Þróunin sé merki um að afleiðingar Covid séu betur að koma í ljós Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júlí 2024 20:01 Í tengslum við sóttvarnaraðgerðir var skólum lokað um tíma á tímum kórónuveirufaraldursins. Mynd úr safni. Vísir Nauðsynleg úrræði og bráðaþjónustu skortir fyrir börn sem sýna af sér áhættuhegðun og eiga við fíknivanda að mati framkvæmdastjóra Barnaheilla. Forystuleysi ríki í málaflokknum en samtökin merkja aukið ákall eftir hjálp, sem er í samræmi við fjölgun tilkynninga til barnaverndar. Þróunin kann að vera merki um að afleiðingar kórónuveirufaraldursins séu betur að koma í ljós. Á tímabilinu janúar til mars á þessu ári fjölgaði nær öllum tegundum tilkynninga til barnaverndar samanborið við sama tíma í fyrra og hittiðfyrra samkvæmt gögnum frá Barna- og fjölskyldustofu. Tilkynningum vegna áhættuhegðunar barna fjölgaði um 31,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi samanborið við árið á undan. Munar þar mestu um aukinn fjölda tilkynninga vegna neyslu barna á vímuefnum. Marktækt fleiri tilkynningar vegna áhættuhegðunar vörðuðu drengi, eða rúmlega sextíu prósent. Framkvæmdastjóri Barnaheilla segir þessa þróun því miður ekki koma á óvart. „Þessi áhættuhegðun sem er verið að tala um, þetta er aukinn sjálfskaði, þetta er fíkniefnavandi, þetta er ofbeldi og annað slíkt og við höfum merkt aukningu og aukið ákall frá börnum og foreldrum að fá aðstoð,“ segir Tótla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Skýra forystu skorti í málaflokknum Þróunin kunni að vera merki um að afleiðingar kórónuveirufaraldursins séu betur að koma í ljós. „Þegar börn lokast inn á heimilum þar sem er vanræksla og fíknihegðun og annað slíkt að þá kemur okkur ekki á óvart að þegar þau eru ekki í skóla eða skipulögðu íþróttastarfi eða annars staðar þar sem er yfirleitt verið að grípa þennan hóp. Þannig ég held að við séum bara rétt að byrja að sjá afleiðingar þess sem gerðist þarna,“ segir Tótla og tekur þannig í svipaðan streng og forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Tótla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla.Vísir/Arnar Hún segir brýnt að bæta úrræði fyrir börn sem á þurfa að halda, en sem dæmi þurfi að draga úr biðlistum í greiningar. Oft sé um að ræða samþættan vanda sem þurfi að tækla. Þá er vímuefnaneysla barna sérstakt áhyggjuefni að mati Tótlu. „Ég hvet stjórnvöld sérstaklega til að skoða fíknivandann. Eins og við sáum í skýrslu Ríkisendurskoðunar fyrr á árinu þar sem var sérstaklega verið að fjalla um ópíóðafíkn og almennan fíkniefnavanda, þá skortir úrræði. Það skortir bráðaþjónustu. Það er enginn að taka þennan málaflokk í sínar hendur, við þurfum skýra forystu og við þurfum úrlausnir fyrir þennan hóp,“ segir Tótla. „Það eru allt of fá úrræði. Börn þurfa samþættari þjónustu. Börn þurfa aðgerðir ekki orð. Við erum alltaf að tala um þessa snemmtæku íhlutun, við þurfum að grípa þennan hóp fyrir fullorðinsárin.“ Barnavernd Fíkn Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Forystuleysi ríki í málaflokknum en samtökin merkja aukið ákall eftir hjálp, sem er í samræmi við fjölgun tilkynninga til barnaverndar. Þróunin kann að vera merki um að afleiðingar kórónuveirufaraldursins séu betur að koma í ljós. Á tímabilinu janúar til mars á þessu ári fjölgaði nær öllum tegundum tilkynninga til barnaverndar samanborið við sama tíma í fyrra og hittiðfyrra samkvæmt gögnum frá Barna- og fjölskyldustofu. Tilkynningum vegna áhættuhegðunar barna fjölgaði um 31,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi samanborið við árið á undan. Munar þar mestu um aukinn fjölda tilkynninga vegna neyslu barna á vímuefnum. Marktækt fleiri tilkynningar vegna áhættuhegðunar vörðuðu drengi, eða rúmlega sextíu prósent. Framkvæmdastjóri Barnaheilla segir þessa þróun því miður ekki koma á óvart. „Þessi áhættuhegðun sem er verið að tala um, þetta er aukinn sjálfskaði, þetta er fíkniefnavandi, þetta er ofbeldi og annað slíkt og við höfum merkt aukningu og aukið ákall frá börnum og foreldrum að fá aðstoð,“ segir Tótla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Skýra forystu skorti í málaflokknum Þróunin kunni að vera merki um að afleiðingar kórónuveirufaraldursins séu betur að koma í ljós. „Þegar börn lokast inn á heimilum þar sem er vanræksla og fíknihegðun og annað slíkt að þá kemur okkur ekki á óvart að þegar þau eru ekki í skóla eða skipulögðu íþróttastarfi eða annars staðar þar sem er yfirleitt verið að grípa þennan hóp. Þannig ég held að við séum bara rétt að byrja að sjá afleiðingar þess sem gerðist þarna,“ segir Tótla og tekur þannig í svipaðan streng og forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Tótla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla.Vísir/Arnar Hún segir brýnt að bæta úrræði fyrir börn sem á þurfa að halda, en sem dæmi þurfi að draga úr biðlistum í greiningar. Oft sé um að ræða samþættan vanda sem þurfi að tækla. Þá er vímuefnaneysla barna sérstakt áhyggjuefni að mati Tótlu. „Ég hvet stjórnvöld sérstaklega til að skoða fíknivandann. Eins og við sáum í skýrslu Ríkisendurskoðunar fyrr á árinu þar sem var sérstaklega verið að fjalla um ópíóðafíkn og almennan fíkniefnavanda, þá skortir úrræði. Það skortir bráðaþjónustu. Það er enginn að taka þennan málaflokk í sínar hendur, við þurfum skýra forystu og við þurfum úrlausnir fyrir þennan hóp,“ segir Tótla. „Það eru allt of fá úrræði. Börn þurfa samþættari þjónustu. Börn þurfa aðgerðir ekki orð. Við erum alltaf að tala um þessa snemmtæku íhlutun, við þurfum að grípa þennan hóp fyrir fullorðinsárin.“
Barnavernd Fíkn Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira