Vésteinn hitti Þóri óvænt í Ólympíuþorpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2024 10:01 Selfyssingarnir Vésteinn Hafsteinsson og Þórir Hergeirsson hittust fyrir tilviljun í Ólympíuþorpinu í gær. @isiiceland Það eru aðeins tveir dagar í setningarhátíð Ólympíuleikanna í París og íþróttafólk þjóðanna streymir að til Frakkland. Hluti af starfsfólki ÍSÍ er nú mætt í Ólympíuþorpið og stendur undirbúningur sem hæst. Þau sem voru komin til Parísar í gær til að undirbúa aðstöðu íslenska íþróttafólksins á leikunum voru Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og aðalfararstjóri, Brynja Guðjónsdóttir, fararstjóri og sérfræðingur á Afrekssviði ÍSÍ og svo Halla Kjartansdóttir, sem sér um miðamál og gesti ÍSÍ á Ólympíuleikunum. Deila húsi með frændum okkar Í Ólympíuþorpinu er verið að setja upp góða aðstöðu fyrir keppendur og teymi með helsta búnaði ásamt því að hengja upp merkingar og gera vistarverurnar notalegar. Íslenski hópurinn deilir húsnæði með frændum okkar af Norðurlöndunum, Dönum, Svíum og Norðmönnum og mun án efa myndast skemmtileg stemning með hópunum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá þessu sem og óvæntum fundi tveggja Selfyssinga í Ólympíuþorpinu. Svo skemmtilega vildi til að vinirnir Vésteinn og Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handknattleik, hittust fyrir tilviljun fyrir utan Ólympíuþorpið og var mynd tekin af þeim við það tilefni. Hafa báðir þjálfað gullverðlaunahafa á ÓL Þórir hefur stýrt norska landsliðinu til þrenna verðlauna á Ólympíuleikum þar af vann liðið gull á leiknum í London 2012. Lærisveinar Vésteins, Daniel Ståhl og Simon Pettersson, unnu gull og silfur í kringlukasti á síðustu Ólympíuleikum. Vésteinn er fæddur í desember 1960 á Selfossi en Þórir er fæddur í apríl 1964 á Selfossi. Báðir hafa þeir verið í hópi bestu þjálfara Íslendinga í langan tíma. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Þau sem voru komin til Parísar í gær til að undirbúa aðstöðu íslenska íþróttafólksins á leikunum voru Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og aðalfararstjóri, Brynja Guðjónsdóttir, fararstjóri og sérfræðingur á Afrekssviði ÍSÍ og svo Halla Kjartansdóttir, sem sér um miðamál og gesti ÍSÍ á Ólympíuleikunum. Deila húsi með frændum okkar Í Ólympíuþorpinu er verið að setja upp góða aðstöðu fyrir keppendur og teymi með helsta búnaði ásamt því að hengja upp merkingar og gera vistarverurnar notalegar. Íslenski hópurinn deilir húsnæði með frændum okkar af Norðurlöndunum, Dönum, Svíum og Norðmönnum og mun án efa myndast skemmtileg stemning með hópunum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá þessu sem og óvæntum fundi tveggja Selfyssinga í Ólympíuþorpinu. Svo skemmtilega vildi til að vinirnir Vésteinn og Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handknattleik, hittust fyrir tilviljun fyrir utan Ólympíuþorpið og var mynd tekin af þeim við það tilefni. Hafa báðir þjálfað gullverðlaunahafa á ÓL Þórir hefur stýrt norska landsliðinu til þrenna verðlauna á Ólympíuleikum þar af vann liðið gull á leiknum í London 2012. Lærisveinar Vésteins, Daniel Ståhl og Simon Pettersson, unnu gull og silfur í kringlukasti á síðustu Ólympíuleikum. Vésteinn er fæddur í desember 1960 á Selfossi en Þórir er fæddur í apríl 1964 á Selfossi. Báðir hafa þeir verið í hópi bestu þjálfara Íslendinga í langan tíma. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland)
Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira