Hnefaleikaþjálfari Samóa bráðkvaddur í Ólympíuþorpinu Siggeir Ævarsson skrifar 28. júlí 2024 07:59 Lionel Fatupaito með heiminn á herðum sér Facebook Lionel Fatupaito Lionel Fatupaito, hnefaleikaþjálfari Samóa, fékk hjartastopp í Ólympíuþorpinu á föstudagsmorgun og var úrskurðaður látinn skömmu síðar. Fatupaito, sem var 60 ára, kvartaði undan verkjum rétt fyrir opnunarathöfn leikanna og var í kjölfarið fylgt upp á herbergi sitt í þorpinu. Á leiðinni þangað fékk hann hjartastopp og þrátt fyrir skjót viðbrögð viðbragðsaðila báru endurlífgunartilraunir þeirra ekki árangur. Ato Plodzicki-Faoagali keppir fyrir hönd Samóa í hnefaleikum á Ólympíuleikunum og hann minntist þjálfara síns með hlýhug á Facebook í gær. Þá hefur Alþjóða hnefaleikasambandið einnig gefið út yfirlýsingu og vottað aðstandendum Fatupaito samúð sína. „Við hjá Alþjóða hnefaleikasambandinu (IBA) vottum fjölskyldu, vinum og samstarfsfólki Lionel Elika Fatupaito, landsliðsþjálfara Samóa í hnefaleikum, innilegar samúðarkveðjur, en hann féll frá á hryggilegan hátt í París 2024. Ástríða Lionels og hollusta hans fyrir íþróttinni hefur markað óafmáanlegt spor á hnefaleikasamfélagið. Arfleifð hans mun halda áfram að veita komandi kynslóðum innblástur. Hugur okkar og bænir eru hjá keppendum Samóa og öllum þeim sem urðu fyrir áhrifum af þessu djúpstæða áfalli.“ Yfirvöld í París hafa þegar staðfest að andlát Fatupaito hafi verið af náttúrulegum orsökum. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Sjá meira
Fatupaito, sem var 60 ára, kvartaði undan verkjum rétt fyrir opnunarathöfn leikanna og var í kjölfarið fylgt upp á herbergi sitt í þorpinu. Á leiðinni þangað fékk hann hjartastopp og þrátt fyrir skjót viðbrögð viðbragðsaðila báru endurlífgunartilraunir þeirra ekki árangur. Ato Plodzicki-Faoagali keppir fyrir hönd Samóa í hnefaleikum á Ólympíuleikunum og hann minntist þjálfara síns með hlýhug á Facebook í gær. Þá hefur Alþjóða hnefaleikasambandið einnig gefið út yfirlýsingu og vottað aðstandendum Fatupaito samúð sína. „Við hjá Alþjóða hnefaleikasambandinu (IBA) vottum fjölskyldu, vinum og samstarfsfólki Lionel Elika Fatupaito, landsliðsþjálfara Samóa í hnefaleikum, innilegar samúðarkveðjur, en hann féll frá á hryggilegan hátt í París 2024. Ástríða Lionels og hollusta hans fyrir íþróttinni hefur markað óafmáanlegt spor á hnefaleikasamfélagið. Arfleifð hans mun halda áfram að veita komandi kynslóðum innblástur. Hugur okkar og bænir eru hjá keppendum Samóa og öllum þeim sem urðu fyrir áhrifum af þessu djúpstæða áfalli.“ Yfirvöld í París hafa þegar staðfest að andlát Fatupaito hafi verið af náttúrulegum orsökum.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Sjá meira