„Fyrirgefðu, elskan mín“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2024 08:00 Gianmarco Tamberi með eiginkonu sinni Chiara Bontempi eftir að hann varð Evrópumeistari í júní. Getty/Michael Steele Ítalski hástökkvarinn Gianmarco Tamberi átti mjög sérstakt kvöld á setningarhátíðinni á Ólympíuleikunum í París. Honum var þar sýndur mikill heiður með því að vera fánaberi Ítala en kvöldið hans endaði ekki nógu vel. Tamberi sendi eiginkonu sinni afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlum eftir að hafa horft á eftir giftingarhringnum sínum fara á bólakaf ofan í ána Signu. Rómantíkin alls ráðandi Vandamálið þegar þú missir frá því hluti á setningarhátíð, sem er haldin á vatni, þá er ólíklegt að hluturinn komi nokkurn tímann aftur í leitirnar. Það er samt ekki bara þessi óheppni Ítalans sem vakti mikla athygli í netheimunum heldur einnig hin magnaða afsökunarbeiðni Tamberi sem fylgdi á eftir. Þar var rómantíkin alls ráðandi sem var vel við hæfi í borg ástarinnar. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Tamberi lýsti því hvernig hann horfði á eftir hringum skoppa á bátnum og detta síðan út yfir borð og á bólakaf í Signu. Mér þykir þetta svo leitt „Fyrirgefðu elskan mín. Mér þykir þetta svo leitt,“ byrjaði Tamberi afsökunarbeiðni sína. „Of mikið vatn, of mörg kíló farin á síðustu mánuðum og kannski of mikill æsingur yfir því sem við vorum að gera. Líklegast eitthvað af þessu öllu þrennu. Ég fann hringinn renna af puttanum og ég sá hann fljúga,“ skrifaði Tamberi. „Ég sá hann skoppa á bátnum og var að vona að hann skoppaði í rétta átt en hann skoppaði því miður í ranga átt. Ég sá hann síðan fara á bólakaf í vatnið eins og hann vildi hvergi annars staðar vera,“ skrifaði Tamberi. „Ef að þetta átti að gerast þá get ég ekki ímyndað mér betri stað. Hann verður til eilífðar í borg ástarinnar vegna þess að ég var að halda ítalska fánanum hátt á setningarhátíð mikilvægustu íþróttahátíðar heims,“ skrifaði Tamberi. Afsökun til að endurnýja heitin „Ég held að þetta gæti orðið mjög ljóðrænt fyrir okkur tvö ef þú myndir líka kasta þínum giftingarhring út í Signu þannig að þeir verði þar saman til eilífðar. Við hefðum um leið afsökun til að endurnýja heitin okkar og gifta okkur aftur eins og þú hefur oft beðið mig um,“ skrifaði Tamberi. „Ég elska þig elskan mín. Vonandi er þetta líka góður fyrirboði um að ég komi heim með enn stærra gull,“ skrifaði Tamberi. Gianmarco Tamberi er ríkjandi Ólympíumeistari, ríkjandi heimsmeistari og ríkjandi Evrópumeistari í hástökki. Hann fór yfir 2,37 metra á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021, fór yfir 2,36 metra á HM í Búdapest 2023 og hoppaði yfir 2,37 metra á Evrópumótinu í Róm fyrr í sumar. View this post on Instagram A post shared by HALFSHAVE (@gianmarcotamberi) Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Tamberi sendi eiginkonu sinni afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlum eftir að hafa horft á eftir giftingarhringnum sínum fara á bólakaf ofan í ána Signu. Rómantíkin alls ráðandi Vandamálið þegar þú missir frá því hluti á setningarhátíð, sem er haldin á vatni, þá er ólíklegt að hluturinn komi nokkurn tímann aftur í leitirnar. Það er samt ekki bara þessi óheppni Ítalans sem vakti mikla athygli í netheimunum heldur einnig hin magnaða afsökunarbeiðni Tamberi sem fylgdi á eftir. Þar var rómantíkin alls ráðandi sem var vel við hæfi í borg ástarinnar. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Tamberi lýsti því hvernig hann horfði á eftir hringum skoppa á bátnum og detta síðan út yfir borð og á bólakaf í Signu. Mér þykir þetta svo leitt „Fyrirgefðu elskan mín. Mér þykir þetta svo leitt,“ byrjaði Tamberi afsökunarbeiðni sína. „Of mikið vatn, of mörg kíló farin á síðustu mánuðum og kannski of mikill æsingur yfir því sem við vorum að gera. Líklegast eitthvað af þessu öllu þrennu. Ég fann hringinn renna af puttanum og ég sá hann fljúga,“ skrifaði Tamberi. „Ég sá hann skoppa á bátnum og var að vona að hann skoppaði í rétta átt en hann skoppaði því miður í ranga átt. Ég sá hann síðan fara á bólakaf í vatnið eins og hann vildi hvergi annars staðar vera,“ skrifaði Tamberi. „Ef að þetta átti að gerast þá get ég ekki ímyndað mér betri stað. Hann verður til eilífðar í borg ástarinnar vegna þess að ég var að halda ítalska fánanum hátt á setningarhátíð mikilvægustu íþróttahátíðar heims,“ skrifaði Tamberi. Afsökun til að endurnýja heitin „Ég held að þetta gæti orðið mjög ljóðrænt fyrir okkur tvö ef þú myndir líka kasta þínum giftingarhring út í Signu þannig að þeir verði þar saman til eilífðar. Við hefðum um leið afsökun til að endurnýja heitin okkar og gifta okkur aftur eins og þú hefur oft beðið mig um,“ skrifaði Tamberi. „Ég elska þig elskan mín. Vonandi er þetta líka góður fyrirboði um að ég komi heim með enn stærra gull,“ skrifaði Tamberi. Gianmarco Tamberi er ríkjandi Ólympíumeistari, ríkjandi heimsmeistari og ríkjandi Evrópumeistari í hástökki. Hann fór yfir 2,37 metra á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021, fór yfir 2,36 metra á HM í Búdapest 2023 og hoppaði yfir 2,37 metra á Evrópumótinu í Róm fyrr í sumar. View this post on Instagram A post shared by HALFSHAVE (@gianmarcotamberi)
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti