Hringvegurinn opnaður en ökumenn beðnir um að sýna tillitssemi Telma Tómasson skrifar 29. júlí 2024 06:45 Hlaup úr Mýrdalsjökli eru árviss viðburður en hlaupið í ár er með þeim umfangsmeiri í langan tíma. Sveinbjörn Darri Matthíasson Hringvegurinn við Skálmarbrú var opnaður á ellefta tímanum í gærkvöldi, en með þeim takmörkunum að vegurinn er einbreiður. Umferð var stýrt með ljósum yfir brúna í nótt, eftir því sem kemur fram á vef Vegagerðarinnar, en fjöldi ökumanna beið eftir að komast leiðar sinnar í gærkvöldi. Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi og virða merkingar. Viðgerðir standa yfir á veginum austan við ána Skálm, en hann fór í sundur eftir stórt jökulhlaup úr Mýrdalsjökli, sem kunnugt er. Einnig urðu miklar skemmdir á um 700 metra vegkafla og er vegurinn þar verulega laskaður eftir flóðið. Hlaupið í ánni Skálm er nú í rénun, vatnshæð hefur lækkað og rafleiðni sömuleiðis, að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Ekkert bendir til annars en að hlaupinu ljúki smám saman en fylgst er grannt með gangi mála og segir Elísabet það geta tekið hlaupið nokkra daga að skila sér alveg niður þar til áin kemst í eðlilegt horf. Nokkrir skjálftar hafa mælst í Mýrdalsjökli síðan flóðið hófst og má búast við því áfram, en rólegt var hins vegar í nótt. Skjálftarnir geta þýtt að katlarnir séu að tæma sig, að sögn Elísabetar, það er þó ekki nákvæmlega vitað en líklegt að einhver tengsl séu á milli atburðanna. Mikil úrkoma hefur verið á sunnanverðu landinu og má búast við vatnavöxtum í Þórsmörk og nágrenni vegna þessa. Vatnsmagn jókst í ám á svæðinu í nótt samkvæmt mælitækjum og gæti haldið áfram í dag á þeim svæðum sem Veðurstofan telur ástæðu til að fylgjast með á Suðurlandi, Suðausturlandi og miðhálendinu. Enn er úrkomuspá á svæðinu en útlit fyrir að stytti upp þegar líður á daginn, ef spákort reynast rétt. Skilboð til ferðamanna eru að fylgjast grannt með og fara varlega. Mýrdalshreppur Náttúruhamfarir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi og virða merkingar. Viðgerðir standa yfir á veginum austan við ána Skálm, en hann fór í sundur eftir stórt jökulhlaup úr Mýrdalsjökli, sem kunnugt er. Einnig urðu miklar skemmdir á um 700 metra vegkafla og er vegurinn þar verulega laskaður eftir flóðið. Hlaupið í ánni Skálm er nú í rénun, vatnshæð hefur lækkað og rafleiðni sömuleiðis, að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Ekkert bendir til annars en að hlaupinu ljúki smám saman en fylgst er grannt með gangi mála og segir Elísabet það geta tekið hlaupið nokkra daga að skila sér alveg niður þar til áin kemst í eðlilegt horf. Nokkrir skjálftar hafa mælst í Mýrdalsjökli síðan flóðið hófst og má búast við því áfram, en rólegt var hins vegar í nótt. Skjálftarnir geta þýtt að katlarnir séu að tæma sig, að sögn Elísabetar, það er þó ekki nákvæmlega vitað en líklegt að einhver tengsl séu á milli atburðanna. Mikil úrkoma hefur verið á sunnanverðu landinu og má búast við vatnavöxtum í Þórsmörk og nágrenni vegna þessa. Vatnsmagn jókst í ám á svæðinu í nótt samkvæmt mælitækjum og gæti haldið áfram í dag á þeim svæðum sem Veðurstofan telur ástæðu til að fylgjast með á Suðurlandi, Suðausturlandi og miðhálendinu. Enn er úrkomuspá á svæðinu en útlit fyrir að stytti upp þegar líður á daginn, ef spákort reynast rétt. Skilboð til ferðamanna eru að fylgjast grannt með og fara varlega.
Mýrdalshreppur Náttúruhamfarir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent