Neyðarlegast þegar fólk heldur að hún sé tvíburi sinn Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 6. ágúst 2024 15:01 Kristín Anna er meðal keppenda í Ungfrú Ísland. Arnór Trausti Kristín Anna Jónasdóttir er fædd í Hafnarfirði í september 2001. Hún útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík og stundar nú fjarnám í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst, en áætlun hennar að færa sig yfir í Háskólann í Reykjavík. Kristín Anna hefur alltaf haft mikinn áhuga á heilsu- og snyrtifræði, sem leiddi hana til þess að sækja námskeið hjá Reykjavík Makeup School og Magnetic Nails, ásamt því að taka LPG meðferðarnámskeið. Kristín Anna hefur einnig verið mikið í dansi. Hún kemur úr stórri fjölskyldu, þar sem hún á fimm systur og er sjálf eineggja tvíburi, og hefur því alltaf verið mjög fjölskyldumiðuð. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Arnór Trausti Fullt nafn? Kristín Anna Jónasdóttir Aldur? 22 ára Starf? Ég vinn hjá LPG Reykjavík. LPG er sogæðanudd meðferð sem eykur súrefnisflæði til húðarinnar, kemur blóðflæðinu af stað og örvar sogæðakerfið. Meðferðin hjálpar til við að losa um og mýkja bólgur, bandvef, hnúta og stíflur. Tækið vinnur vel á appelsínuhúð (Cellulite) og erfiðri fitusöfnun. Húðin verður stinnari og laus húð þéttari. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef fylgst með keppninni í nokkur ár og alltaf dáðst af hugrekki þeirra sem þora að stíga út fyrir þægindarammann. Í fyrra sá ég sérstaklega hvernig þær geisluðu af auknu sjálfstrausti, mynduðu sterk og traust vinasambönd, og nýttu sér ótal tækifæri. Það sem vakti mesta áhuga minn á keppninni er einmitt þessi útgeislun, sterk vinasambönd og ótal tækifæri sem þátttakendur fá. Þetta er það sem ég hef þráð að upplifa sjálf og taka þátt í. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Í ferlinu hef ég lært mikið, meðal annars hvernig á að efla sjálfstraust mitt, setja mér markmið og vinna markvisst að þeim. Ég hef líka lært mikilvægi þess að vera opin fyrir nýjum áskorunum og bæta samskiptahæfileika mína. Auk þess hef ég dýpkað skilning minn á sjálfri mér og mínum styrkleikum, sem mun nýtast mér bæði í keppninni og lífinu almennt. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku. Hvað hefur mótað þig mest? Ég æfði dans í 15 ár og var dans mín mesta ástríða. Dans hefur kennt mér sjálfsaga, þar sem ég þurfti að leggja hart að mér til að ná árangri. Hann hefur veitt mér tækifæri til að tjá mig á skapandi hátt og byggt upp sjálfstraustið mitt. Í gegnum dans hef ég lært að vinna markvisst að markmiðum mínum og að takast á við áskoranir með opnu hugarfari. Dans hefur einnig gefið mér gleði og orku, sem hefur mótað mig bæði líkamlega og andlega. Allt þetta hefur mótað mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Erfiðasta lífsreynslan hingað til hefur verið að glíma við mikinn kvíða. Ég hef upplifað bæði ofsakvíða og almenna kvíðaröskun, sem hefur haft mikil áhrif á líf mitt og sjálfsmyndina mína. Neikvæð sjálfsmynd hefur verið stór áskorun fyrir mig, en ég hef unnið hörðum höndum að því að bæta hana. Ég hef sótt aðstoð hjá Kvíðameðferðarstöðinni og talað við fjölda sálfræðinga til að vinna í þessum málum. Þessi reynsla hefur verið mjög krefjandi, en hún hefur líka kennt mér mikið um sjálfa mig og mikilvægi þess að leita sér hjálpar þegar maður þarf á því að halda. Það hefur verið langt og erfitt ferðalag, en ég er þakklát fyrir þann stað sem ég er á í dag og fyrir stuðninginn sem ég hef fengið og fyrir þá þekkingu og styrk sem ég hef öðlast á leiðinni. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af sjálfri mér og öllum stelpunum sem eru og hafa tekið þátt í þessu ferli. Að stíga út fyrir þægindarammann sinn krefst mikils hugrekkis og sjálfstrausts, og ég er stolt af því að við öll höfum haft kjarkinn til að taka þetta skref. Að taka þátt í Ungfrú Ísland er bæði krefjandi og gefandi, og það er ótrúlegt að sjá hversu mikið við höfum vaxið og þroskast á þessu ferðalagi. Að stíga út fyrir þægindaramman hefur kennt mér að við getum öll náð miklum árangri ef við þorum að taka áskoranir og fylgja draumum okkar. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Besta heilræðið sem ég hef fengið er að vera alltaf trú sjálfri mér og fylgja hjartanu. Þetta ráð hefur hjálpað mér að taka ákvarðanir sem samræmast gildum mínum og draumum, frekar en að reyna að mæta væntingum annarra. Að vera samkvæm sjálfri mér hefur gefið mér styrk til að takast á við áskoranir og standa með sjálfum mér sama hvað á gengur. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Uppáhaldsmaturinn minn er klárlega heimagerður. Ég hef mikinn áhuga á matreiðslu og elska að prófa nýjar uppskriftir. Þegar ég var yngri, eyddi ég miklum tíma í eldhúsinu með mömmu og lærði margt af henni. Mér finnst ekkert jafnast á við matinn hennar mömmu, hann er einfaldlega bestur. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Fyrirmyndir mínar í lífinu eru systur mínar. Þær eru allar ólíkar og hafa þær haft mikil áhrif á mig á mismunandi hátt. Eldri systir mín hefur sýnt mér hvernig á að vera ábyrg og sjálfstæð. Yngri systur mínar minna mig á að njóta lífsins og sjá gleðina í litlu hlutunum. Tvíburasystir mín er samt sem áður mín stærsta fyrirmynd. Við deilum einstökum tengslum sem aðeins tvíburar geta skilið. View this post on Instagram A post shared by Kristín Anna (@kristin.jonasd) Hún er ekki bara systir mín heldur mín allra besta vinkona og stærsti stuðningsmaður. Hún hefur kennt mér mikilvægi vináttu, samstöðu og að standa saman í gegnum allt. Með henni hef ég deilt gleði, sorgum og öllum lífsins litum. Hún er ótrúlega sterk og jákvæð og ég lít upp til hennar fyrir þann styrk sem hún sýnir á hverjum degi. Systur mínar hafa allar haft mikil áhrif á mig og eru mínar helstu fyrirmyndir. Með stuðningi þeirra og innblæstri hef ég lært að vera sterkari, þolinmóðari og betri manneskja. Þær hafa mótað mig og ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa þær í lífi mínu. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Frægustu persónur sem ég hef hitt eru strákarnir í hljómsvetinni KALEO. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Neyðarlegasta atvikið sem ég hef lent í tengist því að vera eineggja tvíburi. Oft lendi ég í því að fólk heilsi mér og byrjar að tala við mig, haldandi að ég sé systir mín. Þetta getur orðið mjög vandræðalegt, sérstaklega þegar fólk fer að ræða persónuleg mál eða reynir að rifja upp atvik sem ég hef enga hugmynd um. Að þurfa að útskýra að ég sé ekki systir mín getur verið óþægilegt, en á sama tíma er það líka hluti af því að vera tvíburi og ég hef lært að taka þessu með léttu hjarta og húmor. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti er flugur og skordýr. Ég verð oft mjög stressuð og óörugg í návist þeirra. Þetta er eitthvað sem ég hef alltaf glímt við og getur verið mjög óþægilegt, sérstaklega á sumrin þegar skordýrin eru út um allt. Þrátt fyrir þetta reyni ég að takast á við óttann minn og vera róleg, en það er ekki alltaf auðvelt. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Í framtíðinni sé ég mig ná langt bæði persónulega og faglega. Ég stefni á að byggja upp farsælan feril þar sem ég get nýtt hæfileika mína og ástríður til fulls. Kannski verð ég búin að opna snyrtistofu eða mögulega mun ég starfa með börnum hver veit, en hvað sem ég geri mun það vera eitthvað sem gerir mig hamingjusama og eitthvað sem hefur jákvæð áhrif á aðra. Persónulega vona ég að ég verði umkringd fjölskyldu og vinum, með sterk tengsl og stuðning. Ég sé mig fyrir mér vera hamingjusama og með bjarta framtíð, fulla af tækifærum og gleði, þar sem ég get lagt mitt af mörkum til samfélagsins og hjálpað öðrum að ná sínum markmiðum. Hvaða lag tekur þú í karókí? Þegar ég syng í karókí, þá er uppáhaldslagið mitt "Dancing Queen" með ABBA. Þín mesta gæfa í lífinu? Mesta gæfa mín í lífinu er stuðningurinn frá fjölskyldu og vinum. Ég er óendanlega þakklát fyrir að eiga þau í kringum mig, þar sem þau hafa alltaf staðið við bakið á mér og veitt mér ómetanlega gleði og öryggi. Ég er einnig mjög þakklát fyrir öll þau tækifæri sem ég hef fengið, sem hafa hjálpað mér að vaxa og þroskast. Uppskrift að drauma degi? Drauma dagurinn minn væri að vakna við sólskinsgeisla, eyða deginum með fjölskyldu og vinum á ströndinni, leika í sjónum og borða ferska ávexti. Eftir dásamlegan dag í sólinni myndum við enda kvöldið á goðum veitingastað þar sem við myndum njóta góðs matar og drykkja. Dagurinn myndi enda með göngutúr við ströndina undir stjörnubjörtum himni. Þetta væri minn drauma dagur, fullur af gleði, hlátri og ást. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland. Ungfrú Ísland Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira
Kristín Anna hefur alltaf haft mikinn áhuga á heilsu- og snyrtifræði, sem leiddi hana til þess að sækja námskeið hjá Reykjavík Makeup School og Magnetic Nails, ásamt því að taka LPG meðferðarnámskeið. Kristín Anna hefur einnig verið mikið í dansi. Hún kemur úr stórri fjölskyldu, þar sem hún á fimm systur og er sjálf eineggja tvíburi, og hefur því alltaf verið mjög fjölskyldumiðuð. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Arnór Trausti Fullt nafn? Kristín Anna Jónasdóttir Aldur? 22 ára Starf? Ég vinn hjá LPG Reykjavík. LPG er sogæðanudd meðferð sem eykur súrefnisflæði til húðarinnar, kemur blóðflæðinu af stað og örvar sogæðakerfið. Meðferðin hjálpar til við að losa um og mýkja bólgur, bandvef, hnúta og stíflur. Tækið vinnur vel á appelsínuhúð (Cellulite) og erfiðri fitusöfnun. Húðin verður stinnari og laus húð þéttari. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef fylgst með keppninni í nokkur ár og alltaf dáðst af hugrekki þeirra sem þora að stíga út fyrir þægindarammann. Í fyrra sá ég sérstaklega hvernig þær geisluðu af auknu sjálfstrausti, mynduðu sterk og traust vinasambönd, og nýttu sér ótal tækifæri. Það sem vakti mesta áhuga minn á keppninni er einmitt þessi útgeislun, sterk vinasambönd og ótal tækifæri sem þátttakendur fá. Þetta er það sem ég hef þráð að upplifa sjálf og taka þátt í. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Í ferlinu hef ég lært mikið, meðal annars hvernig á að efla sjálfstraust mitt, setja mér markmið og vinna markvisst að þeim. Ég hef líka lært mikilvægi þess að vera opin fyrir nýjum áskorunum og bæta samskiptahæfileika mína. Auk þess hef ég dýpkað skilning minn á sjálfri mér og mínum styrkleikum, sem mun nýtast mér bæði í keppninni og lífinu almennt. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku. Hvað hefur mótað þig mest? Ég æfði dans í 15 ár og var dans mín mesta ástríða. Dans hefur kennt mér sjálfsaga, þar sem ég þurfti að leggja hart að mér til að ná árangri. Hann hefur veitt mér tækifæri til að tjá mig á skapandi hátt og byggt upp sjálfstraustið mitt. Í gegnum dans hef ég lært að vinna markvisst að markmiðum mínum og að takast á við áskoranir með opnu hugarfari. Dans hefur einnig gefið mér gleði og orku, sem hefur mótað mig bæði líkamlega og andlega. Allt þetta hefur mótað mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Erfiðasta lífsreynslan hingað til hefur verið að glíma við mikinn kvíða. Ég hef upplifað bæði ofsakvíða og almenna kvíðaröskun, sem hefur haft mikil áhrif á líf mitt og sjálfsmyndina mína. Neikvæð sjálfsmynd hefur verið stór áskorun fyrir mig, en ég hef unnið hörðum höndum að því að bæta hana. Ég hef sótt aðstoð hjá Kvíðameðferðarstöðinni og talað við fjölda sálfræðinga til að vinna í þessum málum. Þessi reynsla hefur verið mjög krefjandi, en hún hefur líka kennt mér mikið um sjálfa mig og mikilvægi þess að leita sér hjálpar þegar maður þarf á því að halda. Það hefur verið langt og erfitt ferðalag, en ég er þakklát fyrir þann stað sem ég er á í dag og fyrir stuðninginn sem ég hef fengið og fyrir þá þekkingu og styrk sem ég hef öðlast á leiðinni. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af sjálfri mér og öllum stelpunum sem eru og hafa tekið þátt í þessu ferli. Að stíga út fyrir þægindarammann sinn krefst mikils hugrekkis og sjálfstrausts, og ég er stolt af því að við öll höfum haft kjarkinn til að taka þetta skref. Að taka þátt í Ungfrú Ísland er bæði krefjandi og gefandi, og það er ótrúlegt að sjá hversu mikið við höfum vaxið og þroskast á þessu ferðalagi. Að stíga út fyrir þægindaramman hefur kennt mér að við getum öll náð miklum árangri ef við þorum að taka áskoranir og fylgja draumum okkar. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Besta heilræðið sem ég hef fengið er að vera alltaf trú sjálfri mér og fylgja hjartanu. Þetta ráð hefur hjálpað mér að taka ákvarðanir sem samræmast gildum mínum og draumum, frekar en að reyna að mæta væntingum annarra. Að vera samkvæm sjálfri mér hefur gefið mér styrk til að takast á við áskoranir og standa með sjálfum mér sama hvað á gengur. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Uppáhaldsmaturinn minn er klárlega heimagerður. Ég hef mikinn áhuga á matreiðslu og elska að prófa nýjar uppskriftir. Þegar ég var yngri, eyddi ég miklum tíma í eldhúsinu með mömmu og lærði margt af henni. Mér finnst ekkert jafnast á við matinn hennar mömmu, hann er einfaldlega bestur. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Fyrirmyndir mínar í lífinu eru systur mínar. Þær eru allar ólíkar og hafa þær haft mikil áhrif á mig á mismunandi hátt. Eldri systir mín hefur sýnt mér hvernig á að vera ábyrg og sjálfstæð. Yngri systur mínar minna mig á að njóta lífsins og sjá gleðina í litlu hlutunum. Tvíburasystir mín er samt sem áður mín stærsta fyrirmynd. Við deilum einstökum tengslum sem aðeins tvíburar geta skilið. View this post on Instagram A post shared by Kristín Anna (@kristin.jonasd) Hún er ekki bara systir mín heldur mín allra besta vinkona og stærsti stuðningsmaður. Hún hefur kennt mér mikilvægi vináttu, samstöðu og að standa saman í gegnum allt. Með henni hef ég deilt gleði, sorgum og öllum lífsins litum. Hún er ótrúlega sterk og jákvæð og ég lít upp til hennar fyrir þann styrk sem hún sýnir á hverjum degi. Systur mínar hafa allar haft mikil áhrif á mig og eru mínar helstu fyrirmyndir. Með stuðningi þeirra og innblæstri hef ég lært að vera sterkari, þolinmóðari og betri manneskja. Þær hafa mótað mig og ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa þær í lífi mínu. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Frægustu persónur sem ég hef hitt eru strákarnir í hljómsvetinni KALEO. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Neyðarlegasta atvikið sem ég hef lent í tengist því að vera eineggja tvíburi. Oft lendi ég í því að fólk heilsi mér og byrjar að tala við mig, haldandi að ég sé systir mín. Þetta getur orðið mjög vandræðalegt, sérstaklega þegar fólk fer að ræða persónuleg mál eða reynir að rifja upp atvik sem ég hef enga hugmynd um. Að þurfa að útskýra að ég sé ekki systir mín getur verið óþægilegt, en á sama tíma er það líka hluti af því að vera tvíburi og ég hef lært að taka þessu með léttu hjarta og húmor. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti er flugur og skordýr. Ég verð oft mjög stressuð og óörugg í návist þeirra. Þetta er eitthvað sem ég hef alltaf glímt við og getur verið mjög óþægilegt, sérstaklega á sumrin þegar skordýrin eru út um allt. Þrátt fyrir þetta reyni ég að takast á við óttann minn og vera róleg, en það er ekki alltaf auðvelt. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Í framtíðinni sé ég mig ná langt bæði persónulega og faglega. Ég stefni á að byggja upp farsælan feril þar sem ég get nýtt hæfileika mína og ástríður til fulls. Kannski verð ég búin að opna snyrtistofu eða mögulega mun ég starfa með börnum hver veit, en hvað sem ég geri mun það vera eitthvað sem gerir mig hamingjusama og eitthvað sem hefur jákvæð áhrif á aðra. Persónulega vona ég að ég verði umkringd fjölskyldu og vinum, með sterk tengsl og stuðning. Ég sé mig fyrir mér vera hamingjusama og með bjarta framtíð, fulla af tækifærum og gleði, þar sem ég get lagt mitt af mörkum til samfélagsins og hjálpað öðrum að ná sínum markmiðum. Hvaða lag tekur þú í karókí? Þegar ég syng í karókí, þá er uppáhaldslagið mitt "Dancing Queen" með ABBA. Þín mesta gæfa í lífinu? Mesta gæfa mín í lífinu er stuðningurinn frá fjölskyldu og vinum. Ég er óendanlega þakklát fyrir að eiga þau í kringum mig, þar sem þau hafa alltaf staðið við bakið á mér og veitt mér ómetanlega gleði og öryggi. Ég er einnig mjög þakklát fyrir öll þau tækifæri sem ég hef fengið, sem hafa hjálpað mér að vaxa og þroskast. Uppskrift að drauma degi? Drauma dagurinn minn væri að vakna við sólskinsgeisla, eyða deginum með fjölskyldu og vinum á ströndinni, leika í sjónum og borða ferska ávexti. Eftir dásamlegan dag í sólinni myndum við enda kvöldið á goðum veitingastað þar sem við myndum njóta góðs matar og drykkja. Dagurinn myndi enda með göngutúr við ströndina undir stjörnubjörtum himni. Þetta væri minn drauma dagur, fullur af gleði, hlátri og ást. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland.
Ungfrú Ísland Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira