KFC á Íslandi segir meinta ljósmynd viðskiptavinar „falska“ Eiður Þór Árnason skrifar 20. júlí 2024 18:11 KFC rekur átta veitingastaði á Íslandi. vísir/vilhelm Ljósmynd sem gefið var í skyn að væri af hráum kjúklingi keyptum á veitingastað KFC í Reykjanesbæ er „fölsk“, að sögn forsvarsmanna KFC á Íslandi. Svo virðist sem ljósmyndin hafi verið tekin erlendis fyrir minnst átta árum síðan. Umrædd ljósmynd var birt á hinum vinsæla Facebook-hóp Matartips og vakti þar nokkra athygli. Með myndinni fylgdi færsla þar sem notandi skrifaði um meinta upplifun sína af veitingakeðjunni og að hafa fengið hráan kjúklingabita þar fyrir tveimur árum. Færslan var skrifuð á ensku og síðar eytt úr Facebook-hópnum en þá hafði DV gert hana að umfjöllunarefni sínu. Noti ekki lengur sömu box undir kjúklinginn KFC svarar fyrir myndina í samhljóða færslum á Facebook-síðu sinni og Matartips. Telur hópurinn yfir 55 þúsund meðlimi sem ræða flestallt sem viðkemur mat. „Á Matartips segist prófíll undir nafninu Ryan Fendi hafa keypt hráan kjúkling í Keflavík og birtir hann þessa mynd með. KFC afgreiðir ekki lengur veitingar í sambærilegum boxum og sést á myndinni. Þá má með einfaldri leit finna myndina og sjá að hún birtist fyrst á samfélagsmiðlinum Imgur í maí 2016.“ Þá hvetja forsvarsmenn KFC á Íslandi viðskiptavini til að láta starfsmenn vita ef máltíð þeirra eða veitt þjónusta stendur ekki undir væntingum. Skjáskot af frétt DV sem hefur síðan verið fjarlægð af vefnum.Skjáskot Umrædd ljósmynd var endurbirt í frétt DV um færsluna á Matartips sem síðar var fjarlægð af vef miðilsins. Virðist myndin vera sú sama og fulltrúar KFC benda á að hafi verið sett inn á netið árið 2016. Facebook-færsla KFC. Hún hefur síðan verið fjarlægð.Skjáskot Fréttin hefur verið uppfærð með skjáskoti af færslu KFC eftir að færsla fyrirtækisins var fjarlægð af Facebook-síðu þess. Veitingastaðir Neytendur Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Umrædd ljósmynd var birt á hinum vinsæla Facebook-hóp Matartips og vakti þar nokkra athygli. Með myndinni fylgdi færsla þar sem notandi skrifaði um meinta upplifun sína af veitingakeðjunni og að hafa fengið hráan kjúklingabita þar fyrir tveimur árum. Færslan var skrifuð á ensku og síðar eytt úr Facebook-hópnum en þá hafði DV gert hana að umfjöllunarefni sínu. Noti ekki lengur sömu box undir kjúklinginn KFC svarar fyrir myndina í samhljóða færslum á Facebook-síðu sinni og Matartips. Telur hópurinn yfir 55 þúsund meðlimi sem ræða flestallt sem viðkemur mat. „Á Matartips segist prófíll undir nafninu Ryan Fendi hafa keypt hráan kjúkling í Keflavík og birtir hann þessa mynd með. KFC afgreiðir ekki lengur veitingar í sambærilegum boxum og sést á myndinni. Þá má með einfaldri leit finna myndina og sjá að hún birtist fyrst á samfélagsmiðlinum Imgur í maí 2016.“ Þá hvetja forsvarsmenn KFC á Íslandi viðskiptavini til að láta starfsmenn vita ef máltíð þeirra eða veitt þjónusta stendur ekki undir væntingum. Skjáskot af frétt DV sem hefur síðan verið fjarlægð af vefnum.Skjáskot Umrædd ljósmynd var endurbirt í frétt DV um færsluna á Matartips sem síðar var fjarlægð af vef miðilsins. Virðist myndin vera sú sama og fulltrúar KFC benda á að hafi verið sett inn á netið árið 2016. Facebook-færsla KFC. Hún hefur síðan verið fjarlægð.Skjáskot Fréttin hefur verið uppfærð með skjáskoti af færslu KFC eftir að færsla fyrirtækisins var fjarlægð af Facebook-síðu þess.
Veitingastaðir Neytendur Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira