Parið opinberaði samband sitt í febrúar síðastliðnum.
Hildur Sif og Páll hafa deilt fjölda mynda með fylgjendum sínum bæði í hringrásinni (e.story) á Instagram og birt myndir sem gefa fólki sýn inn í fallegt umhverfi þar sem sólin og blár himinn leikur við þau við frönsku rívíeruna.
Ferðlagið einkennist af miklum vellystingum líkt og eftirfarandi myndir gefa til kynna.
Parið virðist njóta þess að ferðast saman og elta sólina, líkt og fjöldi annarra Íslendinga um þessar mundir, en þau fóru nýverið saman til Kaupmannahafnar.
Sex ára aldursmunur er á þeim Páli og Hildi, hann er fæddur árið 1999 og hún 1993.
Hildur Sif er sálfræðingur að mennt og starfar sem sérfræðingur hjá SaltPay. Auk þess hefur hún getið sér gott orð á samfélagsmiðlum og mætti flokkast sem áhrifavaldur. Þá er hún eins og áður segir innmúruð í fyrrnefndan LXS-vinahóp sem gerði garðinn frægann með samnefndri raunveruleikaseríu á Stöð 2.
Páll Orri nam lög við Háskólann í Reykjavík og stundar nú nám í verðbréfamiðlun við sama skóla. Verðbréfin hefur hann lagt fyrir sig hjá Íslandsbanka en auk þess þykir mikið til hans koma í hlutverki þáttastjórnanda Veislunnar, útvarpsþáttar á FM957. Páll Orri hefur verið virkur í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins en laut í lægra haldi í formannskosningu Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, í apríl í fyrra.