappakössum?“ Segir Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík og formaður Samtaka hjólabúa. Ógnar öryggi íbúa Geirdís og Vilberg Guðmundsson, íbúi á Sævarhöfða, segja núverandi fyrirkomulag ógna öryggi íbúa. Það hafi verið bagalegt að búa á svæðinu yfir veturinn sem hafi verið kalt og í verstu hviðunum hafi íbúar verið hræddir um að heimili þeirra myndu fjúka á hliðina. „Við erum mjög berskjölduð hérna. Það hefur verið stolið frá íbúum hérna og brotist inn í geymsluhólf og þetta er bara rosalegt,“ sagði Geirdís. „Hér er alls konar hávaði og læti. Krakkar eru hérna mikið á ferðinni og reyna að brjótast inn um hurðir og taka í húnanna á bílunum og svona,“ sagði Vilberg. Vill ekki búa í steinsteyptum kassa Geirdís bendir á að ýmsir íbúar kjósi að búa þar af öðrum ástæðum en efnahagslegum og segist hún sjálf ekki vera tilbúin að borga himinháar upphæðir til að búa í steinsteyptum kassa. Fjöldi fólks hafi lýst yfir áhuga að setjast að við Sævarhöfða en færri komist að en vilja. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði að fólk í þessar stöðu gæti komið sér fyrir á tjaldsvæðum fyrir utan borgarlandið. „Ég er að sinna fullt af verkefnum í höfuðborginni. Ég er líka með mitt heimilisfang, ótilgreint, skráð í höfuborginni. Ég er að greiða mitt útsvar til Reykjavíkurborgar. Þannig af hverju ætti ég að fara út fyrir borgarmörkin bara til þess að friða það að einhverjir eru haldnir fordómum gagnvart því hvernig ég bý,“ sagði Geirdís. „Er þetta bannað eða?“ „Maður hefur tekið eftir því í gegnum tíðina að þegar að pólitíkusar vilja koma einhverju í gegn þá segja þeir að þetta sé svona í löndunum í kringum okkur. Ég sagði við einn pólitíkus frá borginni: Hey, núna ætla ég að segja þetta, þetta er í löndunum í kringum okkur. Af hverju má þetta ekki vera hér? Af hverju máttu ekki velja þitt búsetuform. Ég vann í 50 ár, fulla vinnu, 60 ár. Ég hef aldrei verið með svona mikið inn á bankareikningnum eins og núna, ég á fullt af peningum. Er þetta bannað eða?“ Sagði Vilberg. Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira
Hópur fólks sem bjó áður í hjólhýsabyggð í laugardalnum hefur nú dvalið á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í rúmlega þrettán mánuði. Fyrirkomulagið átti að vera tímabundið en nú er með öllu óvíst hvert framhaldið verður. Borgarstjóri Reykjavíkur hyggst ekki ætla finna nýjan stað fyrir hjólhýsabyggðina og segir það ekki eiga heima í borginni. Íbúar á svæðinu segja afstöðu borgarstjóra fordómafulla. KLIPPPA „Við erum ekki eitthvað hyski. Við erum venjulegt fólk sem vill bara fá að ráða því hvernig við högum okkar búsetu. Það er stjórnarskrárvarinn réttur okkar að velja okkar búsetuform. Vill hann frekar að við förum á götuna og búum í pappakössum?“ Segir Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík og formaður Samtaka hjólabúa. Ógnar öryggi íbúa Geirdís og Vilberg Guðmundsson, íbúi á Sævarhöfða, segja núverandi fyrirkomulag ógna öryggi íbúa. Það hafi verið bagalegt að búa á svæðinu yfir veturinn sem hafi verið kalt og í verstu hviðunum hafi íbúar verið hræddir um að heimili þeirra myndu fjúka á hliðina. „Við erum mjög berskjölduð hérna. Það hefur verið stolið frá íbúum hérna og brotist inn í geymsluhólf og þetta er bara rosalegt,“ sagði Geirdís. „Hér er alls konar hávaði og læti. Krakkar eru hérna mikið á ferðinni og reyna að brjótast inn um hurðir og taka í húnanna á bílunum og svona,“ sagði Vilberg. Vill ekki búa í steinsteyptum kassa Geirdís bendir á að ýmsir íbúar kjósi að búa þar af öðrum ástæðum en efnahagslegum og segist hún sjálf ekki vera tilbúin að borga himinháar upphæðir til að búa í steinsteyptum kassa. Fjöldi fólks hafi lýst yfir áhuga að setjast að við Sævarhöfða en færri komist að en vilja. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði að fólk í þessar stöðu gæti komið sér fyrir á tjaldsvæðum fyrir utan borgarlandið. „Ég er að sinna fullt af verkefnum í höfuðborginni. Ég er líka með mitt heimilisfang, ótilgreint, skráð í höfuborginni. Ég er að greiða mitt útsvar til Reykjavíkurborgar. Þannig af hverju ætti ég að fara út fyrir borgarmörkin bara til þess að friða það að einhverjir eru haldnir fordómum gagnvart því hvernig ég bý,“ sagði Geirdís. „Er þetta bannað eða?“ „Maður hefur tekið eftir því í gegnum tíðina að þegar að pólitíkusar vilja koma einhverju í gegn þá segja þeir að þetta sé svona í löndunum í kringum okkur. Ég sagði við einn pólitíkus frá borginni: Hey, núna ætla ég að segja þetta, þetta er í löndunum í kringum okkur. Af hverju má þetta ekki vera hér? Af hverju máttu ekki velja þitt búsetuform. Ég vann í 50 ár, fulla vinnu, 60 ár. Ég hef aldrei verið með svona mikið inn á bankareikningnum eins og núna, ég á fullt af peningum. Er þetta bannað eða?“ Sagði Vilberg.
Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira