Sport

Rígur Argentínu og Frakk­lands teygir sig til annarra í­þrótta

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Frakkland vann leikinn og heldur áfram í undanúrslit. Áhorfendur höfðu mögulega áhrif á Argentínu.
Frakkland vann leikinn og heldur áfram í undanúrslit. Áhorfendur höfðu mögulega áhrif á Argentínu. Michael Steele/Getty Images

Hávær óp og ljót köll voru gerð að argentínska rúgbýlandsliðinu þegar það mætti því franska í 8-liða úrslitum Ólympíuleikanna í gær. 

Rígurinn milli Argentínu og Frakklands hefur stigmagnast síðan á úrslitaleiknum í HM í fótbolta árið 2022.

Enzo Fernandez blés svo enn frekar á bálið eftir að Argentína varð Ameríkumeistari og söng niðrandi lög um landsliðsmenn Frakklands.

Í fyrsta leik fótboltaliðs Argentínu voru þeir augljóslega mjög óvelkomnir í Frakklandi og vatnsflöskum var kastað í leikmenn.

Rúgbýlandslið Argentínu mátti þola baul í fyrsta leik gegn Keníu, en það var ekkert í líkingu við lætin sem biðu þeirra gegn Frakklandi í gær.

„Ég var ekki undirbúinn fyrir þessar móttökur, en það var allt í góðu. Við nutum andrúmsloftsins og þetta er hluti af íþróttum – stundum er fólkið með þér í liði og stundum ekki,“ sagði fyrirliðinn Gaston Revol.

Frakkland vann leikinn að endingu 26-14 og heldur áfram í undanúrslit á Ólympíuleikunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×