Lét taka af sér puttann svo hann gæti keppt á Ólympíuleikunum í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2024 07:31 Hvernig sem fer þá mun Matthew Dawson alltaf eiga minnisvarða um þessa Ólympíuleika. Hann fórnaði hægri baugfingri fyrir þá. Getty/Alexander Hassenstein Ástralski hokkíleikmaðurinn Matthew Dawson var tilbúinn að fórna miklu fyrir það að keppa á Ólympíuleikunum í París. Eftir að hann meiddist illa á fingri á dögunum var þátttaka hans á leikunum í hættu. Dawson vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó og vildi alls ekki missa af leikunum í París. Dawson er þrítugur varnarmaður sem hefur skorað 13 mörk í 209 landsleikjum. Hann spilar með liði Amsterdam í Hollandi. 🤯Se AMPUTA un DEDO para ir a los JUEGOS OLÍMPICOS.🇦🇺 Matt Dawson (jugador australiano de hockey) y su 'locura' para llegar a París 2024. pic.twitter.com/BeMcWHNdkt— El Chiringuito TV (@elchiringuitotv) July 22, 2024 Dawson hafði hins vegar brotið baugfingur á hægri hendi. Aðgerð hefði líklega kostað hann þátttöku á leikunum en til að flýta fyrir bata þá lét hann bara taka af sér puttann. „Ég tók upplýsta ákvörðun eftir ráð frá lýtalækni, ekki aðeins til að ná leikunum í París heldur einnig fyrir mig sjálfan út lífið,“ sagði Matt Dawson við 7NEWS. „Þetta er svolítil breyting og spennandi áskorun,“ sagði Dawson. Þjálfari hans, Colin Batch, hrósaði lærisveini sínum fyrir staðfestuna. Hann sjálfur er þó ekki viss um að hann gæti tekið þessa ákvörðun sjálfur. Ástralska hokkíliðið, sem er kallað Kookaburras, er sigurstranglegt á Ólympíuleikunum í ár. Ákvörðun Dawson sýnir liðsfélögum hans hversu mikla seiglu hann býr yfir og mikla ástríðu hann hefur fyrir íþróttinni. Hann fórnar að minnsta kosti ansi miklu fyrir hana. View this post on Instagram A post shared by Pubity (@pubity) Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Eftir að hann meiddist illa á fingri á dögunum var þátttaka hans á leikunum í hættu. Dawson vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó og vildi alls ekki missa af leikunum í París. Dawson er þrítugur varnarmaður sem hefur skorað 13 mörk í 209 landsleikjum. Hann spilar með liði Amsterdam í Hollandi. 🤯Se AMPUTA un DEDO para ir a los JUEGOS OLÍMPICOS.🇦🇺 Matt Dawson (jugador australiano de hockey) y su 'locura' para llegar a París 2024. pic.twitter.com/BeMcWHNdkt— El Chiringuito TV (@elchiringuitotv) July 22, 2024 Dawson hafði hins vegar brotið baugfingur á hægri hendi. Aðgerð hefði líklega kostað hann þátttöku á leikunum en til að flýta fyrir bata þá lét hann bara taka af sér puttann. „Ég tók upplýsta ákvörðun eftir ráð frá lýtalækni, ekki aðeins til að ná leikunum í París heldur einnig fyrir mig sjálfan út lífið,“ sagði Matt Dawson við 7NEWS. „Þetta er svolítil breyting og spennandi áskorun,“ sagði Dawson. Þjálfari hans, Colin Batch, hrósaði lærisveini sínum fyrir staðfestuna. Hann sjálfur er þó ekki viss um að hann gæti tekið þessa ákvörðun sjálfur. Ástralska hokkíliðið, sem er kallað Kookaburras, er sigurstranglegt á Ólympíuleikunum í ár. Ákvörðun Dawson sýnir liðsfélögum hans hversu mikla seiglu hann býr yfir og mikla ástríðu hann hefur fyrir íþróttinni. Hann fórnar að minnsta kosti ansi miklu fyrir hana. View this post on Instagram A post shared by Pubity (@pubity)
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira