McIlroy segist ekki hafa ráðið við vindinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2024 12:30 Rory McIlroy þungt hugsi. getty/Zac Goodwin Bið Rorys McIlroy eftir sigri á risamóti lengist enn en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska meistaramótinu sem nú stendur yfir. Norður-Írinn segir að vindurinn í Skotlandi hafi sett stórt strik í reikning hans. McIlroy lék illa á fyrsta keppnisdegi Opna breska og tapaði svo sex höggum á fyrstu sex holunum á öðrum keppnisdeginum. Eftir það var róðurinn þungur og svo fór að þeim norðurírska mistókst komast í gegnum niðurskurðinn. McIlroy sagði að erfiðar aðstæður á hinum konunglega Troon-velli hafi átt sinn þátt í að hann komst ekki áfram. „Ég réði ekki við vindinn undanfarna tvo daga. Ég brást ekki nógu vel við hliðarvindinum á seinni níu holunum í gær [í fyrradag] og síðan í dag komu kviður sem gerðu mér erfitt fyrir í nokkrum höggum,“ sagði McIlroy eftir að hann féll úr leik í gær. „Ég átti augljóslega verstu mögulegu byrjun í dag [í gær], að tapa sex höggum á fyrstu sex holunum. Þá var ég farinn að hugsa um hvert ég ætti að fara í frí í næstu viku. En ég spilaði síðustu tólf holurnar nokkuð vel og tapaði ekki höggi. Ég spilaði betur eftir að vindinn lægði, eða hann varð allavega viðráðanlegri. En ef þú hefur ekki spilað í svona vindi í nokkurn tíma er stundum erfitt að aðlagast.“ Sýnt er beint á frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hófst klukkan 09:00. Golf Opna breska Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
McIlroy lék illa á fyrsta keppnisdegi Opna breska og tapaði svo sex höggum á fyrstu sex holunum á öðrum keppnisdeginum. Eftir það var róðurinn þungur og svo fór að þeim norðurírska mistókst komast í gegnum niðurskurðinn. McIlroy sagði að erfiðar aðstæður á hinum konunglega Troon-velli hafi átt sinn þátt í að hann komst ekki áfram. „Ég réði ekki við vindinn undanfarna tvo daga. Ég brást ekki nógu vel við hliðarvindinum á seinni níu holunum í gær [í fyrradag] og síðan í dag komu kviður sem gerðu mér erfitt fyrir í nokkrum höggum,“ sagði McIlroy eftir að hann féll úr leik í gær. „Ég átti augljóslega verstu mögulegu byrjun í dag [í gær], að tapa sex höggum á fyrstu sex holunum. Þá var ég farinn að hugsa um hvert ég ætti að fara í frí í næstu viku. En ég spilaði síðustu tólf holurnar nokkuð vel og tapaði ekki höggi. Ég spilaði betur eftir að vindinn lægði, eða hann varð allavega viðráðanlegri. En ef þú hefur ekki spilað í svona vindi í nokkurn tíma er stundum erfitt að aðlagast.“ Sýnt er beint á frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hófst klukkan 09:00.
Golf Opna breska Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira