Í sambandi við Suðurnesin Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar 22. júlí 2024 12:00 Framkvæmdir eru hafnar á ný við Suðurnesjalínu 2, framkvæmdir sem munu skila íbúum á svæðinu meira orkuöryggi, betri lífsgæðum og um leið færa okkur skrefi nær orkuskiptunum, en Suðurnesjalína 2 er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu sem gegnir þar lykilhlutverki. Þetta eru tímamót í orkusögunni og við hlökkum til að skrifa þennan kafla sem hefur átt sér langa forsögu, sögu sem nær aftur til ársins 2005. Eins og í góðum sögum hefur gengið á ýmsu en við skulum fara örstutt aftur í tímann þegar Suðurnesjalína var hluti af verkefni sem hét Suðvesturlínur og var verkefni í flutningskerfinu sem náði frá Hellisheiði að Geithálsi, í Hafnarfjörð og út á Reykjanes. Undirbúningur tók tíma og í september 2009 féllst Skipulagsstofnun á mat okkar hjá Landsneti á umhverfisáhrifum með skilyrðum. Verkefnið Suðvesturlínur varð ekki að veruleika og á fyrri hluta árs 2011 hófst undirbúningur á Suðurnesjalínu 2, en brýn nauðsyn var að ráðast í þá framkvæmd til að bæta afhendingaröryggi á Suðurnesjum og auka flutningsgetu milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Næstu ár var línan í umræðunni á sama tíma og bara ein lína flutti rafmagn til og frá svæðinu með óásættanlegu afhendingaröryggi og með Reykjanesið undir í jarðskjálftum og eldgosum. Framkvæmdaleyfi komu og fóru, mikil umræða var um línuleiðina, jarðstrengi og loftlínur, landeigendur á hluta línuleiðarinnar voru ósáttir, ákvörðun var tekin um eignarnám og um tíma var línan fyrir dómstólum þar sem eignarnámið var á endanum fellt úr gildi og okkur gert að skoða betur möguleika á að leggja jarðstreng á hluta línuleiðarinnar. Í kjölfar dóma Hæstaréttar fór fram umfangsmikið mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og fleiri kostir metnir. Var þá lagður fram valkostur sem Skipulagsstofnun samþykkti í apríl 2022 og sveitarfélögin á línuleiðinni gáfu framkvæmdaleyfi fyrir og er línan á aðalskipulagi allra sveitarfélaganna og á svæðisskipulagi. Nú hefur verið samið við um 96% af landeigendum en ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála hefur heimilað eignarnám á þeim jörðum þar sem ekki hafa náðst samningar við alla landeigendur. Þetta er auðvitað örsaga sem hér er sögð og stiklað á stóru en í dag horfum við til framtíðar sem er ljós. Við erum nú þegar byrjuð á slóðagerð og í kjölfarið verður borað fyrir stagfestum og undirstöður settar niður. Öllum helstu innkaupum og útboðum er lokið og möstur, leiðarar og annað efni komið í framleiðslu. Stefnt er að því að línan verði tekin í rekstur haustið 2025. Okkur hjá Landsneti langar til að þakka öllum sem hafa komið að línunni undanfarin ár, sveitarstjórnarfólki sem við höfum átt í samskiptum við, stjórnvöldum, landeigendum, hagsmunaaðilum og verkefnaráði, fyrir samtalið sem skiptir okkur miklu máli. Samtal sem mun halda áfram á meðan á framkvæmd stendur og við stingum Suðurnesjalínu 2 í samband. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar á ný við Suðurnesjalínu 2, framkvæmdir sem munu skila íbúum á svæðinu meira orkuöryggi, betri lífsgæðum og um leið færa okkur skrefi nær orkuskiptunum, en Suðurnesjalína 2 er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu sem gegnir þar lykilhlutverki. Þetta eru tímamót í orkusögunni og við hlökkum til að skrifa þennan kafla sem hefur átt sér langa forsögu, sögu sem nær aftur til ársins 2005. Eins og í góðum sögum hefur gengið á ýmsu en við skulum fara örstutt aftur í tímann þegar Suðurnesjalína var hluti af verkefni sem hét Suðvesturlínur og var verkefni í flutningskerfinu sem náði frá Hellisheiði að Geithálsi, í Hafnarfjörð og út á Reykjanes. Undirbúningur tók tíma og í september 2009 féllst Skipulagsstofnun á mat okkar hjá Landsneti á umhverfisáhrifum með skilyrðum. Verkefnið Suðvesturlínur varð ekki að veruleika og á fyrri hluta árs 2011 hófst undirbúningur á Suðurnesjalínu 2, en brýn nauðsyn var að ráðast í þá framkvæmd til að bæta afhendingaröryggi á Suðurnesjum og auka flutningsgetu milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Næstu ár var línan í umræðunni á sama tíma og bara ein lína flutti rafmagn til og frá svæðinu með óásættanlegu afhendingaröryggi og með Reykjanesið undir í jarðskjálftum og eldgosum. Framkvæmdaleyfi komu og fóru, mikil umræða var um línuleiðina, jarðstrengi og loftlínur, landeigendur á hluta línuleiðarinnar voru ósáttir, ákvörðun var tekin um eignarnám og um tíma var línan fyrir dómstólum þar sem eignarnámið var á endanum fellt úr gildi og okkur gert að skoða betur möguleika á að leggja jarðstreng á hluta línuleiðarinnar. Í kjölfar dóma Hæstaréttar fór fram umfangsmikið mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og fleiri kostir metnir. Var þá lagður fram valkostur sem Skipulagsstofnun samþykkti í apríl 2022 og sveitarfélögin á línuleiðinni gáfu framkvæmdaleyfi fyrir og er línan á aðalskipulagi allra sveitarfélaganna og á svæðisskipulagi. Nú hefur verið samið við um 96% af landeigendum en ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála hefur heimilað eignarnám á þeim jörðum þar sem ekki hafa náðst samningar við alla landeigendur. Þetta er auðvitað örsaga sem hér er sögð og stiklað á stóru en í dag horfum við til framtíðar sem er ljós. Við erum nú þegar byrjuð á slóðagerð og í kjölfarið verður borað fyrir stagfestum og undirstöður settar niður. Öllum helstu innkaupum og útboðum er lokið og möstur, leiðarar og annað efni komið í framleiðslu. Stefnt er að því að línan verði tekin í rekstur haustið 2025. Okkur hjá Landsneti langar til að þakka öllum sem hafa komið að línunni undanfarin ár, sveitarstjórnarfólki sem við höfum átt í samskiptum við, stjórnvöldum, landeigendum, hagsmunaaðilum og verkefnaráði, fyrir samtalið sem skiptir okkur miklu máli. Samtal sem mun halda áfram á meðan á framkvæmd stendur og við stingum Suðurnesjalínu 2 í samband. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun