Norrköping hafði tapað sjö af síðustu átta leikjum þegar að viðureign dagsins kom.
Arnór Ingvi var að venju í byrjunarliði Norrköping og sömu sögu var að segja af Ísaki Andra Sigurgeirssyni.
Á 27. mínútu tók Arnór Ingvi hornspyrnu og sendi boltann á kollinn á Christoffer Nyman sem skoraði.
27' MÅÅÅÅÅL! Kaptenen sätter skallen till på Arnór Traustasons hörna och vi är i ledning.
— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) July 21, 2024
IFK-HBK | 1-0 ⚪️🔵#ifknorrköping
Þetta reyndist eina mark leiksins og það dugði Norrköping til sigurs. Liðið er í fimmtánda og næstneðsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig.
Gísli Eyjólfsson lék allan leikinn fyrir Halmstad en Birnir Snær Ingason kom inn á sem varamaður þegar tæpur hálftími var eftir.
Þetta var fimmta tap Halmstad í síðustu sex leikjum. Liðið er í 12. sæti með átján stig.