Lýsa yfir óvissustigi og skipa fólki að yfirgefa svæðið Eiður Þór Árnason og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 27. júlí 2024 17:10 Matthías Sveinbjörnsson og Sveinbjörn Darri Matthíasson flugu yfir svæðið í dag. Sveinbjörn Darri Matthíasson Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi beinir því eindregið til fólks að halda sig frá svæðinu milli Skaftártungu og Víkur í Mýrdal. Áhyggjur eru af gosmengun og þá hefur vatn flætt yfir hringveginn og fleiri vegi á svæðinu. Rafleiðni hefur mælst óvenjuhá í ánni Skálm og vatn flæðir yfir þjóðveginn. Hætta getur verið nálægt jökulsporðunum þar sem jökulvatn geisar út og getur þessu fylgt gasmengun sem getur skapað hættu fyrir fólk í lægðum nálægt jökulsporðunum, að því er fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. Þjóðveginum hefur verið lokað við Höfðabrekku í Mýrdal að Meðallandsvegi í austri. Einnig eru Hrífunesvegur og Öldufellsleið lokuð. Þá hefur lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur tekið ákvörðun um að svæðið við Sólheimajökul verði rýmt. Vatn hefur víða flætt yfir vegi á svæðinu.Sveinbjörn Darri Matthíasson „Þetta er jökulflóð og það er óvissustig í gangi og við erum að ná utan um það,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Lokanir séu við Skaftártungu og Vík í Mýrdal og fólk á svæðinu eigi að koma sér út af svæðinu þar á milli sem fyrst. „Ekki vera að fara inn á svæðið til að skoða, það er ekkert til að sjá eins og er. Við erum með lokanir þarna það langt frá.” Jón Gunnar segir óljóst hvort brúin yfir ánna Skálm sem flæðir nú yfir bakka sína austan Mýrdalsjökuls sé í hættu. Ekki náð hámarki við þjóðveginn Aukning í rafleiðni fór að mælast í Skálm í nótt og í morgun mátti sjá aukinn óróa undir jöklinum. Jökulhlaup fór svo að mælast í ánni Skálm á öðrum tímanum í dag. Á vef Veðurstofunnar segir að hlaupið sé stórt, mögulega stærra en síðasta stóra hlaup sem var árið 2011 og kom undan Kötlujökli í austanverðum Mýrdalsjökli. Samkvæmt upplýsingum sem Veðurstofan fékk frá flugmanni kemur hlaupvatn undan Sandfellsjökli eins og staðan er núna og fer niður í farveg Skálmar. Miðað við þær myndir virðist hlaupið hafa náð hámarksrennsli við jökulsporðinn. Hlaupið eigi þó enn eftir að ná hámarki við þjóðveg 1. Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Jöklar á Íslandi Tengdar fréttir Jökulhlaup hafið úr Mýrdalsjökli og hringveginum lokað Jökulhlaup er hafið úr Mýrdalsjökli og miklir vatnavextir er í Skálm austan Mýrdalsjökuls. Hringveginum er lokað milli Víkur og Laufskálavörðu, þar sem vatn flæðir yfir veginn á köflum. 27. júlí 2024 14:46 Áhyggjur af gasmengun vegna jökulhlaups Útlit er fyrir að jökulhlaup sé hafið við Mýrdalsjökul og er fólki er ráðlagt frá því að vera á ferli nærri upptökum Múlakvíslar og við Kötlujökul. Mestar áhyggjur eru af gasmengun. Hringvegur um Mýrdalssand er lokaður til austurs vegna vatns sem flæðir yfir hann úr ánni Skálm. 27. júlí 2024 12:28 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Rafleiðni hefur mælst óvenjuhá í ánni Skálm og vatn flæðir yfir þjóðveginn. Hætta getur verið nálægt jökulsporðunum þar sem jökulvatn geisar út og getur þessu fylgt gasmengun sem getur skapað hættu fyrir fólk í lægðum nálægt jökulsporðunum, að því er fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. Þjóðveginum hefur verið lokað við Höfðabrekku í Mýrdal að Meðallandsvegi í austri. Einnig eru Hrífunesvegur og Öldufellsleið lokuð. Þá hefur lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur tekið ákvörðun um að svæðið við Sólheimajökul verði rýmt. Vatn hefur víða flætt yfir vegi á svæðinu.Sveinbjörn Darri Matthíasson „Þetta er jökulflóð og það er óvissustig í gangi og við erum að ná utan um það,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Lokanir séu við Skaftártungu og Vík í Mýrdal og fólk á svæðinu eigi að koma sér út af svæðinu þar á milli sem fyrst. „Ekki vera að fara inn á svæðið til að skoða, það er ekkert til að sjá eins og er. Við erum með lokanir þarna það langt frá.” Jón Gunnar segir óljóst hvort brúin yfir ánna Skálm sem flæðir nú yfir bakka sína austan Mýrdalsjökuls sé í hættu. Ekki náð hámarki við þjóðveginn Aukning í rafleiðni fór að mælast í Skálm í nótt og í morgun mátti sjá aukinn óróa undir jöklinum. Jökulhlaup fór svo að mælast í ánni Skálm á öðrum tímanum í dag. Á vef Veðurstofunnar segir að hlaupið sé stórt, mögulega stærra en síðasta stóra hlaup sem var árið 2011 og kom undan Kötlujökli í austanverðum Mýrdalsjökli. Samkvæmt upplýsingum sem Veðurstofan fékk frá flugmanni kemur hlaupvatn undan Sandfellsjökli eins og staðan er núna og fer niður í farveg Skálmar. Miðað við þær myndir virðist hlaupið hafa náð hámarksrennsli við jökulsporðinn. Hlaupið eigi þó enn eftir að ná hámarki við þjóðveg 1.
Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Jöklar á Íslandi Tengdar fréttir Jökulhlaup hafið úr Mýrdalsjökli og hringveginum lokað Jökulhlaup er hafið úr Mýrdalsjökli og miklir vatnavextir er í Skálm austan Mýrdalsjökuls. Hringveginum er lokað milli Víkur og Laufskálavörðu, þar sem vatn flæðir yfir veginn á köflum. 27. júlí 2024 14:46 Áhyggjur af gasmengun vegna jökulhlaups Útlit er fyrir að jökulhlaup sé hafið við Mýrdalsjökul og er fólki er ráðlagt frá því að vera á ferli nærri upptökum Múlakvíslar og við Kötlujökul. Mestar áhyggjur eru af gasmengun. Hringvegur um Mýrdalssand er lokaður til austurs vegna vatns sem flæðir yfir hann úr ánni Skálm. 27. júlí 2024 12:28 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Jökulhlaup hafið úr Mýrdalsjökli og hringveginum lokað Jökulhlaup er hafið úr Mýrdalsjökli og miklir vatnavextir er í Skálm austan Mýrdalsjökuls. Hringveginum er lokað milli Víkur og Laufskálavörðu, þar sem vatn flæðir yfir veginn á köflum. 27. júlí 2024 14:46
Áhyggjur af gasmengun vegna jökulhlaups Útlit er fyrir að jökulhlaup sé hafið við Mýrdalsjökul og er fólki er ráðlagt frá því að vera á ferli nærri upptökum Múlakvíslar og við Kötlujökul. Mestar áhyggjur eru af gasmengun. Hringvegur um Mýrdalssand er lokaður til austurs vegna vatns sem flæðir yfir hann úr ánni Skálm. 27. júlí 2024 12:28