Biðst afsökunar á að hafa óskað nauðgaranum góðs gengis á ÓL Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júlí 2024 13:00 Paula Radcliffe átti heimsmetið í maraþoni í sextán ár. getty/Ian Walton Paula Radcliffe, fyrrverandi heimsmeistari í maraþoni, hefur beðist afsökunar á að hafa óskað dæmdum nauðgara góðs gengis á Ólympíuleikunum í París. Steven van de Velde keppir fyrir hönd Hollands í strandblaki á Ólympíuleikunum sem hefjast formlega á morgun. Árið 2016 var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga tólf ára breskri stúlku. Van de Velde sat inni í ár og hélt svo áfram með feril sinn. Hann var síðan valinn í Ólympíulið Hollands fyrir leikana í París. Í viðtali við útvarpsstöðina LBC óskaði Radcliffe Van de Velde góðs gengis á Ólympíuleikunum. Hún sagði að hann hefði snúið lífi sínu við og það væri hart að refsa honum tvisvar. Radcliffe fékk bágt fyrir ummælin í útvarpsþættinum og hefur nú beðist afsökunar á þeim. „Ég er í áfalli yfir því hversu illa ég kom þessu frá mér og fordæmdi ekki nauðgunina,“ sagði Radcliffe. „Ég trúi á önnur tækifæri eftir að hafa setið af sér refsingu en mér finnst að Ólympíuleikar eigi að vera fyrir þá sem halda gildum þeirra á lofti. Ég biðst afsökunar og hefði átt að gera mun betur.“ Þrátt fyrir að Van de Velde fái að keppa á Ólympíuleikunum má hann ekki dvelja í Ólympíuþorpinu. Hann má heldur ekki ræða við fjölmiðla á meðan leikunum stendur. Radcliffe keppti á fernum Ólympíuleikum (1996-2008) en vann engin verðlaun á þeim. Hún varð aftur á móti heimsmeistari 2005 og vann Lundúnamaraþonið í þrígang. Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Blak Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Sigurvegari Stokkhlóms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigurvegari Stokkhlóms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Sjá meira
Steven van de Velde keppir fyrir hönd Hollands í strandblaki á Ólympíuleikunum sem hefjast formlega á morgun. Árið 2016 var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga tólf ára breskri stúlku. Van de Velde sat inni í ár og hélt svo áfram með feril sinn. Hann var síðan valinn í Ólympíulið Hollands fyrir leikana í París. Í viðtali við útvarpsstöðina LBC óskaði Radcliffe Van de Velde góðs gengis á Ólympíuleikunum. Hún sagði að hann hefði snúið lífi sínu við og það væri hart að refsa honum tvisvar. Radcliffe fékk bágt fyrir ummælin í útvarpsþættinum og hefur nú beðist afsökunar á þeim. „Ég er í áfalli yfir því hversu illa ég kom þessu frá mér og fordæmdi ekki nauðgunina,“ sagði Radcliffe. „Ég trúi á önnur tækifæri eftir að hafa setið af sér refsingu en mér finnst að Ólympíuleikar eigi að vera fyrir þá sem halda gildum þeirra á lofti. Ég biðst afsökunar og hefði átt að gera mun betur.“ Þrátt fyrir að Van de Velde fái að keppa á Ólympíuleikunum má hann ekki dvelja í Ólympíuþorpinu. Hann má heldur ekki ræða við fjölmiðla á meðan leikunum stendur. Radcliffe keppti á fernum Ólympíuleikum (1996-2008) en vann engin verðlaun á þeim. Hún varð aftur á móti heimsmeistari 2005 og vann Lundúnamaraþonið í þrígang.
Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Blak Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Sigurvegari Stokkhlóms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigurvegari Stokkhlóms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Sjá meira