Land rís enn með aukinni skjálftavirkni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júlí 2024 09:17 Búist er við gosi á næstu vikum. vísir/vilhelm Land rís enn á Reykjanesskaga og aukin skjálftavirkni hefur mælst undanfarna viku. Þetta staðfestir Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Greint var frá kenningu Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings, um möguleg goslok í Sundhnúksgígaröðinni, í gær. Þá kenningu byggði Haraldur á línuriti sem byggir á GPS hnitum, þar sem það virðist hægja á landrisi þann 12. júlí. Þessa skýringarmynd birti Haraldur með pistli sínum og vakti sérstaka athygli á því hvernig línan hægri megin virðist hafa hætt að stefna upp á við þann 12. júlí.vulkan.blog.is Meiri virkni Jóhanna Malen hafnar hins vegar þessari kenningu. „Hann byggði þetta á GPS punktum þar sem nokkrir punktar virðast línulegri en verið hefur. Staðan er samt sem áður sú að það er enn landris, þó að það gæti verið að hægja á því. Sem þýðir að það er enn kvika að safnast fyrir,“ segi Jóhanna Malen Þá sé einnig örlítil aukning í skjálftavirkni. Síðustu 24 klukkustundir hafa um fjórtán skjálftar riðið yfir á Reykjanesskaganum. Vikuna undan voru þeir um það bil fimm á dag. „Það er svipað og verið hefur í undanförnum atburðum. Eldgos hættir smám saman og síðan byggist upp aukið landris og skjálftavirkni, viku frá viku, þangað til við fáum næsta atburð.“ Það sé því að byggjast upp spenna á svæðinu. „Með meiri spennu verður erfiðara fyrir kvikuna að lyfta landinu, þannig að það getur hægst á landrisi. Eftir því sem kvikuhólfið verður stærra, því dreifðara verður landrisið. Þar af leiðandi er breytingin minni á hverri GPS stöð fyrir sig. Það getur litið út eins og landris sé að minnka en í raun og veru er það jafnt,“ segir Jóhanna Malen ennfremur. Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætluðu í síðustu viku að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá bendi greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Eldgos líklegt á allra næstu vikum og jafnvel innan bæjarins Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá benda greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. 16. júlí 2024 15:38 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Sjá meira
Þetta staðfestir Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Greint var frá kenningu Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings, um möguleg goslok í Sundhnúksgígaröðinni, í gær. Þá kenningu byggði Haraldur á línuriti sem byggir á GPS hnitum, þar sem það virðist hægja á landrisi þann 12. júlí. Þessa skýringarmynd birti Haraldur með pistli sínum og vakti sérstaka athygli á því hvernig línan hægri megin virðist hafa hætt að stefna upp á við þann 12. júlí.vulkan.blog.is Meiri virkni Jóhanna Malen hafnar hins vegar þessari kenningu. „Hann byggði þetta á GPS punktum þar sem nokkrir punktar virðast línulegri en verið hefur. Staðan er samt sem áður sú að það er enn landris, þó að það gæti verið að hægja á því. Sem þýðir að það er enn kvika að safnast fyrir,“ segi Jóhanna Malen Þá sé einnig örlítil aukning í skjálftavirkni. Síðustu 24 klukkustundir hafa um fjórtán skjálftar riðið yfir á Reykjanesskaganum. Vikuna undan voru þeir um það bil fimm á dag. „Það er svipað og verið hefur í undanförnum atburðum. Eldgos hættir smám saman og síðan byggist upp aukið landris og skjálftavirkni, viku frá viku, þangað til við fáum næsta atburð.“ Það sé því að byggjast upp spenna á svæðinu. „Með meiri spennu verður erfiðara fyrir kvikuna að lyfta landinu, þannig að það getur hægst á landrisi. Eftir því sem kvikuhólfið verður stærra, því dreifðara verður landrisið. Þar af leiðandi er breytingin minni á hverri GPS stöð fyrir sig. Það getur litið út eins og landris sé að minnka en í raun og veru er það jafnt,“ segir Jóhanna Malen ennfremur. Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætluðu í síðustu viku að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá bendi greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Eldgos líklegt á allra næstu vikum og jafnvel innan bæjarins Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá benda greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. 16. júlí 2024 15:38 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Sjá meira
Eldgos líklegt á allra næstu vikum og jafnvel innan bæjarins Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá benda greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. 16. júlí 2024 15:38