Þurfti að hætta eftir sex tíma í sjónum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júlí 2024 12:06 Sigurgeir lagði af stað frá Akranesi í gærmorgun klukkan 10. Aðsend Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson ætlaði að synda um 17 kílómetra leið frá Akranesi til Reykjavíkur í gær, en þurfti að hætta á miðri leið vegna veðurs. Hann er svekktur en ætlar að reyna aftur. Tilefnið var áheitasöfnun fyrir börn á Gasa í samstarfi við Barnaheill. Sigurgeir lagði af stað frá Akranesi klukkan tíu í gærmorgun, en þurfti að hætta vegna vinda og öldugangs, eftir að hafa verið í sjónum í um sex klukkustundir. „Veðurspáin rættist ekki, vindar snérust, fóru beint framan í okkur og urðu mjög sterkir. Þannig það var bara tekin ákvörðun um að þetta væri alltof hættulegt, það þurfti bara að stoppa þetta áður en illa færi,“ segir Sigurgeir. „Já það var mjög mikill öldugangur. Konan mín er alltaf á kayak og gefur mér að borða úr honum. Hún þurfti að yfirgefa hann og fara upp í bát út af öldugangi. Öldurnar voru farnar að brotna ofan í sætishólfin hjá þeim,“ segir Sigurgeir. Þegar öldugangurinn hófst hafi hann verið ansi hressilegur. Átti nóg eftir og svekkjandi að þurfa hætta vegna veðurs Sigurgeir segir að það hafi verið mjög svekkjandi að þurfa hætta vegna veðurs, hann hafi átt nóg eftir í tankinum. Sigurgeir brattur í miðju sundi.Aðsend „Ég var náttúrulega orðinn smá þreyttur sko. Ég var farinn að finna svolítið fyrir öxlunum af því að ég þurfti að beita svo svakalegu afli til að komast eitthvað áfram. En ég átti samt helling eftir, veðrið leyfði okkur bara ekki að halda áfram.“ Fjórða langsundið Þetta er í fjórða sinn sem Sigurgeir syndir langsund í sjónum, en hann hefur áður synt frá Vestmannaeyjum til Landeyja, Grettissundið og þvert yfir Kollafjörðinn frá Kjalarnesi yfir í Bryggjuhverfið í Reykjavík. Í öll skiptin hefur hann safnað áheitum fyrir góðgerðarmálefni, en í þetta skiptið er það fyrir börn á Gasa. Ennþá er hægt að heita á Sigurgeir á barnaheill.is. Til stóð að synda 17 kílómetra frá Akranesi til Reykjavíkur.Aðsend Hann lætur deigan ekki síga og kveðst ætla reyna aftur við leiðina. „Jájájá ég hætti ekki fyrr en ég er búinn að fara yfir. Hvort sem það verður frá Reykjavík eða Skaganum, þá ætla ég að klára þetta,“ segir Sigurgeir. Sjósund Reykjavík Akranes Tengdar fréttir Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. 6. september 2021 15:52 Synti frá Eyjum í land til styrktar börnum á átakasvæðum Sigurgeir Svanbergsson kom í land í gærkvöldi eftir sjósund frá Vestmannaeyjum til Landeyjasanda. Synti Sigurgeir til styrktar börnum sem búa á átakasvæðum. 23. júlí 2022 15:19 Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. 14. ágúst 2023 18:12 Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Sjá meira
Sigurgeir lagði af stað frá Akranesi klukkan tíu í gærmorgun, en þurfti að hætta vegna vinda og öldugangs, eftir að hafa verið í sjónum í um sex klukkustundir. „Veðurspáin rættist ekki, vindar snérust, fóru beint framan í okkur og urðu mjög sterkir. Þannig það var bara tekin ákvörðun um að þetta væri alltof hættulegt, það þurfti bara að stoppa þetta áður en illa færi,“ segir Sigurgeir. „Já það var mjög mikill öldugangur. Konan mín er alltaf á kayak og gefur mér að borða úr honum. Hún þurfti að yfirgefa hann og fara upp í bát út af öldugangi. Öldurnar voru farnar að brotna ofan í sætishólfin hjá þeim,“ segir Sigurgeir. Þegar öldugangurinn hófst hafi hann verið ansi hressilegur. Átti nóg eftir og svekkjandi að þurfa hætta vegna veðurs Sigurgeir segir að það hafi verið mjög svekkjandi að þurfa hætta vegna veðurs, hann hafi átt nóg eftir í tankinum. Sigurgeir brattur í miðju sundi.Aðsend „Ég var náttúrulega orðinn smá þreyttur sko. Ég var farinn að finna svolítið fyrir öxlunum af því að ég þurfti að beita svo svakalegu afli til að komast eitthvað áfram. En ég átti samt helling eftir, veðrið leyfði okkur bara ekki að halda áfram.“ Fjórða langsundið Þetta er í fjórða sinn sem Sigurgeir syndir langsund í sjónum, en hann hefur áður synt frá Vestmannaeyjum til Landeyja, Grettissundið og þvert yfir Kollafjörðinn frá Kjalarnesi yfir í Bryggjuhverfið í Reykjavík. Í öll skiptin hefur hann safnað áheitum fyrir góðgerðarmálefni, en í þetta skiptið er það fyrir börn á Gasa. Ennþá er hægt að heita á Sigurgeir á barnaheill.is. Til stóð að synda 17 kílómetra frá Akranesi til Reykjavíkur.Aðsend Hann lætur deigan ekki síga og kveðst ætla reyna aftur við leiðina. „Jájájá ég hætti ekki fyrr en ég er búinn að fara yfir. Hvort sem það verður frá Reykjavík eða Skaganum, þá ætla ég að klára þetta,“ segir Sigurgeir.
Sjósund Reykjavík Akranes Tengdar fréttir Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. 6. september 2021 15:52 Synti frá Eyjum í land til styrktar börnum á átakasvæðum Sigurgeir Svanbergsson kom í land í gærkvöldi eftir sjósund frá Vestmannaeyjum til Landeyjasanda. Synti Sigurgeir til styrktar börnum sem búa á átakasvæðum. 23. júlí 2022 15:19 Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. 14. ágúst 2023 18:12 Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Sjá meira
Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. 6. september 2021 15:52
Synti frá Eyjum í land til styrktar börnum á átakasvæðum Sigurgeir Svanbergsson kom í land í gærkvöldi eftir sjósund frá Vestmannaeyjum til Landeyjasanda. Synti Sigurgeir til styrktar börnum sem búa á átakasvæðum. 23. júlí 2022 15:19
Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. 14. ágúst 2023 18:12