Innlent

Hinn tannbrotni er ís­lenskur

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Árásarmennirnir þrír eru vistaðir í fangageymslu og verða yfirheyrðir seinni partinn.
Árásarmennirnir þrír eru vistaðir í fangageymslu og verða yfirheyrðir seinni partinn. Vísir/Vilhelm

Maðurinn sem þrír erlendir ferðamenn gengu í skrokkinn á í miðborg Reykjavíkur í nótt er íslenskur og er að sögn lögreglu tannbrotinn og nokkuð slasaður.

Í fórum mannanna fundust einnig fíkniefni, sem lögregla ætlar að sé kókaín, og voru efnin haldlögð.

Lögreglan staðfestir í samtali við fréttastofu að mennirnir séu í fangaklefa þar sem látið verður renna af þeim til að þeir verði yfirheyrsluhæfir seinni part dags.

Hinn slasaði er ekki í alvarlegu ástandi en verður að glíma við eymsl í andliti næstu vikurnar.

Áður hafði verið greint frá því að þrír erlendir ferðamenn hefðu verið handteknir í gær vegna gruns um meiriháttar líkamsárás í miðborg Reykjavíkur. Í tilkynningu frá lögreglu frá í morgun segir að maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi hlotið tannbrot eftir hnefahögg í andlitið.

„Þá fundust fíkniefni, ætlað kókaín, á tveimur hinna handteknu og voru efnin haldlögð. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu og árásarþola var leiðbeint um aðhlynningu og næstu skref málsins,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×