Óvíst hvort að skemmdarverkin hafi áhrif: Skipulagsleysi setur svip sinn á samgöngumál Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. júlí 2024 12:06 Mikill viðbúnaður er í Parísarborg í kringum Ólympíuleikanna. Vilhelm/EPA/RITCHIE B. TONGO Óvíst er að svo stöddu hvort skemmdarverkin á lestarkerfinu í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska Ólympíuhópinn, þó að það geti haft áhrif á lið stærri þjóða. Aðalfararstjóri íslenska hópsins segist verða var við gífurlega öryggisgæslu á svæðinu. Formleg setningarathöfn Ólympíuleikanna er í kvöld en tveir íslenskir keppendur taka þátt sem fánaberar. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og aðalfararstjóri hópsins, segir óljóst hvort að umfangsmikil skemmdarverk sem voru unnin á lestarkerfinu umhverfis París í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska hópinn. Vésteinn tekur þó fram að skipulagsleysi setji svip sinn á samgöngumál á mótinu. Leið yfir keppanda í rútu „Við vitum það ekki þetta er bara nýtilkomið. Það hefur verið mikið vesen með samgöngur hérna, það hefur verið aðallega kvartað undan því. Rútukerfi leikanna hefur ekki virkað og bílstjórarnir vita ekki hvert þeir eru að fara og svona. Af alls konar öryggisástæðum má ekki opna glugga í rútunni og það leið yfir eina sundkonu frá Írlandi út af súrefnisskorti. Við vitum hreinlega ekki hvort þessi skemmdarverk hafi áhrif á okkur en hinað til erum við bara í rútum, við erum ekki í þessum samgöngumálum. Við erum með nokkra starfsmenn sem eru fyrir utan þorpið og það gæti haft áhrif á þau. Við erum með b-plan í þessu öllu saman og erum með bíla til að ná í þau. “ Lítið af mat fyrstu daganna Jafnframt hefur verið kvartað töluvert undan matnum á mótinu en Vésteinn tekur fram að búið sé að bæta úr því. „Fyrstu daganna hérna var lítið af mat og lítið af próteini. Eggin voru búin og ýmislegt svona í morgunmatnum. Það er búið að laga það sæmilega vel. Við vorum í kvöldmat í gær með þrjú þúsund manns og ég held að það hafi allir fengið nóg að borða.“ Átta tíma ferðalag fyrir setningarathöfnina Vésteinn segir að mikil spenna sé á meðal keppenda fyrir leikunum og að undirbúningur sé búin að ganga mjög vel. Hann nefnir að þrír af fimm keppendum muni ekki taka þátt í setningarathöfninni til að og undirbúa sig fyrir keppnina sjálfa. Þetta er í fyrsta sinn sem athöfnin fer ekki fram á íþróttaleikvangi en í kvöld munu keppendur frá 207 löndum sigla niður Signu um borð í 85 bátum. Mikil leynd ríkir um skemmtiatriði kvöldsins en búist er við að Lady Gaga og Celine Dion komi fram í kvöld. „Við förum héðan þremur tímum fyrir bátsferðina svo að allur pakkinn er átta og hálfur tími. Síðan er bátsferðin 42 mínútur og síðan förum við í land eftir tvo klukkutíma því þetta eru svo margir bátar og svo er þetta í Trocadero eftir það. Þannig að þetta er heljarinnar batterí.“ Mikill viðbúnaður í kringum þorpið Vésteinn segir mikinn viðbúnað á svæðinu og að mikil áhersla sé lögð á öryggismál. „Við erum í sömu götu og Ísrael. Þeir eru hérna þremur blokkum frá okkur og það er lokað stundum þar. Það er eina blokkin sem er ekki merkt. Hér labba menn um með stór skotvopn og það er mjög mikið öryggi og það kemst enginn inn. Það er vel hugsað um þá sem eru í stríðsátökum og við getum náttúrulega ekkert annað en bara fylgt þeim reglum.“ Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Formleg setningarathöfn Ólympíuleikanna er í kvöld en tveir íslenskir keppendur taka þátt sem fánaberar. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og aðalfararstjóri hópsins, segir óljóst hvort að umfangsmikil skemmdarverk sem voru unnin á lestarkerfinu umhverfis París í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska hópinn. Vésteinn tekur þó fram að skipulagsleysi setji svip sinn á samgöngumál á mótinu. Leið yfir keppanda í rútu „Við vitum það ekki þetta er bara nýtilkomið. Það hefur verið mikið vesen með samgöngur hérna, það hefur verið aðallega kvartað undan því. Rútukerfi leikanna hefur ekki virkað og bílstjórarnir vita ekki hvert þeir eru að fara og svona. Af alls konar öryggisástæðum má ekki opna glugga í rútunni og það leið yfir eina sundkonu frá Írlandi út af súrefnisskorti. Við vitum hreinlega ekki hvort þessi skemmdarverk hafi áhrif á okkur en hinað til erum við bara í rútum, við erum ekki í þessum samgöngumálum. Við erum með nokkra starfsmenn sem eru fyrir utan þorpið og það gæti haft áhrif á þau. Við erum með b-plan í þessu öllu saman og erum með bíla til að ná í þau. “ Lítið af mat fyrstu daganna Jafnframt hefur verið kvartað töluvert undan matnum á mótinu en Vésteinn tekur fram að búið sé að bæta úr því. „Fyrstu daganna hérna var lítið af mat og lítið af próteini. Eggin voru búin og ýmislegt svona í morgunmatnum. Það er búið að laga það sæmilega vel. Við vorum í kvöldmat í gær með þrjú þúsund manns og ég held að það hafi allir fengið nóg að borða.“ Átta tíma ferðalag fyrir setningarathöfnina Vésteinn segir að mikil spenna sé á meðal keppenda fyrir leikunum og að undirbúningur sé búin að ganga mjög vel. Hann nefnir að þrír af fimm keppendum muni ekki taka þátt í setningarathöfninni til að og undirbúa sig fyrir keppnina sjálfa. Þetta er í fyrsta sinn sem athöfnin fer ekki fram á íþróttaleikvangi en í kvöld munu keppendur frá 207 löndum sigla niður Signu um borð í 85 bátum. Mikil leynd ríkir um skemmtiatriði kvöldsins en búist er við að Lady Gaga og Celine Dion komi fram í kvöld. „Við förum héðan þremur tímum fyrir bátsferðina svo að allur pakkinn er átta og hálfur tími. Síðan er bátsferðin 42 mínútur og síðan förum við í land eftir tvo klukkutíma því þetta eru svo margir bátar og svo er þetta í Trocadero eftir það. Þannig að þetta er heljarinnar batterí.“ Mikill viðbúnaður í kringum þorpið Vésteinn segir mikinn viðbúnað á svæðinu og að mikil áhersla sé lögð á öryggismál. „Við erum í sömu götu og Ísrael. Þeir eru hérna þremur blokkum frá okkur og það er lokað stundum þar. Það er eina blokkin sem er ekki merkt. Hér labba menn um með stór skotvopn og það er mjög mikið öryggi og það kemst enginn inn. Það er vel hugsað um þá sem eru í stríðsátökum og við getum náttúrulega ekkert annað en bara fylgt þeim reglum.“
Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira