Króatar lentu í kröppum dansi gegn fyrrum lærisveinum Dags Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júlí 2024 13:35 Dagur Sigurðsson er þjálfari króatíska karalandsliðsins í handbolta. Marco Steinbrenner/DeFodi Images via Getty Images Króatíska karlalandsliðið í handbolta, undir stjórn Dags Sigurðssonar, lenti í kröppum dansi er liðið mætti Japan í fyrstu umferð riðlakeppninnar á Ólympíuleikunum í dag. Dagur tók við króatíska liðinu fyrr á þessu ári, en hann var áður þjálfari japanska landsliðsins. Hann var því að mæta sínum fyrrverandi lærisveinum. Jafnræði ríkti með liðunum framan af leik og lengi vel varð munurinn ekki meiri en tvö mörk. Í stöðunni 13-13 tók japanska liðið þó öll völd og skoraði síðustu fimm mörk fyrri hálfleiksins og staðan var því 18-13, Japan í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Japanir héldu króatíska liðinu í skefjum lengi vel í síðari hálfleik og náði mest sex marka forskoti í stöðunni 23-17. Þá vöknuðu Króatar hins vegar loksins til lífsins og komust yfir í 25-24 þegar um átta mínútur voru til leiksloka. Lokamínúturnar voru svo vægast sagt spennandi. Liðin skiptust á að hafa forystuna og Króatar fengu tækifæri til að komast yfir þegar um mínúta var til leiksloka. Þeir misnotuðu hins vegar sókn sína og því gátu Japanir stolið sigrinum á síðustu sekúndum leiksins. Japanska liðið tók leikhlé þegar tæp hálf mínúta var eftir og staðan var jöfn, 29-29. Þeir fengu færi til að koma boltanum í netið, en klikkuðu, tóku frákastið og klikkuðu aftur. Króatar tóku á rás og náðu að koma boltanum í netið í þann mund sem tíminn rann út og niðurstaðan varð dramatískur 30-29 sigur Króatíu. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Dagur tók við króatíska liðinu fyrr á þessu ári, en hann var áður þjálfari japanska landsliðsins. Hann var því að mæta sínum fyrrverandi lærisveinum. Jafnræði ríkti með liðunum framan af leik og lengi vel varð munurinn ekki meiri en tvö mörk. Í stöðunni 13-13 tók japanska liðið þó öll völd og skoraði síðustu fimm mörk fyrri hálfleiksins og staðan var því 18-13, Japan í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Japanir héldu króatíska liðinu í skefjum lengi vel í síðari hálfleik og náði mest sex marka forskoti í stöðunni 23-17. Þá vöknuðu Króatar hins vegar loksins til lífsins og komust yfir í 25-24 þegar um átta mínútur voru til leiksloka. Lokamínúturnar voru svo vægast sagt spennandi. Liðin skiptust á að hafa forystuna og Króatar fengu tækifæri til að komast yfir þegar um mínúta var til leiksloka. Þeir misnotuðu hins vegar sókn sína og því gátu Japanir stolið sigrinum á síðustu sekúndum leiksins. Japanska liðið tók leikhlé þegar tæp hálf mínúta var eftir og staðan var jöfn, 29-29. Þeir fengu færi til að koma boltanum í netið, en klikkuðu, tóku frákastið og klikkuðu aftur. Króatar tóku á rás og náðu að koma boltanum í netið í þann mund sem tíminn rann út og niðurstaðan varð dramatískur 30-29 sigur Króatíu.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira