Hefur áhyggjur af viðhorfi Viðskiptaráðs Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júlí 2024 14:59 Björn Brynjúlfur og Þorsteinn Sæberg tókust á um grunnskólakerfið í Sprengisandi í morgun. vísir Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir neyðarástand ríkja í grunnskólakerfinu enda hafi námsárangur barna hrunið hér á landi. Leynd um námsárangur í grunnskólum gangi ekki. Formaður skólastjórnarfélags Íslands segir málflutning ráðsins ekki á rökum reistan. Töluvert hefur verið deilt um menntamál eftir að Viðskiptaráð sagði jafnræðis ekki gætt við einkunnagjöf í íslensku grunnskólum. Þá kom fram í umsögn ráðsins að aðkoma Kennarasambands Íslands að stefnumótun í menntamálum hefði leitt málaflokkinn í öngstræti, og lagt til að stjórnvöld taki fyrir frekari afskipti sambandsins af slíkum málum. Næst lakasti árangur í Evrópu Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir neyðarástand ríkja í grunnskólakerfinu. „Við skrifum þessa umsögn um áform stjórnvalda því við höfum haft um menntamál að segja í yfir hundrað ár. Við tókum við rekstri Verzlunarskólans árið 1922 og erum bæði stofnaðili og meirihlutaeigandi Háskólans í Reykjavík. Frá þessu sjónarhorni höfum við séð hrakandi námsárangur upp úr grunnskólastigi undanfarin ár. Við okkur blasir núna það sem við köllum neyðarástand í grunnskólakerfinu. Við rekum eitt dýrasta kerfi á Vesturlöndum en námsárangurinn er sá næst lakasti í Evrópu.“ Hann segir stöðuna afleiðingu af stefnu stjórnvalda í málaflokknum undanfarin ár. Samræmdir árangursmælikvarðar hafi verið faldir auk þess sem prófin hafa ekki þýðingu fyrir nemendur. „Þannig þessi samræmdu próf eins og þau voru hafa verið svipur hjá sjón frá árinu 2009 og alveg frá þeim tíma hefur námsárangur íslenskra grunnskólabarna hrunið.“ Á villigötum Formaður skólastjórnarfélags Íslands segir klárt mál að bæta megi skólastarf á Íslandi en telur málflutning Björns ekki á rökum reistan. „Börn í grunnskólum hafa mikið til brunns að bera og fjölbreytni þeirra er mikil. Við rekum hér skóla án aðgreiningar og byggjum líka á einstaklingsmiðuðu starfi þar sem við reynum að nálgast þarfir barna á einstökum grunni. Til þess að gera það sem best og að börn fái að blómstra þá verðum við að mæta þörfum þeirra. Námsmat í dag byggir á því að við metum börn út frá fjölda hæfniviðmiða í hverri námsgrein.“ Þetta hafi gert það að verkum að kennsluhættir hafi breyst á undanförnum árum. „Ef menn vilja, eins og mér heyrist Björn leggja til, horfa bara á einn mælikvarða og það er eins og gömlu samræmdu prófinu voru... að horfa bara á útkomu barna í einu samræmdu prófi sem tekið er á ákveðnum degi á ákveðnum tíma. Og að það eigi að vera mælikvarði á kunnáttu barna eftir tíu ára grunnskólanám þá erum við bara á villigötum, vegna þess að börn búa yfir alls konar hæfni sem ekki verða mæld á slíkum prófum.“ Bendir Þorsteini á að vinna heimavinnuna Björn segir ráðið aldrei hafa bent á að ein einkunn eigi að ráða framtíðarnámsárangri barna. „Þetta virðist vera einhver talpunktur frá Kennarasambandinu að segja að samræmd próf séu einn mælipunktur. Enginn hefur talað fyrir einu prófi og samræmdu prófin voru reyndar ekki þannig. Þetta voru alltaf sex fög í fjórða, sjöunda og tíunda bekk. Þannig þegar þú talar um að okkar álit sé ekki á rökum reist þá myndi ég aðeins vinna þessa heimavinnu betur.“ „En þú talar svo um aðra hluti sem koma þessu máli ekkert við. Þú talar um skóla án aðgreiningar og einstaklingsmiðað starf en þetta er líka í öðrum ríkjum án þess að þau hrynji í PISA. Þannig þú ert að blanda saman hlutum sem koma umræðunni ekki við.“ Jafnréttismál Þá segist Björn hafa fengið mjög mikil viðbrögð við umsögn Viðskiptaráðs frá foreldrum og grunnskólakennurum sem segja vont að vinna í kerfi þar sem engir árangursmælikvarðar eru aðgengilegir. „Það er aldrei hægt að sjá hvar skólar eru að gera vel svo aðrir skólar geti lært af þeim og það er heldur ekki hægt að aðstoða þá skóla þar sem þarf að bæta starfið. Það sem er alvarlegast í þessu er að þetta er ekki bara spurning um tækifæri til framhaldsnáms heldur er þetta líka jafnræðismál. Grunnskólabörn eiga rétt á menntun óháð búsetu.“ Treysta þurfi kennurum Þorsteinn segir alrangt að verið sé að afnema samræmd próf. „Það sem verið er að gera núna er að stjórnvöld eru að leggja niður samræmd próf í þeim skilningi sem þau voru til 2021 þegar gert var hlé vegna ákveðinna ástæðna.“ Verið sé að vinna samræmda mælikvarða á vegum ráðuneytisins í samvinnu við nýja Menntamálastofnun sem muni hjálpa skólum við að samræma hlutina milli skóla. „Við skulum hafa eitt í huga. Innan grunnskólanna starfa sérfræðingar við kennslu barnanna okkar sem eru að mínu viti lang best til þess fallnir að vinna samkvæmt þeirri námskrá sem í gildi er hverju sinni. Þessir sérfræðingar þurfa samanburðarmælingar og þá þætti sem þeir þurfa til að samræma þessa hluti. Það er verið að vinna að þessu og ég skal svo sannarlega taka undir þá gagnrýni sem uppi hefur verið að þetta gangi allt of seint.“ Björn segir ekki rétt hjá Þorsteini að það sé alrangt að stjórnvöld ætli að leggja niður samræmd próf. „Áform stjórnvalda í Samráðsgátt eru að leggja niður samræmd próf þannig þetta er ekki rangara en það. Svo talar Þorsteinn um að matsferill eigi að koma í staðinn en hann er ekki að taka á þessum atriðum sem við erum að gagnrýna. Í fyrsta lagi er matsferillinn ekki tilbúinn og á ekki að vera það fyrr en árið 2026 og í öðru lagi þá eiga mörg eða flest prófin í þessu ferli að vera valkvæð, skólastjórnendur eiga sjálfir að ráða hvort þau leggja prófin fyrir eða ekki.“ Kennarar þurfi aðhald í störfum eins og aðrir Björn segir auk þess lagt til að ekki verði heimilt að birta opinberlega niðurstöður einstakra skóla eða sveitarfélaga eða samanburð þeirra á milli. „Þannig þessi leynd sem á að ríkja alltaf um niðurstöðurnar, almenningur og foreldrar eiga að treysta því að allt sé í fínu lagi þegar við sjáum á PISA að það er ekki allt í fínu lagi. Þessi stefna gengur ekki. Allir þurfa að hafa aðhald í sínum störfum, við þekkjum þetta hjá bæði úr fyrirtækjum og hjá heilsugæslunni sem er með þjónustukannanir sem eru opinberar. Allir sem starfa við hluti þurfa að hafa árangursmælikvarða þar sem við sjáum hvað gengur vel og hvað gengur ekki vel.“ Áhyggjur af viðhorfi Björns Þorsteinn segist hafa miklar áhyggjur af þessu viðhorfi. „Ég hef áhyggjur af þessu viðhorfi vegna þess að innan grunnskólana eins og í framhaldsskólum starfa sérfræðingar á sínu sviði sem leggja á sig mikla menntun til að takast á hendur um að kenna börnum þessa lands. Þeir eru að leggja sig fram bæði hvað varðar kennsluhætti og alla umgjörð í kringum börnin okkar. Það að það eigi endilega að birta samræmd námsmat grunnskóla er ekki það sem ég tel skólastarfi til góðs í dag.“ Nánar má hlusta á umræðuna í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Skóla- og menntamál Grunnskólar Sprengisandur Tengdar fréttir Segir Menntamálastofnun ekki hafa ráðið við stafræn samræmd próf „Menntamálastofnun réð ekki við framkvæmdina þrátt fyrir að við værum búin að aðstoða þá, koma með leiðbeiningar og tillögur að framkvæmd um hvernig væri hægt að gera þetta – þær bara gengu ekki upp.“ 25. júlí 2024 06:41 Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44 Segir aðkomu Kennarasambandsins ekkert nema eðlilega Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. 20. júlí 2024 19:51 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Töluvert hefur verið deilt um menntamál eftir að Viðskiptaráð sagði jafnræðis ekki gætt við einkunnagjöf í íslensku grunnskólum. Þá kom fram í umsögn ráðsins að aðkoma Kennarasambands Íslands að stefnumótun í menntamálum hefði leitt málaflokkinn í öngstræti, og lagt til að stjórnvöld taki fyrir frekari afskipti sambandsins af slíkum málum. Næst lakasti árangur í Evrópu Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir neyðarástand ríkja í grunnskólakerfinu. „Við skrifum þessa umsögn um áform stjórnvalda því við höfum haft um menntamál að segja í yfir hundrað ár. Við tókum við rekstri Verzlunarskólans árið 1922 og erum bæði stofnaðili og meirihlutaeigandi Háskólans í Reykjavík. Frá þessu sjónarhorni höfum við séð hrakandi námsárangur upp úr grunnskólastigi undanfarin ár. Við okkur blasir núna það sem við köllum neyðarástand í grunnskólakerfinu. Við rekum eitt dýrasta kerfi á Vesturlöndum en námsárangurinn er sá næst lakasti í Evrópu.“ Hann segir stöðuna afleiðingu af stefnu stjórnvalda í málaflokknum undanfarin ár. Samræmdir árangursmælikvarðar hafi verið faldir auk þess sem prófin hafa ekki þýðingu fyrir nemendur. „Þannig þessi samræmdu próf eins og þau voru hafa verið svipur hjá sjón frá árinu 2009 og alveg frá þeim tíma hefur námsárangur íslenskra grunnskólabarna hrunið.“ Á villigötum Formaður skólastjórnarfélags Íslands segir klárt mál að bæta megi skólastarf á Íslandi en telur málflutning Björns ekki á rökum reistan. „Börn í grunnskólum hafa mikið til brunns að bera og fjölbreytni þeirra er mikil. Við rekum hér skóla án aðgreiningar og byggjum líka á einstaklingsmiðuðu starfi þar sem við reynum að nálgast þarfir barna á einstökum grunni. Til þess að gera það sem best og að börn fái að blómstra þá verðum við að mæta þörfum þeirra. Námsmat í dag byggir á því að við metum börn út frá fjölda hæfniviðmiða í hverri námsgrein.“ Þetta hafi gert það að verkum að kennsluhættir hafi breyst á undanförnum árum. „Ef menn vilja, eins og mér heyrist Björn leggja til, horfa bara á einn mælikvarða og það er eins og gömlu samræmdu prófinu voru... að horfa bara á útkomu barna í einu samræmdu prófi sem tekið er á ákveðnum degi á ákveðnum tíma. Og að það eigi að vera mælikvarði á kunnáttu barna eftir tíu ára grunnskólanám þá erum við bara á villigötum, vegna þess að börn búa yfir alls konar hæfni sem ekki verða mæld á slíkum prófum.“ Bendir Þorsteini á að vinna heimavinnuna Björn segir ráðið aldrei hafa bent á að ein einkunn eigi að ráða framtíðarnámsárangri barna. „Þetta virðist vera einhver talpunktur frá Kennarasambandinu að segja að samræmd próf séu einn mælipunktur. Enginn hefur talað fyrir einu prófi og samræmdu prófin voru reyndar ekki þannig. Þetta voru alltaf sex fög í fjórða, sjöunda og tíunda bekk. Þannig þegar þú talar um að okkar álit sé ekki á rökum reist þá myndi ég aðeins vinna þessa heimavinnu betur.“ „En þú talar svo um aðra hluti sem koma þessu máli ekkert við. Þú talar um skóla án aðgreiningar og einstaklingsmiðað starf en þetta er líka í öðrum ríkjum án þess að þau hrynji í PISA. Þannig þú ert að blanda saman hlutum sem koma umræðunni ekki við.“ Jafnréttismál Þá segist Björn hafa fengið mjög mikil viðbrögð við umsögn Viðskiptaráðs frá foreldrum og grunnskólakennurum sem segja vont að vinna í kerfi þar sem engir árangursmælikvarðar eru aðgengilegir. „Það er aldrei hægt að sjá hvar skólar eru að gera vel svo aðrir skólar geti lært af þeim og það er heldur ekki hægt að aðstoða þá skóla þar sem þarf að bæta starfið. Það sem er alvarlegast í þessu er að þetta er ekki bara spurning um tækifæri til framhaldsnáms heldur er þetta líka jafnræðismál. Grunnskólabörn eiga rétt á menntun óháð búsetu.“ Treysta þurfi kennurum Þorsteinn segir alrangt að verið sé að afnema samræmd próf. „Það sem verið er að gera núna er að stjórnvöld eru að leggja niður samræmd próf í þeim skilningi sem þau voru til 2021 þegar gert var hlé vegna ákveðinna ástæðna.“ Verið sé að vinna samræmda mælikvarða á vegum ráðuneytisins í samvinnu við nýja Menntamálastofnun sem muni hjálpa skólum við að samræma hlutina milli skóla. „Við skulum hafa eitt í huga. Innan grunnskólanna starfa sérfræðingar við kennslu barnanna okkar sem eru að mínu viti lang best til þess fallnir að vinna samkvæmt þeirri námskrá sem í gildi er hverju sinni. Þessir sérfræðingar þurfa samanburðarmælingar og þá þætti sem þeir þurfa til að samræma þessa hluti. Það er verið að vinna að þessu og ég skal svo sannarlega taka undir þá gagnrýni sem uppi hefur verið að þetta gangi allt of seint.“ Björn segir ekki rétt hjá Þorsteini að það sé alrangt að stjórnvöld ætli að leggja niður samræmd próf. „Áform stjórnvalda í Samráðsgátt eru að leggja niður samræmd próf þannig þetta er ekki rangara en það. Svo talar Þorsteinn um að matsferill eigi að koma í staðinn en hann er ekki að taka á þessum atriðum sem við erum að gagnrýna. Í fyrsta lagi er matsferillinn ekki tilbúinn og á ekki að vera það fyrr en árið 2026 og í öðru lagi þá eiga mörg eða flest prófin í þessu ferli að vera valkvæð, skólastjórnendur eiga sjálfir að ráða hvort þau leggja prófin fyrir eða ekki.“ Kennarar þurfi aðhald í störfum eins og aðrir Björn segir auk þess lagt til að ekki verði heimilt að birta opinberlega niðurstöður einstakra skóla eða sveitarfélaga eða samanburð þeirra á milli. „Þannig þessi leynd sem á að ríkja alltaf um niðurstöðurnar, almenningur og foreldrar eiga að treysta því að allt sé í fínu lagi þegar við sjáum á PISA að það er ekki allt í fínu lagi. Þessi stefna gengur ekki. Allir þurfa að hafa aðhald í sínum störfum, við þekkjum þetta hjá bæði úr fyrirtækjum og hjá heilsugæslunni sem er með þjónustukannanir sem eru opinberar. Allir sem starfa við hluti þurfa að hafa árangursmælikvarða þar sem við sjáum hvað gengur vel og hvað gengur ekki vel.“ Áhyggjur af viðhorfi Björns Þorsteinn segist hafa miklar áhyggjur af þessu viðhorfi. „Ég hef áhyggjur af þessu viðhorfi vegna þess að innan grunnskólana eins og í framhaldsskólum starfa sérfræðingar á sínu sviði sem leggja á sig mikla menntun til að takast á hendur um að kenna börnum þessa lands. Þeir eru að leggja sig fram bæði hvað varðar kennsluhætti og alla umgjörð í kringum börnin okkar. Það að það eigi endilega að birta samræmd námsmat grunnskóla er ekki það sem ég tel skólastarfi til góðs í dag.“ Nánar má hlusta á umræðuna í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Sprengisandur Tengdar fréttir Segir Menntamálastofnun ekki hafa ráðið við stafræn samræmd próf „Menntamálastofnun réð ekki við framkvæmdina þrátt fyrir að við værum búin að aðstoða þá, koma með leiðbeiningar og tillögur að framkvæmd um hvernig væri hægt að gera þetta – þær bara gengu ekki upp.“ 25. júlí 2024 06:41 Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44 Segir aðkomu Kennarasambandsins ekkert nema eðlilega Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. 20. júlí 2024 19:51 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Segir Menntamálastofnun ekki hafa ráðið við stafræn samræmd próf „Menntamálastofnun réð ekki við framkvæmdina þrátt fyrir að við værum búin að aðstoða þá, koma með leiðbeiningar og tillögur að framkvæmd um hvernig væri hægt að gera þetta – þær bara gengu ekki upp.“ 25. júlí 2024 06:41
Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44
Segir aðkomu Kennarasambandsins ekkert nema eðlilega Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. 20. júlí 2024 19:51