Boðar laugardagsbongó Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júlí 2024 10:21 Það verður gott veður til líkamsræktar utandyra á morgun en svo má líka bara slaka á með góðan drykk í hönd. Hvað Davíð Tómas Tómasson körfuboltadómari, sem hér tekur á því í blíðu, gerir á morgun verður að koma í ljós. vísiri/Vilhelm Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku boðar rjómablíðu víðast hvar á landinu á morgun, laugardag. Vermirinn verður að líkindum skammgóður því fastagestur sumarsins, rigningin, er væntanleg á sunnudag. Góðu veðri fagna flestir en líklega engir meira en skipuleggjendur viðburða á borð við Bræðsluna á Borgarfirði eystri, Mærudaga á Húsavík og Reykholtshátíð svo eitthvað sé tínt til. Það er nóg um að vera um helgina. „Af því að sumarveðrið að undanförnu hefur verið heldur risjótt og verður það líkast til enn um sinn, er mjög jákvætt að sjá hvað virðist ætla að rætast vel úr laugardeginum um mest allt land,“ segir Einar í færslu á Facebook. „Frá því seinnipartinn í dag, föstudag og á morgun, mun víðast hvar verða þurrt og með hægum vindi hægur. Reyndar skýjað, og ekki alveg skúralaust alls staðar! En sólin ætti þó að brjótast fram svona hér og hvar. Einkum suðaustan- og austanlands og eins inn til landsins. Þar verður líka hlýjast, en ólíklegt þó að hitinn rjúfi 20 stigin þar sem hlýjast verður.“ Gott laugardagsveður skiptir máli segir Einar og því mótmæla líklega fæstir. „Fólk er á faraldsfæti um land allt um þessa helgi, stór hluti landsmanna í sumarfríi, bæjarhátíðir, íþróttamót, fjölskyldu- og ættarmót, giftingar o.s.frv..“ Góðar fréttir það, en hvað með sunnudaginn? „Á sunnudag fer síðan að rigna sunnan- og vestantil með skilum lægðar sem koma úr suðvestri, einkum þegar líður á daginn.“ Veður Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morguun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Sjá meira
Góðu veðri fagna flestir en líklega engir meira en skipuleggjendur viðburða á borð við Bræðsluna á Borgarfirði eystri, Mærudaga á Húsavík og Reykholtshátíð svo eitthvað sé tínt til. Það er nóg um að vera um helgina. „Af því að sumarveðrið að undanförnu hefur verið heldur risjótt og verður það líkast til enn um sinn, er mjög jákvætt að sjá hvað virðist ætla að rætast vel úr laugardeginum um mest allt land,“ segir Einar í færslu á Facebook. „Frá því seinnipartinn í dag, föstudag og á morgun, mun víðast hvar verða þurrt og með hægum vindi hægur. Reyndar skýjað, og ekki alveg skúralaust alls staðar! En sólin ætti þó að brjótast fram svona hér og hvar. Einkum suðaustan- og austanlands og eins inn til landsins. Þar verður líka hlýjast, en ólíklegt þó að hitinn rjúfi 20 stigin þar sem hlýjast verður.“ Gott laugardagsveður skiptir máli segir Einar og því mótmæla líklega fæstir. „Fólk er á faraldsfæti um land allt um þessa helgi, stór hluti landsmanna í sumarfríi, bæjarhátíðir, íþróttamót, fjölskyldu- og ættarmót, giftingar o.s.frv..“ Góðar fréttir það, en hvað með sunnudaginn? „Á sunnudag fer síðan að rigna sunnan- og vestantil með skilum lægðar sem koma úr suðvestri, einkum þegar líður á daginn.“
Veður Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morguun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Sjá meira