Fínn hvítur salli gerir íbúum Laugarneshverfis lífið leitt Jakob Bjarnar skrifar 22. júlí 2024 16:23 Svavar, þarna reyndar að skoða veiðiflugur sem eru talsvert stærri en sallinn sem nú leggur undir sig hverfi Laugarness eins og sjá má á bílnum sem er við hliðina. Ekki dugir að skola steypurykið af með garðslöngu. Svavar Hávarðsson er íbúi í Laugarneshverfi og hann segir nánast allt hverfið undirlagt af steypuryki sem leggst yfir allt og á alla. „Þetta virðist allt á kafi, samkvæmt þessum þræði sem ég stofnaði,“ segir Svavar í samtali við blaðamann Vísis og vísar til þráðar sem hann stofnaði í hverfisgrúbbunni Laugarneshverfi á Facebook. „Og þetta virðist ná langt upp í hverfi. Ég held að það fjúki bara beint af hræinu af banka sem liggur þarna fyrir neðan okkur.“ Svavar segir að nú sé verið að brjóta húsið sem áður hýsti starfsemi Íslandsbanka niður og því fylgir óhemja af steypuryki. Fíngert rykið sest á allt og alla. Bílar íbúa eru þaktir af fíngerðum sallanum. „Ég veit ekki hvernig þetta er samsett, en þetta er fínn salli sem sest á hvað sem er. Í morgun þurfti að hafa töluvert fyrir því að sjá út um rúðuna á bílnum.“ Svavar lýsir því að ekki hafi dugað að skola sallann af með garðslöngu, þau fjölskyldan þurftu að fara með hann í hreinsun til að ná rykinu af. „Bankinn er ekki orðinn að neinu. Það er tveir turnar eftir og svo fýkur úr þessu. Leiðinlegt að vakna við þennan glaðning.“ Svavar segir að á Kirkjusandsreitnum hafi verið miklar framkvæmdir lengi, og þeir hafi verið fljótir að rífa niður bankann þegar þeir hófust handa við það. Svavar ásamt syni sínum Atla. Þeir vita svo sem ekkert hvað skal til bragðs taka, líklega fylgir þetta því að búa við hliðina á svæði þar sem niðurrif á sér stað. „Ég veit það ekki. Hvað getur maður gert? Þetta fylgir því að búa við hliðina á svona risareit í uppbyggingu. Ég hef ekki orðið fyrir neinu ónæði af þessu fyrr en núna en ég sé á þræðinum að þeir eru fjölmargir sem hafa haft að þessu ama.“ Svavar gerir ráð fyrir því að framkvæmdaaðilar hafi þurft leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og hann veltir því fyrir sér hvað sú stofnun segir um þetta. Hann hafði heyrt að það væri til að mynda aspest í þessu gamla húsi. En hvað sem því líður strókurinn af miðturninum sem enn stendur. „Þetta er ekki hollt neinu lakki, mér sýnist þetta geta skemmt út frá sér.“ Reykjavík Íslandsbanki Skipulag Tengdar fréttir Mygla og spilliefni hafi flækt framkvæmdirnar Fokdýrum framkvæmdum við niðurrif gamla frystihússins á Kirkjusandi fer senn að ljúka og stefnt á að hefja uppbyggingu yfir tvöhundruð íbúða á svæðinu í haust. Árum saman hefur húsið staðið tómt síðan rakaskemmdir komu í ljós. 26. júní 2024 22:30 Tvær vikur í að hægt verði að „klippa húsið niður“ Niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi er í fullum gangi. Umsjónarmaður verksins áætlar að eftir um það bil tvær vikur verði hægt að fara „klippa húsið niður.“ Það mun taka nokkra mánuði. 16. apríl 2024 16:51 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Sjá meira
„Þetta virðist allt á kafi, samkvæmt þessum þræði sem ég stofnaði,“ segir Svavar í samtali við blaðamann Vísis og vísar til þráðar sem hann stofnaði í hverfisgrúbbunni Laugarneshverfi á Facebook. „Og þetta virðist ná langt upp í hverfi. Ég held að það fjúki bara beint af hræinu af banka sem liggur þarna fyrir neðan okkur.“ Svavar segir að nú sé verið að brjóta húsið sem áður hýsti starfsemi Íslandsbanka niður og því fylgir óhemja af steypuryki. Fíngert rykið sest á allt og alla. Bílar íbúa eru þaktir af fíngerðum sallanum. „Ég veit ekki hvernig þetta er samsett, en þetta er fínn salli sem sest á hvað sem er. Í morgun þurfti að hafa töluvert fyrir því að sjá út um rúðuna á bílnum.“ Svavar lýsir því að ekki hafi dugað að skola sallann af með garðslöngu, þau fjölskyldan þurftu að fara með hann í hreinsun til að ná rykinu af. „Bankinn er ekki orðinn að neinu. Það er tveir turnar eftir og svo fýkur úr þessu. Leiðinlegt að vakna við þennan glaðning.“ Svavar segir að á Kirkjusandsreitnum hafi verið miklar framkvæmdir lengi, og þeir hafi verið fljótir að rífa niður bankann þegar þeir hófust handa við það. Svavar ásamt syni sínum Atla. Þeir vita svo sem ekkert hvað skal til bragðs taka, líklega fylgir þetta því að búa við hliðina á svæði þar sem niðurrif á sér stað. „Ég veit það ekki. Hvað getur maður gert? Þetta fylgir því að búa við hliðina á svona risareit í uppbyggingu. Ég hef ekki orðið fyrir neinu ónæði af þessu fyrr en núna en ég sé á þræðinum að þeir eru fjölmargir sem hafa haft að þessu ama.“ Svavar gerir ráð fyrir því að framkvæmdaaðilar hafi þurft leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og hann veltir því fyrir sér hvað sú stofnun segir um þetta. Hann hafði heyrt að það væri til að mynda aspest í þessu gamla húsi. En hvað sem því líður strókurinn af miðturninum sem enn stendur. „Þetta er ekki hollt neinu lakki, mér sýnist þetta geta skemmt út frá sér.“
Reykjavík Íslandsbanki Skipulag Tengdar fréttir Mygla og spilliefni hafi flækt framkvæmdirnar Fokdýrum framkvæmdum við niðurrif gamla frystihússins á Kirkjusandi fer senn að ljúka og stefnt á að hefja uppbyggingu yfir tvöhundruð íbúða á svæðinu í haust. Árum saman hefur húsið staðið tómt síðan rakaskemmdir komu í ljós. 26. júní 2024 22:30 Tvær vikur í að hægt verði að „klippa húsið niður“ Niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi er í fullum gangi. Umsjónarmaður verksins áætlar að eftir um það bil tvær vikur verði hægt að fara „klippa húsið niður.“ Það mun taka nokkra mánuði. 16. apríl 2024 16:51 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Sjá meira
Mygla og spilliefni hafi flækt framkvæmdirnar Fokdýrum framkvæmdum við niðurrif gamla frystihússins á Kirkjusandi fer senn að ljúka og stefnt á að hefja uppbyggingu yfir tvöhundruð íbúða á svæðinu í haust. Árum saman hefur húsið staðið tómt síðan rakaskemmdir komu í ljós. 26. júní 2024 22:30
Tvær vikur í að hægt verði að „klippa húsið niður“ Niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi er í fullum gangi. Umsjónarmaður verksins áætlar að eftir um það bil tvær vikur verði hægt að fara „klippa húsið niður.“ Það mun taka nokkra mánuði. 16. apríl 2024 16:51