Golf er stundum furðuleg íþrótt: Úr verstu upplifun kylfings í þá bestu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2024 10:00 Hayden Buckley á ekki eftir að gleyma þessum tveimur holum í bráð. Getty/Dylan Buell Bandaríski kylfingurinn Hayden Buckley upplifði um helgina tvær afar ólíkar holur og það hvor á eftir annarri. Buckley var að keppa á 3M Open á bandarísku meistararöðinni en spilað var á golfvellinum í Blaine í Minnesota fylki. Hann lenti í miklum vandræðum á öðrum hringnum, var með þrjá skramba á fyrstu fimmtán holunum og var þá kominn sex högg yfir parið. Nei þessi stika er ekkert fyrir Ofan á það þá tók við afar skrautleg sextánda hola. Buckley rétt slapp við að slá út í vatnið en þegar hann ætlaði að slá aftur inn á brautina þá fór kúlan í stiku og út í vatnið. Buckley tók upp stikuna í pirringi og kastaði henni í jörðina. Hann endaði á því að klára holuna á sex höggum eða tvöföldum skolla. „Kylfusveininn spurði mig hvort að þessi stika væri fyrir en ég svaraði honum að það væri ekki nokkur hætta á því,“ sagði Hayden Buckley um höggið sem hæfði stikuna og endaði út í vatninu. NBC segir frá. „Á þessum tímapunkti þá var ég farinn að hugsa bara um að bóka ferðina heim,“ sagði Buckley en hann gekk síðan upp á sautjándu holuna. Fékk smá ástæðu til að brosa Þar hitti Buckley golfboltann frábærlega og fór holu í höggi. Úr verstu upplifun kylfings í þá bestu. „Ég fékk alla vega smá ástæðu til að brosa á leiðinni heim. Heilt yfir þá var þetta hræðilegur dagur en þessi hola í höggi sá til þess að ég kláraði undir áttatíu höggum,“ sagði Buckley. Buckley náði skiljanlega ekki niðurskurðinum og kláraði því ekki fleiri hringi á mótinu. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af honum á þessum tveimur holum. Myndbandið sést ef flett er. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Golf Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Sjá meira
Buckley var að keppa á 3M Open á bandarísku meistararöðinni en spilað var á golfvellinum í Blaine í Minnesota fylki. Hann lenti í miklum vandræðum á öðrum hringnum, var með þrjá skramba á fyrstu fimmtán holunum og var þá kominn sex högg yfir parið. Nei þessi stika er ekkert fyrir Ofan á það þá tók við afar skrautleg sextánda hola. Buckley rétt slapp við að slá út í vatnið en þegar hann ætlaði að slá aftur inn á brautina þá fór kúlan í stiku og út í vatnið. Buckley tók upp stikuna í pirringi og kastaði henni í jörðina. Hann endaði á því að klára holuna á sex höggum eða tvöföldum skolla. „Kylfusveininn spurði mig hvort að þessi stika væri fyrir en ég svaraði honum að það væri ekki nokkur hætta á því,“ sagði Hayden Buckley um höggið sem hæfði stikuna og endaði út í vatninu. NBC segir frá. „Á þessum tímapunkti þá var ég farinn að hugsa bara um að bóka ferðina heim,“ sagði Buckley en hann gekk síðan upp á sautjándu holuna. Fékk smá ástæðu til að brosa Þar hitti Buckley golfboltann frábærlega og fór holu í höggi. Úr verstu upplifun kylfings í þá bestu. „Ég fékk alla vega smá ástæðu til að brosa á leiðinni heim. Heilt yfir þá var þetta hræðilegur dagur en þessi hola í höggi sá til þess að ég kláraði undir áttatíu höggum,“ sagði Buckley. Buckley náði skiljanlega ekki niðurskurðinum og kláraði því ekki fleiri hringi á mótinu. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af honum á þessum tveimur holum. Myndbandið sést ef flett er. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Golf Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Sjá meira