Burstaði hlaupið en tapaði samt: Algjört klúður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2024 11:00 Jake Odey-Jordan stakk alla af í hlaupinu en hætti að hlaupa og missti þrjá fram úr sér. Getty/Jurij Kodrun Breski spretthlauparinn Jake Odey-Jordan var yfirburðamaður í sínum riðli í 200 metra hlaupi á EM unglinga í Slóvakíu um helgina en endaði samt bara í fjórða sæti í hlaupinu og datt úr leik. Ástæðan var algjört klúður hjá Odey-Jordan sem lét töffaraskapinn eyðileggja mótið fyrir sér. Þessi sextán ára strákur var að keppa á EM átján ára og yngri og þótti líklegur til afreka enda mikið efni. Odey-Jordan stakk líka alla af í riðlinum í undanrásum 200 metra hlaupsins og var langt á undan öllum keppinautum sínum þegar hann nálgaðist markið. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Í stað þess að klára hlaupið og tryggja sér öruggan sigur þá hægði hann hins vegar ferðina og lullaði hreinlega í mark eins og sigurinn væri í hendi. Hann áttaði sig ekki á því að það var enn þá talsvert í marklínuna og hinir hlaupararnir voru á fullri ferð. Það fór svo þannig að það hlupu þrír fram hjá honum áður en Odey-Jordan komst yfir línuna. Þetta voru Svíinn Bram Persson, Daninn Samuel Kærhög og Svisslendingurinn Mathieu Garbioud. Þeir komust allir áfram í undanúrslitin en Odey-Jordan var úr leik. „Þetta er allt í lagi. Þetta var auðvitað mér að kenna og ég get ekki verið svekktur út í neinn annan en mig sjálfan. Mér leið vel í þessu hlaupi, þetta var kannski ekki það hraðasta en mér leið vel. Ég hefði eflaust getað hlaupið undir 21 sekúndum. Það er allt í góðu samt,“ sagði Jake Odey-Jordan sem væntanlega lærir af þessari biturri reynslu. Það má sjá hlaupið hér fyrir neðan. A valuable lesson learned in #BanskaBystrica2024! ⚠ Don't ease back *that* early...! 😬 pic.twitter.com/eOlcLFtA3S— European Athletics (@EuroAthletics) July 19, 2024 Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Ástæðan var algjört klúður hjá Odey-Jordan sem lét töffaraskapinn eyðileggja mótið fyrir sér. Þessi sextán ára strákur var að keppa á EM átján ára og yngri og þótti líklegur til afreka enda mikið efni. Odey-Jordan stakk líka alla af í riðlinum í undanrásum 200 metra hlaupsins og var langt á undan öllum keppinautum sínum þegar hann nálgaðist markið. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Í stað þess að klára hlaupið og tryggja sér öruggan sigur þá hægði hann hins vegar ferðina og lullaði hreinlega í mark eins og sigurinn væri í hendi. Hann áttaði sig ekki á því að það var enn þá talsvert í marklínuna og hinir hlaupararnir voru á fullri ferð. Það fór svo þannig að það hlupu þrír fram hjá honum áður en Odey-Jordan komst yfir línuna. Þetta voru Svíinn Bram Persson, Daninn Samuel Kærhög og Svisslendingurinn Mathieu Garbioud. Þeir komust allir áfram í undanúrslitin en Odey-Jordan var úr leik. „Þetta er allt í lagi. Þetta var auðvitað mér að kenna og ég get ekki verið svekktur út í neinn annan en mig sjálfan. Mér leið vel í þessu hlaupi, þetta var kannski ekki það hraðasta en mér leið vel. Ég hefði eflaust getað hlaupið undir 21 sekúndum. Það er allt í góðu samt,“ sagði Jake Odey-Jordan sem væntanlega lærir af þessari biturri reynslu. Það má sjá hlaupið hér fyrir neðan. A valuable lesson learned in #BanskaBystrica2024! ⚠ Don't ease back *that* early...! 😬 pic.twitter.com/eOlcLFtA3S— European Athletics (@EuroAthletics) July 19, 2024
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira