Ekki á því að yfirgefa Grindavík endanlega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. júlí 2024 18:53 Sölvi og Linda horfa til þess að flytja aftur til Grindavíkur. Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir að nýtt hættumat bendi til að miklar líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur á næstu vikum verður ráðist í framkvæmdir innan bæjarmarka eftir Verslunarmannahelgi. Brottfluttir íbúar eru bjartsýnir á að komast aftur heim. Margir Grindvíkingar eru fluttir til höfuðborgarinnar eða nærliggjandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þeir sem fréttastofa hefur rætt við í dag bera þó þá von í brjósti að geta flutt aftur heim. Fréttastofa hitti til að mynda fyrir þau Sölva Guðnason og Lindu Björk Gunnarsdóttur, sem voru að tæma hús sitt í Grindavík. Þau hafa selt það Þórkötlu fasteignafélagi og komið sér fyrir í Njarðvík. „Við komum núna til að taka restina af dótinu. Svo er maður ekki alveg á því að yfirgefa þetta allt endanlega,“ segir Sölvi. Linda segir þau gjarnan vilja flytja aftur til Grindavíkur. „Þegar það verða komnir skólar og íþróttastarf, þá værum við alveg til í það,“ segir hún. Jakub Malodzinski tekur undir þetta. „Auðvitað vil ég koma aftur. Þetta er fallegasti bær á Íslandi. Ég vil ekki glata heimili mínu hér,“ segir hann. Fleiri Grindvíkingar sem fréttastofa ræddi við eru sama sinnis, en sjá má viðtöl við þá í spilaranum ofar í fréttinni. Jakub segir Grindavík vera fallegasta bæ landsins.Vísir/Sigurjón Líst vel á að byggja bæinn upp Allt að 300 manns starfa í Grindavík á hverjum degi, en samkvæmt uppfærðu hættumati eru taldar miklar líkur á að gjósa muni innan bæjarmarkanna. Almannavarnir segja að fyrirvari eldgoss gæti verið fáeinar mínútur. Þrátt fyrir það stendur til að ráðast í viðgerðir innan bæjarins eftir verslunarmannahelgi. Þeir íbúar sem fréttastofa ræddi við eiga það sameiginlegt að lítast vel á þær hugmyndir. „Bara ljómandi vel. Því fyrr því betra bara. Opna bæinn og svona,“ segir Vilhjálmur J. Lárusson, kokkur og rekstraraðili á Sjómannsstofunni Vör. Vilhjálmur hefur í nógu að snúast þrátt fyrir fámenni í bænum, en á veitingastaðinn kemur fjöldi þeirra sem vinna í bænum í hádegismat á hverjum degi. Vilhjálmur segir að byggja eigi upp bæinn eins fljótt og auðið er.Vísir/Sigurjón Fleiri taka í sama streng varðandi viðgerðir, en telja þó ráðlegt að bíða örlítið. „Það er frábært að það eigi að fara að laga bæinn. Ég ætla að flytja hingað aftur eftir nokkur ár. Ég ætla að stoppa stutt í bænum og koma aftur. En við mættum aðeins bíða með að fara af stað. En mér finnst alveg geðveikt að það eigi að fara að laga bæinn og gera hann aftur eins og hann var,“ segir Björgvin Björgvinsson. Björgvin er á því að stoppa aðeins stutt í bænum, og flytja svo aftur til Grindavíkur.Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir að fyrirvari eldgoss gæti orðið afar skammur eru viðmælendur fréttastofu hvergi bangnir. „Ég er nú búinn að vera hérna meira og minna svona þegar það hefur mátt, allan tímann. Þetta truflar mig voða lítið,“ segir Bjarki Sigmarsson. Bjarki segist litlar áhyggjur hafa.Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir fámenni í bænum þá er nóg að gera á Sjómannastofunni Vör í hádeginu, þar sem vinnandi fólk í Grindavík kemur til að næra sig.Vísir/Sigurjón Grindavík Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Margir Grindvíkingar eru fluttir til höfuðborgarinnar eða nærliggjandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þeir sem fréttastofa hefur rætt við í dag bera þó þá von í brjósti að geta flutt aftur heim. Fréttastofa hitti til að mynda fyrir þau Sölva Guðnason og Lindu Björk Gunnarsdóttur, sem voru að tæma hús sitt í Grindavík. Þau hafa selt það Þórkötlu fasteignafélagi og komið sér fyrir í Njarðvík. „Við komum núna til að taka restina af dótinu. Svo er maður ekki alveg á því að yfirgefa þetta allt endanlega,“ segir Sölvi. Linda segir þau gjarnan vilja flytja aftur til Grindavíkur. „Þegar það verða komnir skólar og íþróttastarf, þá værum við alveg til í það,“ segir hún. Jakub Malodzinski tekur undir þetta. „Auðvitað vil ég koma aftur. Þetta er fallegasti bær á Íslandi. Ég vil ekki glata heimili mínu hér,“ segir hann. Fleiri Grindvíkingar sem fréttastofa ræddi við eru sama sinnis, en sjá má viðtöl við þá í spilaranum ofar í fréttinni. Jakub segir Grindavík vera fallegasta bæ landsins.Vísir/Sigurjón Líst vel á að byggja bæinn upp Allt að 300 manns starfa í Grindavík á hverjum degi, en samkvæmt uppfærðu hættumati eru taldar miklar líkur á að gjósa muni innan bæjarmarkanna. Almannavarnir segja að fyrirvari eldgoss gæti verið fáeinar mínútur. Þrátt fyrir það stendur til að ráðast í viðgerðir innan bæjarins eftir verslunarmannahelgi. Þeir íbúar sem fréttastofa ræddi við eiga það sameiginlegt að lítast vel á þær hugmyndir. „Bara ljómandi vel. Því fyrr því betra bara. Opna bæinn og svona,“ segir Vilhjálmur J. Lárusson, kokkur og rekstraraðili á Sjómannsstofunni Vör. Vilhjálmur hefur í nógu að snúast þrátt fyrir fámenni í bænum, en á veitingastaðinn kemur fjöldi þeirra sem vinna í bænum í hádegismat á hverjum degi. Vilhjálmur segir að byggja eigi upp bæinn eins fljótt og auðið er.Vísir/Sigurjón Fleiri taka í sama streng varðandi viðgerðir, en telja þó ráðlegt að bíða örlítið. „Það er frábært að það eigi að fara að laga bæinn. Ég ætla að flytja hingað aftur eftir nokkur ár. Ég ætla að stoppa stutt í bænum og koma aftur. En við mættum aðeins bíða með að fara af stað. En mér finnst alveg geðveikt að það eigi að fara að laga bæinn og gera hann aftur eins og hann var,“ segir Björgvin Björgvinsson. Björgvin er á því að stoppa aðeins stutt í bænum, og flytja svo aftur til Grindavíkur.Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir að fyrirvari eldgoss gæti orðið afar skammur eru viðmælendur fréttastofu hvergi bangnir. „Ég er nú búinn að vera hérna meira og minna svona þegar það hefur mátt, allan tímann. Þetta truflar mig voða lítið,“ segir Bjarki Sigmarsson. Bjarki segist litlar áhyggjur hafa.Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir fámenni í bænum þá er nóg að gera á Sjómannastofunni Vör í hádeginu, þar sem vinnandi fólk í Grindavík kemur til að næra sig.Vísir/Sigurjón
Grindavík Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira