Innlent

Hakkarar komnir á kreik, hjóla­búar í sárum og Lunga í síðasta skipti

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um eitt mesta tækniáfall síðari ára, sem heldur áfram að valda usla víða um heim. Hakkarar herja nú á þá sem lent hafa í vanda vegna tæknibilunarinnar, og ráðherra er á varðbergi.

Við segjum frá bjartsýni bandarískra ráðamanna um vopnahlé á Gasa, og stöðugleika og frið á svæðinu.

Oddviti í borgarstjórn er allt annað en sáttur með ummæli borgarstjóra um fólk sem býr í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða, og segir fólkið hafa fengið fyrirheit sem nú séu orðin að engu. 

Við tökum einnig stöðuna á Lunga, listahátíðinni sem nú er haldin á Seyðisfirði í síðasta skipti. Það er alltaf líf og fjör þegar Magnús Hlynur er annars vegar, en hann er á hátíðinni Líf og fjör á Þórshöfn og Langanesi, þar sem fjölbreytta dagskrá verður að finna alla helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×