Veður

Dá­lítil rigning norðan­lands en bjart sunnan­lands

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Það ætti að viðra vel til golfleiks í dag.
Það ætti að viðra vel til golfleiks í dag. vísir/vilhelm

Búist er súld eða dálítilli rigningu norðanlandsí dag en á sunnanverðu landinu verður bjart með köflum og nokkuð milt, hiti víða á bilinu 12 til 17 stig, en þó eru líkur á stöku síðdegisskúrum.

Þetta er veðurspá dagsins samkvæmt Veðurstofunni

„Svipað veður í fyrramálið en þegar líður á morgundaginn nálgast lægð úr suðaustri með vaxandi vestan- og norðvestanátt og það bætir í úrkomu á Norður- og Austurlandi, 8-15 m/s um kvöldið og samfelld rigning á þeim slóðum og gæti orðið talsverð rigning sums staðar vestan Tröllaskaga og á annesjum nyrðra,“ segir í textaspá dagins.

Á mánudag snúist vindur svo smám saman til suðvestlægrar áttar og það dragi úr vætu fyrir norðan.  „Dálitlar skúrir á vestanverðu landinu síðdegis en léttir þá til á Norðaustur- og Austurlandi.“

Úrkomuspá í dag.
Hitaspáin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×