Jökulhlaup hafið úr Mýrdalsjökli og hringveginum lokað Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júlí 2024 13:51 Vatn flæðir yfir brúna yfir ánna Skálm og á hringveginn á um kílómetra kafla austan við brúna. Skemmdir eru við brúarendana og vegurinn er byrjaður að skemmast vegna vatnsflaumsins. Vegagerðin Jökulhlaup er hafið úr Mýrdalsjökli og miklir vatnavextir er í Skálm austan Mýrdalsjökuls. Hringveginum er lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs, þar sem vatn flæðir yfir veginn á köflum. Skemmdir hafa orðið á fleiri vegum og mjög litlar líkur á því að þeir verði opnaðir í dag, að sögn Vegagerðarinnar. Búið er að loka vegum F232, F232, F208, F208 og F210 á hálendi. „Þetta gerist árlega að einhverjir katlar tæma sig en það er sjaldan sem atburðirnir verða stórir. Síðast var stóratburður í Skálm 2011 sem varði í nokkrar klukkustundir. Mesta hættan af þessu er nærri jökulsporðunum þar sem jökulvatnið geisar út,“ sagði Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni fyrr í dag. Hann segir að þessu geti fylgt mikil gasmengun, og það geti verið hættulegt fyrir fólk að vera í lægðum í landslaginu nálægt jökulsporðunum þar sem gasið safnast saman. Mestar áhyggjur eru af ferðafólki við Kötlujökul í austanverðum Mýrdalsjökli og Emstrur. Víðtækar vegalokanir eru á svæðinu.Vegagerðin Aðsend Miklir vatnavextir eru í ánni Skálm.Aðsend Fréttin hefur verið uppfærð. Skaftárhreppur Mýrdalshreppur Samgöngur Jöklar á Íslandi Tengdar fréttir Jökulhlaup virðist hafið úr Mýrdalsjökli Útlit er fyrir að jökulhlaup sé hafið við Mýrdalsjökul og er fólki er ráðlagt frá því að vera á ferli nærri upptökum Múlakvíslar og við Kötlujökul. Mestar áhyggjur eru af gasmengun. Hringvegur um Mýrdalssand er lokaður til austurs vegna vatns sem flæðir yfir hann úr ánni Skálm. 27. júlí 2024 12:28 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Skemmdir hafa orðið á fleiri vegum og mjög litlar líkur á því að þeir verði opnaðir í dag, að sögn Vegagerðarinnar. Búið er að loka vegum F232, F232, F208, F208 og F210 á hálendi. „Þetta gerist árlega að einhverjir katlar tæma sig en það er sjaldan sem atburðirnir verða stórir. Síðast var stóratburður í Skálm 2011 sem varði í nokkrar klukkustundir. Mesta hættan af þessu er nærri jökulsporðunum þar sem jökulvatnið geisar út,“ sagði Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni fyrr í dag. Hann segir að þessu geti fylgt mikil gasmengun, og það geti verið hættulegt fyrir fólk að vera í lægðum í landslaginu nálægt jökulsporðunum þar sem gasið safnast saman. Mestar áhyggjur eru af ferðafólki við Kötlujökul í austanverðum Mýrdalsjökli og Emstrur. Víðtækar vegalokanir eru á svæðinu.Vegagerðin Aðsend Miklir vatnavextir eru í ánni Skálm.Aðsend Fréttin hefur verið uppfærð.
Skaftárhreppur Mýrdalshreppur Samgöngur Jöklar á Íslandi Tengdar fréttir Jökulhlaup virðist hafið úr Mýrdalsjökli Útlit er fyrir að jökulhlaup sé hafið við Mýrdalsjökul og er fólki er ráðlagt frá því að vera á ferli nærri upptökum Múlakvíslar og við Kötlujökul. Mestar áhyggjur eru af gasmengun. Hringvegur um Mýrdalssand er lokaður til austurs vegna vatns sem flæðir yfir hann úr ánni Skálm. 27. júlí 2024 12:28 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Jökulhlaup virðist hafið úr Mýrdalsjökli Útlit er fyrir að jökulhlaup sé hafið við Mýrdalsjökul og er fólki er ráðlagt frá því að vera á ferli nærri upptökum Múlakvíslar og við Kötlujökul. Mestar áhyggjur eru af gasmengun. Hringvegur um Mýrdalssand er lokaður til austurs vegna vatns sem flæðir yfir hann úr ánni Skálm. 27. júlí 2024 12:28