„Við komum okkur í frábæra stöðu til að loka þessum leik“ Hinrik Wöhler skrifar 28. júlí 2024 19:43 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, beið lægri hlut gegn Stjörnunni í dag. Vísir/Hulda Margrét Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, þurfti að sætta sig við 3-1 tap á móti Stjörnunni á Akranesi í dag. Skagamenn leiddu í hálfleik en Garðbæingar gengu á lagið í síðari hálfleik. „Við komum okkur í frábæra stöðu til að loka þessum leik en nýtum ekki þau tækifæri sem við fáum til að koma okkur í frábæra stöðu í seinni hálfleik. Við gerum virkilega vel að koma okkur í góða stöðu inn í hálfleikinn en hefðum átt að nýta þetta betur,“ sagði Jón Þór eftir leikinn í dag. Baldur Logi Guðlaugsson jafnaði leikinn fyrir Stjörnuna með skoti utan af velli og segir Jón Þór að það hafi breytt takti leiksins. „Mér fannst algjör „turning point“ jöfnunarmarkið sem þeir gera. Við vorum í algjöru dauðafæri hinum megin en fáum síðan mark á okkur með langskoti og það er ansi svekkjandi og sló okkur niður. Við héldum áfram að skapa okkur færi samt sem áður eftir það en það datt ekki með okkur og þeir gera virkilega vel í að nýta sér það.“ Skagamenn bættu í sóknina eftir þeir lentu 2-1 undir en þeim varð ekki ágengt og fengu mark í bakið. „Sama með þriðja markið, við erum að reyna að fjölga mönnum fram á við og þeir klára það virkilega vel,“ bætir Jón Þór við. ÍA situr í 5. sæti Bestu deildarinnar um þessar mundir en eftir mikið flug hafa þeir verið slegnir niður á jörðina og stigasöfnunin hefur verið dræm að undanförnu. Jón Þór segir að það vanti bara herslumuninn upp á í undanförnum leikjum. „Ég held að það sé bara fyrst og fremst það að við erum að koma okkur í stöður til þess að vinna þessa leiki en náum ekki að klára þær. Stundum fellur þetta með þér en stundum ekki. Það er ekki að falla með okkur þessa stundina en strákarnir gerðu raunverulega allt til að taka stjórn á leiknum og vinna leikinn en það dugði ekki til. Það er ekkert við því að segja núna.“ Haukur Andri Haraldsson, leikmaður Lille í Frakklandi, kom til liðsins í vikunni á lán og er þjálfarinn mjög spenntur fyrir því að sjá hann á vellinum á nýjan leik fyrir ÍA. „Gríðarlega ánægður með að fá Hauk og hann þekkir vel til liðsins og liðið þekkir vel til hans. Það verður mjög öflugt fyrir okkur að hafa náð honum,“ sagði Skagamaðurinn að lokum. Besta deild karla ÍA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Við komum okkur í frábæra stöðu til að loka þessum leik en nýtum ekki þau tækifæri sem við fáum til að koma okkur í frábæra stöðu í seinni hálfleik. Við gerum virkilega vel að koma okkur í góða stöðu inn í hálfleikinn en hefðum átt að nýta þetta betur,“ sagði Jón Þór eftir leikinn í dag. Baldur Logi Guðlaugsson jafnaði leikinn fyrir Stjörnuna með skoti utan af velli og segir Jón Þór að það hafi breytt takti leiksins. „Mér fannst algjör „turning point“ jöfnunarmarkið sem þeir gera. Við vorum í algjöru dauðafæri hinum megin en fáum síðan mark á okkur með langskoti og það er ansi svekkjandi og sló okkur niður. Við héldum áfram að skapa okkur færi samt sem áður eftir það en það datt ekki með okkur og þeir gera virkilega vel í að nýta sér það.“ Skagamenn bættu í sóknina eftir þeir lentu 2-1 undir en þeim varð ekki ágengt og fengu mark í bakið. „Sama með þriðja markið, við erum að reyna að fjölga mönnum fram á við og þeir klára það virkilega vel,“ bætir Jón Þór við. ÍA situr í 5. sæti Bestu deildarinnar um þessar mundir en eftir mikið flug hafa þeir verið slegnir niður á jörðina og stigasöfnunin hefur verið dræm að undanförnu. Jón Þór segir að það vanti bara herslumuninn upp á í undanförnum leikjum. „Ég held að það sé bara fyrst og fremst það að við erum að koma okkur í stöður til þess að vinna þessa leiki en náum ekki að klára þær. Stundum fellur þetta með þér en stundum ekki. Það er ekki að falla með okkur þessa stundina en strákarnir gerðu raunverulega allt til að taka stjórn á leiknum og vinna leikinn en það dugði ekki til. Það er ekkert við því að segja núna.“ Haukur Andri Haraldsson, leikmaður Lille í Frakklandi, kom til liðsins í vikunni á lán og er þjálfarinn mjög spenntur fyrir því að sjá hann á vellinum á nýjan leik fyrir ÍA. „Gríðarlega ánægður með að fá Hauk og hann þekkir vel til liðsins og liðið þekkir vel til hans. Það verður mjög öflugt fyrir okkur að hafa náð honum,“ sagði Skagamaðurinn að lokum.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira