Boðar laugardagsbongó Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júlí 2024 10:21 Það verður gott veður til líkamsræktar utandyra á morgun en svo má líka bara slaka á með góðan drykk í hönd. Hvað Davíð Tómas Tómasson körfuboltadómari, sem hér tekur á því í blíðu, gerir á morgun verður að koma í ljós. vísiri/Vilhelm Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku boðar rjómablíðu víðast hvar á landinu á morgun, laugardag. Vermirinn verður að líkindum skammgóður því fastagestur sumarsins, rigningin, er væntanleg á sunnudag. Góðu veðri fagna flestir en líklega engir meira en skipuleggjendur viðburða á borð við Bræðsluna á Borgarfirði eystri, Mærudaga á Húsavík og Reykholtshátíð svo eitthvað sé tínt til. Það er nóg um að vera um helgina. „Af því að sumarveðrið að undanförnu hefur verið heldur risjótt og verður það líkast til enn um sinn, er mjög jákvætt að sjá hvað virðist ætla að rætast vel úr laugardeginum um mest allt land,“ segir Einar í færslu á Facebook. „Frá því seinnipartinn í dag, föstudag og á morgun, mun víðast hvar verða þurrt og með hægum vindi hægur. Reyndar skýjað, og ekki alveg skúralaust alls staðar! En sólin ætti þó að brjótast fram svona hér og hvar. Einkum suðaustan- og austanlands og eins inn til landsins. Þar verður líka hlýjast, en ólíklegt þó að hitinn rjúfi 20 stigin þar sem hlýjast verður.“ Gott laugardagsveður skiptir máli segir Einar og því mótmæla líklega fæstir. „Fólk er á faraldsfæti um land allt um þessa helgi, stór hluti landsmanna í sumarfríi, bæjarhátíðir, íþróttamót, fjölskyldu- og ættarmót, giftingar o.s.frv..“ Góðar fréttir það, en hvað með sunnudaginn? „Á sunnudag fer síðan að rigna sunnan- og vestantil með skilum lægðar sem koma úr suðvestri, einkum þegar líður á daginn.“ Veður Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Góðu veðri fagna flestir en líklega engir meira en skipuleggjendur viðburða á borð við Bræðsluna á Borgarfirði eystri, Mærudaga á Húsavík og Reykholtshátíð svo eitthvað sé tínt til. Það er nóg um að vera um helgina. „Af því að sumarveðrið að undanförnu hefur verið heldur risjótt og verður það líkast til enn um sinn, er mjög jákvætt að sjá hvað virðist ætla að rætast vel úr laugardeginum um mest allt land,“ segir Einar í færslu á Facebook. „Frá því seinnipartinn í dag, föstudag og á morgun, mun víðast hvar verða þurrt og með hægum vindi hægur. Reyndar skýjað, og ekki alveg skúralaust alls staðar! En sólin ætti þó að brjótast fram svona hér og hvar. Einkum suðaustan- og austanlands og eins inn til landsins. Þar verður líka hlýjast, en ólíklegt þó að hitinn rjúfi 20 stigin þar sem hlýjast verður.“ Gott laugardagsveður skiptir máli segir Einar og því mótmæla líklega fæstir. „Fólk er á faraldsfæti um land allt um þessa helgi, stór hluti landsmanna í sumarfríi, bæjarhátíðir, íþróttamót, fjölskyldu- og ættarmót, giftingar o.s.frv..“ Góðar fréttir það, en hvað með sunnudaginn? „Á sunnudag fer síðan að rigna sunnan- og vestantil með skilum lægðar sem koma úr suðvestri, einkum þegar líður á daginn.“
Veður Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira