Stýrivextir verða að lækka Fjóla Einarsdóttir skrifar 26. júlí 2024 07:00 Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að styðja við smáframleiðendur og versla við litlu staðina sem leggja allt sitt í að framleiða vöru eða þjónusta þig í sinni heimabyggð. Þið sjáið fréttir vikulega um litla staði sem fara í gjaldþrot. Ástæðan er svo einföld. Seðlabanki Íslands. Stýrivextir í hæstu hæðum. Það eru ekki bara smáframleiðendur og lítil fyrirtæki sem eru að bugast. Allir þeir sem hafa litla innkomu þola ekki að húsnæðislánin hafi hækkað svona mikið seinustu mánuði og ár. Já seinustu ár! Þetta tímabil stýrivaxta í hæstu hæðum hefur verið of langt. Við erum að tala um að lítil fyrirtæki sem hafa jafnvel verið starfandi í yfir 30 ár eru að bugast. Þetta er einfaldlega ekki hægt. Þeir sem minnst mega sín geta ekki meir. Álagið er of mikið. Næsta ákvörðun Seðlabanka Íslands er áætluð í lok ágúst. Verður sú ákvörðun hengingaról litlu fyrirtækjanna og þeirra einstaklinga sem minnst hafa á milli handanna eða fáum við veglega lækkun eftir að hafa tekið duglega þátt í að ná verðbólgunni niður seinustu mánuði. Ásgeir og þið hin sem hafið lífæð okkar í ykkar höndum? Hvað ætlið þið að gera? Við hin. Hvað er hægt að gera? Hvað getum við gert kæru Íslendingar á meðan ástandið er svona? Við getum verslað í heimabyggð. Við getum verslað íslenskt. Á ferð um landið skulum við stoppa á litlu stöðunum. Snæða á Skúrnum í Stykkishólmi, stoppa við á Völlum í Svarfaðardal, Litlu kaffistofunni, steinasafni Petru og kaffi Sunnó á Stöðvarfirði, Valkyrjunni i Reykjavík, Nándinni í Hafnarfirði, Ölverki, Rósarkaffi, Skyrgerðinni, Matkránni og Hoflandi í Hveragerði, Halldórskaffi í Vík, GK bakarí, Made in Iceland og Kaffi krús á Selfossi. Ég gæti talið upp svo mikið af litlum fallegum stöðum um land allt þar sem hugsað er vel um alla sem þangað koma. Allt lagt undir. Eigendur sjálfir standa vaktina. Við Íslendingar þurfum að standa saman með smáframleiðendum og litlu fyrirtækjunum þegar Seðlabanki Íslands er atvinnulífið á Íslandi að drepa með stýrivöxtum. Við þurfum að standa saman og versla á litlu mörkuðunum á bæjarhátíðunum í sumar um allt land. Við þurfum að styðja við smáframleiðendur. Já og á meðan staðan er svona á íslenskum fjármálamarkaði þá þurfum við að vera duglega að setja inn í frískápana í hverju samfélagi, þau sem minnst hafa á milli handanna eiga engan aur seinustu daga hver einustu mánaðarmót og það á enginn að fara að sofa svangur í ríku landi eins og Íslandi. Það er þó staðreynd í okkar fallega landi. Skömm að því. Að lokum langar mig til að segja að þegar ég bjó í Dakar, Senegal vestur Afríku, fékk ég að gjöf 100 lítra af vatni frá vinum mínum sem bjuggu í öðru hverfi eftir átta daga vatnsleysi hjá okkur fjölskyldunni. Ég hef aldrei á ævinni verið eins glöð eins og þann dag sem ég fékk þessa vatnsgjöf. Við hér á Íslandi erum rík þjóð. Við höfum aldrei þurft að upplifa skort af vatni. Ég er þakklát fyrir að hafa upplifað vatn sem gjöf. Vandi okkar hér á Íslandi er sjálfskapaður og hann er hægt að leysa. Vilji stjórnvalda og Seðlabanka Íslands til þess að leysa vandann er það eina sem vantar upp á. Við vitum að stéttarfélögin eru svo sannarlega búin að gera sitt. Ásgeir og þið hin sem hafið allt um málið að segja. Við erum að gera okkar besta. Nú er þitt og ykkar að leysa vandann með einu pennastriki. Einu pennastriki! Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að styðja við smáframleiðendur og versla við litlu staðina sem leggja allt sitt í að framleiða vöru eða þjónusta þig í sinni heimabyggð. Þið sjáið fréttir vikulega um litla staði sem fara í gjaldþrot. Ástæðan er svo einföld. Seðlabanki Íslands. Stýrivextir í hæstu hæðum. Það eru ekki bara smáframleiðendur og lítil fyrirtæki sem eru að bugast. Allir þeir sem hafa litla innkomu þola ekki að húsnæðislánin hafi hækkað svona mikið seinustu mánuði og ár. Já seinustu ár! Þetta tímabil stýrivaxta í hæstu hæðum hefur verið of langt. Við erum að tala um að lítil fyrirtæki sem hafa jafnvel verið starfandi í yfir 30 ár eru að bugast. Þetta er einfaldlega ekki hægt. Þeir sem minnst mega sín geta ekki meir. Álagið er of mikið. Næsta ákvörðun Seðlabanka Íslands er áætluð í lok ágúst. Verður sú ákvörðun hengingaról litlu fyrirtækjanna og þeirra einstaklinga sem minnst hafa á milli handanna eða fáum við veglega lækkun eftir að hafa tekið duglega þátt í að ná verðbólgunni niður seinustu mánuði. Ásgeir og þið hin sem hafið lífæð okkar í ykkar höndum? Hvað ætlið þið að gera? Við hin. Hvað er hægt að gera? Hvað getum við gert kæru Íslendingar á meðan ástandið er svona? Við getum verslað í heimabyggð. Við getum verslað íslenskt. Á ferð um landið skulum við stoppa á litlu stöðunum. Snæða á Skúrnum í Stykkishólmi, stoppa við á Völlum í Svarfaðardal, Litlu kaffistofunni, steinasafni Petru og kaffi Sunnó á Stöðvarfirði, Valkyrjunni i Reykjavík, Nándinni í Hafnarfirði, Ölverki, Rósarkaffi, Skyrgerðinni, Matkránni og Hoflandi í Hveragerði, Halldórskaffi í Vík, GK bakarí, Made in Iceland og Kaffi krús á Selfossi. Ég gæti talið upp svo mikið af litlum fallegum stöðum um land allt þar sem hugsað er vel um alla sem þangað koma. Allt lagt undir. Eigendur sjálfir standa vaktina. Við Íslendingar þurfum að standa saman með smáframleiðendum og litlu fyrirtækjunum þegar Seðlabanki Íslands er atvinnulífið á Íslandi að drepa með stýrivöxtum. Við þurfum að standa saman og versla á litlu mörkuðunum á bæjarhátíðunum í sumar um allt land. Við þurfum að styðja við smáframleiðendur. Já og á meðan staðan er svona á íslenskum fjármálamarkaði þá þurfum við að vera duglega að setja inn í frískápana í hverju samfélagi, þau sem minnst hafa á milli handanna eiga engan aur seinustu daga hver einustu mánaðarmót og það á enginn að fara að sofa svangur í ríku landi eins og Íslandi. Það er þó staðreynd í okkar fallega landi. Skömm að því. Að lokum langar mig til að segja að þegar ég bjó í Dakar, Senegal vestur Afríku, fékk ég að gjöf 100 lítra af vatni frá vinum mínum sem bjuggu í öðru hverfi eftir átta daga vatnsleysi hjá okkur fjölskyldunni. Ég hef aldrei á ævinni verið eins glöð eins og þann dag sem ég fékk þessa vatnsgjöf. Við hér á Íslandi erum rík þjóð. Við höfum aldrei þurft að upplifa skort af vatni. Ég er þakklát fyrir að hafa upplifað vatn sem gjöf. Vandi okkar hér á Íslandi er sjálfskapaður og hann er hægt að leysa. Vilji stjórnvalda og Seðlabanka Íslands til þess að leysa vandann er það eina sem vantar upp á. Við vitum að stéttarfélögin eru svo sannarlega búin að gera sitt. Ásgeir og þið hin sem hafið allt um málið að segja. Við erum að gera okkar besta. Nú er þitt og ykkar að leysa vandann með einu pennastriki. Einu pennastriki! Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun