Skipuleggjendur ÓL biðjast afsökunar á atriði á setningarhátíðinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. júlí 2024 07:00 Atriðið vakti misgóð viðbrögð. Skjáskot Skipuleggjendur Ólympíuleikanna í París hafa beðist afsökunar á atriði sem var hluti af setningarhátíð leikanna sem fram fór síðastliðinn föstudag. Í einu atriði setningarhátíðarinnar sátu dragdrottningar við borð og virtist uppsetningin minna mikið á málverk Leonardo Da Vinci af síðustu kvöldmáltíðinni. Þetta fræga málverk frá 15. öld sínir Jesú Krist sitja við borð með lærisveinum sínum. Í atriðinu birtist einnig hálfnakinn maður sem átti að tákna gríska guðinn Díonýsos, eða Bakkus, guð víns, ölvunar, frjósemi og innblásturs. Atriðið hlaut misgóð viðbrögð og voru margir sem gagnrýndu það. Meðal þeirra sem gagnrýndu atriðið voru meðlimir í kaþólsku kirkjunni í Frakklandi og sagði kirkjan meðal annars að atriðið væri „til marks um háð og spott á kristna trú.“ Þá sagðist fjarskiptafyrirtækið C Spire ætla að draga sig úr auglýsingasamningum við Ólympíuleikana og að fyrirtækið væri „hneykslað yfir háði síðustu kvöldmáltíðarinnar á opnunarathöfninni.“ This is crazy. Opening your event by replacing Jesus and the disciples at the The Last Supper with men in drag. There are 2.4 billion Christians on earth and apparently the Olympics wanted to declare loudly to all of them, right out of the gateNOT WELCOME pic.twitter.com/T88AmXbqXL— Clint Russell (@LibertyLockPod) July 26, 2024 Talsfólk Ólympíuleikana hefur nú beðist afsökunar á því að atriðið hafi móðgað fólk. Það hafi aldrei verið ætlunin og atriðið hafi ekki átt að tákna síðustu kvöldmáltíðina, heldur hafi það átt að vera tilvitnun í hollenskt málverk af guðum Ólympus. Some are angry about the "anti-Christian depiction of the last supper" at the Olympic Opening ceremony. (@elonmusk and @realDonaldTrump among others)A Dutch art historian explains it's not the last supper but a Dutch painting of the Olympic gods.And I explain what I loved.🧵 pic.twitter.com/ZMftlt7dTO— AukeHoekstra (@AukeHoekstra) July 28, 2024 „Það var augljóslega ekki ætlunin að vanvirða nokkurn trúarhóp,“ sagði Anne Descamps, talskona Ólympíuleikanna. „Þvert á móti held ég að Thomas Jolly [listrænn yfirmaður setningarhátíðarinnar] hafi ætlað sér að fagna umburðarlyndi samfélagsins. Okkur finnst það hafa tekist. Ef einhverjir móðguðust þá biðjumst við að sjálfsögðu innilegrar afsökunar.“ Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Fleiri fréttir Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Sjá meira
Í einu atriði setningarhátíðarinnar sátu dragdrottningar við borð og virtist uppsetningin minna mikið á málverk Leonardo Da Vinci af síðustu kvöldmáltíðinni. Þetta fræga málverk frá 15. öld sínir Jesú Krist sitja við borð með lærisveinum sínum. Í atriðinu birtist einnig hálfnakinn maður sem átti að tákna gríska guðinn Díonýsos, eða Bakkus, guð víns, ölvunar, frjósemi og innblásturs. Atriðið hlaut misgóð viðbrögð og voru margir sem gagnrýndu það. Meðal þeirra sem gagnrýndu atriðið voru meðlimir í kaþólsku kirkjunni í Frakklandi og sagði kirkjan meðal annars að atriðið væri „til marks um háð og spott á kristna trú.“ Þá sagðist fjarskiptafyrirtækið C Spire ætla að draga sig úr auglýsingasamningum við Ólympíuleikana og að fyrirtækið væri „hneykslað yfir háði síðustu kvöldmáltíðarinnar á opnunarathöfninni.“ This is crazy. Opening your event by replacing Jesus and the disciples at the The Last Supper with men in drag. There are 2.4 billion Christians on earth and apparently the Olympics wanted to declare loudly to all of them, right out of the gateNOT WELCOME pic.twitter.com/T88AmXbqXL— Clint Russell (@LibertyLockPod) July 26, 2024 Talsfólk Ólympíuleikana hefur nú beðist afsökunar á því að atriðið hafi móðgað fólk. Það hafi aldrei verið ætlunin og atriðið hafi ekki átt að tákna síðustu kvöldmáltíðina, heldur hafi það átt að vera tilvitnun í hollenskt málverk af guðum Ólympus. Some are angry about the "anti-Christian depiction of the last supper" at the Olympic Opening ceremony. (@elonmusk and @realDonaldTrump among others)A Dutch art historian explains it's not the last supper but a Dutch painting of the Olympic gods.And I explain what I loved.🧵 pic.twitter.com/ZMftlt7dTO— AukeHoekstra (@AukeHoekstra) July 28, 2024 „Það var augljóslega ekki ætlunin að vanvirða nokkurn trúarhóp,“ sagði Anne Descamps, talskona Ólympíuleikanna. „Þvert á móti held ég að Thomas Jolly [listrænn yfirmaður setningarhátíðarinnar] hafi ætlað sér að fagna umburðarlyndi samfélagsins. Okkur finnst það hafa tekist. Ef einhverjir móðguðust þá biðjumst við að sjálfsögðu innilegrar afsökunar.“
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Fleiri fréttir Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Sjá meira