Framkvæmdastjóri Rey Cup: Landsliðskonur hjálpa við að lokka stórliðin Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. júlí 2024 14:02 Landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir hjálpuðu Gunnhildi að lokka stórliðið Bayern Munchen að Rey Cup mótinu í sumar. stöð 2 sport Helena Ólafsdóttir hitaði upp að venju fyrir umferðina sem framundan er í Bestu deild kvenna og fékk til sín góðan gest, Gunnhildi Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóra Rey Cup fótboltamótsins. Þær stöllur fóru vel yfir mótið sem fer fram núna um helgina í Laugardalnum, opnunarhátíðin verður í kvöld og spilað verður fram á sunnudag. Bayern München mætir þökk sé landsliðskonum Fjöldi erlendra liða tekur þátt líkt og undanfarin ár, má þar nefna stórlið á borð við West Ham, Arsenal, Brighton, Bayern Munchen og Nordsjælland. „Við leggjum mikið upp úr því að auglýsa mótið erlendis og ná til þessara liða. Það hefur verið mjög skemmtilegt að sjá hvað landsliðsfólkið er duglegt að hjálpa okkur. Við hefðum aldrei komist í samband við Bayern Munchen nema Cecilía og Glódís hjálpuðu okkur þar,“ sagði Gunnhildur. Skipulagsringulreið sem væri ómöguleg án öflugra sjálfboðaliða Yfir fjögur hundruð leikir fara fram á ellefu leikvöllum um helgina og rúmlega þúsund þátttakendur gista í skólum og félagsmiðstöðvum hverfisins. Mikil undirbúningsvinna hefur farið í skipulagningu mótsins og enn meiri vinna mun vera um helgina við að halda sjálft mótið. Þar leggjast allir Þróttarar á eitt. „Við erum með yfir 400 sjálfboðaliða á mótinu, gríðarlegur fjöldi og við stólum á að Þróttarasamfélagið komi sér saman til að þetta gangi upp. Þetta væri ekki hægt án þeirra og þetta sýnir hversu sterkt samfélagið er. Það er alltaf eitthvað sem mun koma upp og við þurfum að leysa í hvelli en ég er með mjög gott teymi með mér í þessu, það er góð samheldni í Þrótti og það róar mig mjög mikið.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 14. umferð Þá var að endingu auðvitað farið yfir umferðina sem framundan er í Bestu deild kvenna. Gunnhildur er fyrrum leikmaður Þróttar, á að baki 28 leiki í deild og bikar fyrir félagið á fremur stuttum ferli. Umferðin hefst með þremur leikjum í kvöld og lýkur með tveimur leikjum á föstudag, þar mætir fyrrum lið Gunnhildar Víkingi. 14. umferð Bestu deildar kvenna Miðvikudagur, 24. júlí, klukkan 18:00 FH-Stjarnan Tindastóll-Valur Keflavík-Þór/KA Föstudagur, 26. júlí, klukkan 18:00 Víkingur-Þróttur Breiðablik-Fylkir Allir leikir verða í beinni textalýsingu á Vísi og beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Umferðin öll verður svo gerð upp í Bestu Mörkunum strax eftir leik á föstudag. Besta deild kvenna Bestu mörkin Þróttur Reykjavík ReyCup Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Þær stöllur fóru vel yfir mótið sem fer fram núna um helgina í Laugardalnum, opnunarhátíðin verður í kvöld og spilað verður fram á sunnudag. Bayern München mætir þökk sé landsliðskonum Fjöldi erlendra liða tekur þátt líkt og undanfarin ár, má þar nefna stórlið á borð við West Ham, Arsenal, Brighton, Bayern Munchen og Nordsjælland. „Við leggjum mikið upp úr því að auglýsa mótið erlendis og ná til þessara liða. Það hefur verið mjög skemmtilegt að sjá hvað landsliðsfólkið er duglegt að hjálpa okkur. Við hefðum aldrei komist í samband við Bayern Munchen nema Cecilía og Glódís hjálpuðu okkur þar,“ sagði Gunnhildur. Skipulagsringulreið sem væri ómöguleg án öflugra sjálfboðaliða Yfir fjögur hundruð leikir fara fram á ellefu leikvöllum um helgina og rúmlega þúsund þátttakendur gista í skólum og félagsmiðstöðvum hverfisins. Mikil undirbúningsvinna hefur farið í skipulagningu mótsins og enn meiri vinna mun vera um helgina við að halda sjálft mótið. Þar leggjast allir Þróttarar á eitt. „Við erum með yfir 400 sjálfboðaliða á mótinu, gríðarlegur fjöldi og við stólum á að Þróttarasamfélagið komi sér saman til að þetta gangi upp. Þetta væri ekki hægt án þeirra og þetta sýnir hversu sterkt samfélagið er. Það er alltaf eitthvað sem mun koma upp og við þurfum að leysa í hvelli en ég er með mjög gott teymi með mér í þessu, það er góð samheldni í Þrótti og það róar mig mjög mikið.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 14. umferð Þá var að endingu auðvitað farið yfir umferðina sem framundan er í Bestu deild kvenna. Gunnhildur er fyrrum leikmaður Þróttar, á að baki 28 leiki í deild og bikar fyrir félagið á fremur stuttum ferli. Umferðin hefst með þremur leikjum í kvöld og lýkur með tveimur leikjum á föstudag, þar mætir fyrrum lið Gunnhildar Víkingi. 14. umferð Bestu deildar kvenna Miðvikudagur, 24. júlí, klukkan 18:00 FH-Stjarnan Tindastóll-Valur Keflavík-Þór/KA Föstudagur, 26. júlí, klukkan 18:00 Víkingur-Þróttur Breiðablik-Fylkir Allir leikir verða í beinni textalýsingu á Vísi og beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Umferðin öll verður svo gerð upp í Bestu Mörkunum strax eftir leik á föstudag.
14. umferð Bestu deildar kvenna Miðvikudagur, 24. júlí, klukkan 18:00 FH-Stjarnan Tindastóll-Valur Keflavík-Þór/KA Föstudagur, 26. júlí, klukkan 18:00 Víkingur-Þróttur Breiðablik-Fylkir
Besta deild kvenna Bestu mörkin Þróttur Reykjavík ReyCup Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti