Mohamad vill flytja af landi brott Jakob Bjarnar skrifar 29. júlí 2024 14:01 Mohamad Thor Jóhannesson, eins og hann heitir núna, segist ekki slæm manneskja, hann hafi verið þvingaður í aðstæður sem voru honum mótdrægar. Vísir Mál Mohamad Thors Jóhannessonar – áður Kourani – hafa vakið gríðarlega athygli á Íslandi. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi í héraði en hefur áfrýjað þeim úrskurði. Stöðugur fréttaflutningur hefur verið af uppátækjum hans, hótunum og afbrotum. Þetta síðasta sló eiginlega allt annað út þó ekki teljist það af alvarlegum toga. Mohamad Kourani skipti um nafn og heitir nú Mohamad Thor Jóhannesson. Hann segir eðlilegt að hann taki upp íslenskt nafn verandi búsettur hér. Hvað gekk honum til með þessu? Hver er hin undirliggjandi hugmynd? Mbl greindi fyrst frá því að þetta stæði til og blaðamaður þar sagðist hafa heimildir fyrir því að þetta tengdist Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Að Mohamad horfi til Bessastaða. En ekkert hefur heyrst nánar af því. Nafnið hefur hins vegar verið staðfest af Þjóðskrá. Mikil umræða hefur farið fram um það hvernig þetta megi vera. Til að mynda hefur Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra látið málið til sín taka. Hún segir að túlka beri óskir um nafnabreytingu þröngt, sakamenn eigi ekki að fá að breyta um nafn fyrr en að lokinni afplánun: „Hér liggja augljóslega að baki hagsmunir manns sem ber sama kenninafn og þekktur glæpamaður. Undanþágunni er ætlað að vernda hinn saklausa borgara af samsömun við glæpamanninn. Ekki öfugt. Það hefur fráleitt verið ætlun löggjafans að vernda glæpamenn frá eigin kenninafni eða auðvelda þeim að fela brotaferil sinn á bak við nýtt nafn,“ segir Sigríður meðal annars. Andstætt almannahagsmunum að rætt sé við Mohamad Vísir hefur nú um hríð reynt að ná tali af Mohamad en hans hlið varðandi nafnabreytinguna hefur ekkert komið fram. Eftir nokkrar hringingar á Litla Hraun þar sem hann er nú vistaður var blaðamanni Vísis bent á að senda línu, sem hann gerði til þess eins að fá svarið: „Fangelsismálastofnun hefur móttekið beiðni þína um viðtal við Mohamad Th. Jóhannesson, áður Kourani. Með vísan til 2. mgr. 51. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga, sbr. 16. gr. reglugerðar um fullnustu refsinga er beiðni þessari synjað.“ Í þeirri málsgrein sem vísað er í segir að ekki skuli heimila viðtöl við fanga „ef það er andstætt almannahagsmunum eða hagsmunum brotaþola“. Kristján Flygenring er lögmaður Mohamads og honum þykir þessi synjun einkennileg: „Þarna er verið að setja tjáningarfrelsinu skorður og er það vandmeðfarið. Tjáningarfrelsið er eitt af grundvallarréttindum í lýðræðislegu samfélagi. Mohamad var neitað um viðtal án þess að það lægi fyrir að hverju viðtalið sneri,“ segir Kristján. Eðlilegt að bera íslenskt nafn verandi á Íslandi Blaðamaður Vísis átti nú enga leið aðra en skjóta spurningum til Mohamads í gegnum Kristján: „Nú liggja þessar spurningar fyrir og nokkuð ljóst að efni þeirra getur ekki talist andstætt almannahagsmunum eða hagsmunum brotaþola. Þetta blákalda bann á þessu viðtali verður því að teljast vera brot á tjáningarfrelsi umbjóðanda míns sem meðal annars er varið í ákvæðum stjórnarskrárinnar,“ segir lögmaðurinn. Blaðamaður tók saman spurningar varðandi þetta nafnabix og notaði tækifærið og sendi jafnframt fleiri spurningar til Mohamad Thors Jóhannessonar en það verður að segjast að svörin eru ekki mjög upplýsandi. En þó kemur hér eitt og annað athyglisvert fram. Fyrsta spurning var hvers vegna hann hafi ákveðið að breyta um nafn? Mohamad svarar því svo til að hann vilji skipta um nafn vegna þess að hann býr á Íslandi. Svo einfalt er það. Hann segist ekki líta á sig sem glæpamann og honum þyki eðlilegt að geta breytt um nafn. Honum finnst eðlilegt að það nafn sé íslenskt af því að hann býr á Íslandi. Thor Jóhannesson er gott nafn Þá var Mohamad spurður nánar um nafnið, Thor Jóhannesson, sem hefur vakið athygli og kostað talsverðar bollaleggingar svo sem þær hvort nafngiftin tengist Guðna Th. Jóhannessyni? Þó Th-ið í nafni Guðna standi fyrir Thorlacius en ekki Thor er niðurstaðan ef til vill sú sama: Mohamad Th. Jóhannesson. Mohamad kýs að svara þessu ekki. Segir aðeins að þetta sé eðlilegt nafn. Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness þar sem hann hlaut þungan dóm. En listinn yfir afbrot hans var orðinn langur.vísir Mohamad var spurður hvort þetta hafi verið mikið vesen, að fá þetta í gegn og hvort þetta hafi staðið lengi til, að skipta um nafn? Mohamad segir að það hafi staðið til að taka upp nýtt nafn í þó nokkurn tíma. Einhver önnur nöfn komu til greina en þetta að lokum orðið fyrir valinu. Spurður hvers vegna hann hafi ákveðið að koma til Íslands á sínum tíma, en hingað kom hann árið 2017 segir hann enga sérstaka á stæðu að baki því. „Leist vel á landið.“ Vill lifa eðlilegu lífi Þegar hins vegar kemur að forsögu Mohamads verður afar fátt um svör. Hann vill ekki svara því hvað hann fékkst við úti í Sýrlandi, hann vill ekki svara spurningunni hvar hann hafi búið þar, hvort hann hafi verið menntamaður né um aðstæður sína að öðru leyti; Hvernig fjölskylduaðstæður hans voru eða hvort hann hafi til dæmis átt kærustu í Sýrlandi, en um þetta allt spurði Vísir. Mohamad segist hafa komið einn til Íslands og það hafi engin samtök úti í Sýrlandi komið að því að hjálpa honum að koma til Íslands. Þá segist hann hafa búið í Reykjanesbæ allar götur síðan hann kom til Íslands. Spurður hvernig hafi farið um hann hér segist hann ósáttur við lögregluna og hann nefnir Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara sérstaklega í því sambandi en Mohamad hefur eldað grátt silfur við Helga Magnús og haft í hótunum við hann. Þá segist hann ekki hafa fengið atvinnuleyfi á Íslandi og það þyki honum leitt. Þegar Mohamad er spurður hvort hann hafi stundað einhverja vinnu þá vill hann ekki svara því. Spurður hvort hann hafi lært einhverja íslensku, en Mohamad talar fremur frumstæða en vel skiljanlega ensku, segir hann svo ekki vera. En hann vilji læra íslensku ef hann þurfi ekki að vera í afplánun. Hann vilji lifa eðlilegu lífi. Segist ekki vera slæm manneskja Þegar Mohamad er spurður hvort hann eigi einhverja vini eða jafnvel kærustu Íslandi svarar hann því neitandi. Spurður um trúarbrögð segist Mohamad vera múslimi. Og þegar hann er spurður hvernig það sé að vera óvinsælasti maður landsins, hvorki meira né minna, segist Mohamad ekki vera slæm manneskja. Hann hafi verið þvingaður í þessar aðstæður. Þá líkar honum ekki íslenska kerfið, hann telur það hafa brugðist sér. Og varðandi framtíðarplön þá segist hann ekki vilja dvelja lengur á Íslandi. Ég vil flytja, ég vill ekki búa á Íslandi lengur. Ég þakka kærlega fyrir móttökurnar hérna en vill flytja í annað land. Hér vil ég ekki búa lengur. Þá segir hann lögregluna ekki hjálplega, hún hjálpi ekki heldur þvert á móti ljúgi hún upp á hann og virðist eiga eitthvað sökótt við hann. Þá finnst honum nýlegur átta ára fangelsisdómur ósanngjarn. Og hann vill meina að hann sé svo þungur vegna þess að hann sé innflytjandi og gefur þar með til kynna að rasisma sé að finna innan dómkerfisins. Hann segir sín mál vera minniháttar. Mohamad glímir við alvarleg andleg einkenni Kristján lögmaður segir Mohamad hafa fengið mikla umfjöllun og hefur verið máluð ansi dökk mynd af manninum auk þess sem ýmsir aðilar hafa tjáð sig um hann og ekki skafið af því. „Ég er verjandi hans en það er þó ekki mitt hlutverk að verja hans persónu og ætla ég ekkert að tjá mig um alla þessa umfjöllun hvað það varðar. Hins vegar er hlutverk mitt sem verjandi að verja réttindi hans. Þar af leiðandi sé ég mig knúinn til að svara tvennu í þessu öllu saman,“ segir Kristján. Og að það sé að höfðu samráði við Mohamad. „Annars vegar hefur verið fjallað talsvert um aðstæður í fangelsinu og hegðun hans þar. Meðal annars hefur fangelsismálastjóri og forstöðumaður Afstöðu tjáð sig um þetta. Hvað þetta varðar þá er ljóst að maðurinn glímir við ýmis og alvarleg andlega einkenni. Kristján Flygenring segir sjólstæðingi sínum búnar óásættanlegar aðstæður að teknu tilliti til andlegs ástands.aðsend Kemur þetta skýrt fram í tveimur geðrannsóknum sem og áhættumati lögreglunnar og fleiri gögnum. Í nýjasta geðmatinu er undirstrikað þörf umbjóðanda míns á meðferð og aðstoð. Hins vegar er nokkuð ljóst að hann er ekki að fá þessa aðstoð innan veggja fangelsisins og er þetta þekkt vandamál hjá fleirum en honum.“ Nauðungarvistaður á geðdeild Kristján segir að þrátt fyrir að hann hafi verið fundinn sakhæfur sé ekki þar með sagt að hefðbundin afplánun muni skila árangri og betrun, sem er jú stefnan hér á landi. „Hefur það komið nokkuð skýrt í ljós að núverandi fyrirkomulag er ekki að skila árangri heldur virðist ástandið fara versnandi líkt ef marka má tilvitnanir fangaverða í fjölmiðlaumfjöllun. Hafa þeir meðal annars sagt að fangelsið sé ekki rétti staðurinn fyrir hann.“ Kristján bendir á að Mohamad hafi verið nauðungarvistaður á geðdeild og var úrskurðaður í 21 daga vistun en síðan sleppt tæpum sólarhring eftir að sá úrskurður lá fyrir. „Rökin fyrir því voru að tilætluðum árangri hafi verið náð, ekki hafi verið nauðsyn lengur að vista hann á geðdeild og viðeigandi meðferð fengist. Aftur á móti telur umbjóðandi minn sig ekki hljóta viðeigandi meðferð á Litla Hrauni og virðast starfsmenn fangelsisins taka undir það ef marka má fjölmiðlaumfjöllun þar að lútandi.“ Mál Mohamad Kourani Fangelsismál Dómsmál Innflytjendamál Tengdar fréttir Ráðherra hyggst skoða nafnabreytingu Mohamad Th. Jóhannessonar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir upplýsingum frá Þjóðskrá um það hvernig lagaákvæði um kenninafnabreytingar var túlkað þegar Mohamad Kourani fékk nafni sínu breytt í Mohamad Thor Jóhannesson. 26. júlí 2024 06:34 Kæra vararíkissaksóknara vegna ummæla um innflytjendur Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur lagt fram kæru á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara vegna ummæla sem hann lét falla um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum og um Solaris-samtökin í síðustu viku. 24. júlí 2024 11:21 Fráleitt að vernda glæpamenn frá eigin nafni Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velta fyrir sér nafnabreytingu manns sem áður hét Mohamad Kourani og nú Mohamad Thor Jóhannesson. Mögulega sé mál hans dæmi sem bendi til þess að endurskoða þurfi nafnalögin. 23. júlí 2024 21:38 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Þetta síðasta sló eiginlega allt annað út þó ekki teljist það af alvarlegum toga. Mohamad Kourani skipti um nafn og heitir nú Mohamad Thor Jóhannesson. Hann segir eðlilegt að hann taki upp íslenskt nafn verandi búsettur hér. Hvað gekk honum til með þessu? Hver er hin undirliggjandi hugmynd? Mbl greindi fyrst frá því að þetta stæði til og blaðamaður þar sagðist hafa heimildir fyrir því að þetta tengdist Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Að Mohamad horfi til Bessastaða. En ekkert hefur heyrst nánar af því. Nafnið hefur hins vegar verið staðfest af Þjóðskrá. Mikil umræða hefur farið fram um það hvernig þetta megi vera. Til að mynda hefur Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra látið málið til sín taka. Hún segir að túlka beri óskir um nafnabreytingu þröngt, sakamenn eigi ekki að fá að breyta um nafn fyrr en að lokinni afplánun: „Hér liggja augljóslega að baki hagsmunir manns sem ber sama kenninafn og þekktur glæpamaður. Undanþágunni er ætlað að vernda hinn saklausa borgara af samsömun við glæpamanninn. Ekki öfugt. Það hefur fráleitt verið ætlun löggjafans að vernda glæpamenn frá eigin kenninafni eða auðvelda þeim að fela brotaferil sinn á bak við nýtt nafn,“ segir Sigríður meðal annars. Andstætt almannahagsmunum að rætt sé við Mohamad Vísir hefur nú um hríð reynt að ná tali af Mohamad en hans hlið varðandi nafnabreytinguna hefur ekkert komið fram. Eftir nokkrar hringingar á Litla Hraun þar sem hann er nú vistaður var blaðamanni Vísis bent á að senda línu, sem hann gerði til þess eins að fá svarið: „Fangelsismálastofnun hefur móttekið beiðni þína um viðtal við Mohamad Th. Jóhannesson, áður Kourani. Með vísan til 2. mgr. 51. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga, sbr. 16. gr. reglugerðar um fullnustu refsinga er beiðni þessari synjað.“ Í þeirri málsgrein sem vísað er í segir að ekki skuli heimila viðtöl við fanga „ef það er andstætt almannahagsmunum eða hagsmunum brotaþola“. Kristján Flygenring er lögmaður Mohamads og honum þykir þessi synjun einkennileg: „Þarna er verið að setja tjáningarfrelsinu skorður og er það vandmeðfarið. Tjáningarfrelsið er eitt af grundvallarréttindum í lýðræðislegu samfélagi. Mohamad var neitað um viðtal án þess að það lægi fyrir að hverju viðtalið sneri,“ segir Kristján. Eðlilegt að bera íslenskt nafn verandi á Íslandi Blaðamaður Vísis átti nú enga leið aðra en skjóta spurningum til Mohamads í gegnum Kristján: „Nú liggja þessar spurningar fyrir og nokkuð ljóst að efni þeirra getur ekki talist andstætt almannahagsmunum eða hagsmunum brotaþola. Þetta blákalda bann á þessu viðtali verður því að teljast vera brot á tjáningarfrelsi umbjóðanda míns sem meðal annars er varið í ákvæðum stjórnarskrárinnar,“ segir lögmaðurinn. Blaðamaður tók saman spurningar varðandi þetta nafnabix og notaði tækifærið og sendi jafnframt fleiri spurningar til Mohamad Thors Jóhannessonar en það verður að segjast að svörin eru ekki mjög upplýsandi. En þó kemur hér eitt og annað athyglisvert fram. Fyrsta spurning var hvers vegna hann hafi ákveðið að breyta um nafn? Mohamad svarar því svo til að hann vilji skipta um nafn vegna þess að hann býr á Íslandi. Svo einfalt er það. Hann segist ekki líta á sig sem glæpamann og honum þyki eðlilegt að geta breytt um nafn. Honum finnst eðlilegt að það nafn sé íslenskt af því að hann býr á Íslandi. Thor Jóhannesson er gott nafn Þá var Mohamad spurður nánar um nafnið, Thor Jóhannesson, sem hefur vakið athygli og kostað talsverðar bollaleggingar svo sem þær hvort nafngiftin tengist Guðna Th. Jóhannessyni? Þó Th-ið í nafni Guðna standi fyrir Thorlacius en ekki Thor er niðurstaðan ef til vill sú sama: Mohamad Th. Jóhannesson. Mohamad kýs að svara þessu ekki. Segir aðeins að þetta sé eðlilegt nafn. Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness þar sem hann hlaut þungan dóm. En listinn yfir afbrot hans var orðinn langur.vísir Mohamad var spurður hvort þetta hafi verið mikið vesen, að fá þetta í gegn og hvort þetta hafi staðið lengi til, að skipta um nafn? Mohamad segir að það hafi staðið til að taka upp nýtt nafn í þó nokkurn tíma. Einhver önnur nöfn komu til greina en þetta að lokum orðið fyrir valinu. Spurður hvers vegna hann hafi ákveðið að koma til Íslands á sínum tíma, en hingað kom hann árið 2017 segir hann enga sérstaka á stæðu að baki því. „Leist vel á landið.“ Vill lifa eðlilegu lífi Þegar hins vegar kemur að forsögu Mohamads verður afar fátt um svör. Hann vill ekki svara því hvað hann fékkst við úti í Sýrlandi, hann vill ekki svara spurningunni hvar hann hafi búið þar, hvort hann hafi verið menntamaður né um aðstæður sína að öðru leyti; Hvernig fjölskylduaðstæður hans voru eða hvort hann hafi til dæmis átt kærustu í Sýrlandi, en um þetta allt spurði Vísir. Mohamad segist hafa komið einn til Íslands og það hafi engin samtök úti í Sýrlandi komið að því að hjálpa honum að koma til Íslands. Þá segist hann hafa búið í Reykjanesbæ allar götur síðan hann kom til Íslands. Spurður hvernig hafi farið um hann hér segist hann ósáttur við lögregluna og hann nefnir Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara sérstaklega í því sambandi en Mohamad hefur eldað grátt silfur við Helga Magnús og haft í hótunum við hann. Þá segist hann ekki hafa fengið atvinnuleyfi á Íslandi og það þyki honum leitt. Þegar Mohamad er spurður hvort hann hafi stundað einhverja vinnu þá vill hann ekki svara því. Spurður hvort hann hafi lært einhverja íslensku, en Mohamad talar fremur frumstæða en vel skiljanlega ensku, segir hann svo ekki vera. En hann vilji læra íslensku ef hann þurfi ekki að vera í afplánun. Hann vilji lifa eðlilegu lífi. Segist ekki vera slæm manneskja Þegar Mohamad er spurður hvort hann eigi einhverja vini eða jafnvel kærustu Íslandi svarar hann því neitandi. Spurður um trúarbrögð segist Mohamad vera múslimi. Og þegar hann er spurður hvernig það sé að vera óvinsælasti maður landsins, hvorki meira né minna, segist Mohamad ekki vera slæm manneskja. Hann hafi verið þvingaður í þessar aðstæður. Þá líkar honum ekki íslenska kerfið, hann telur það hafa brugðist sér. Og varðandi framtíðarplön þá segist hann ekki vilja dvelja lengur á Íslandi. Ég vil flytja, ég vill ekki búa á Íslandi lengur. Ég þakka kærlega fyrir móttökurnar hérna en vill flytja í annað land. Hér vil ég ekki búa lengur. Þá segir hann lögregluna ekki hjálplega, hún hjálpi ekki heldur þvert á móti ljúgi hún upp á hann og virðist eiga eitthvað sökótt við hann. Þá finnst honum nýlegur átta ára fangelsisdómur ósanngjarn. Og hann vill meina að hann sé svo þungur vegna þess að hann sé innflytjandi og gefur þar með til kynna að rasisma sé að finna innan dómkerfisins. Hann segir sín mál vera minniháttar. Mohamad glímir við alvarleg andleg einkenni Kristján lögmaður segir Mohamad hafa fengið mikla umfjöllun og hefur verið máluð ansi dökk mynd af manninum auk þess sem ýmsir aðilar hafa tjáð sig um hann og ekki skafið af því. „Ég er verjandi hans en það er þó ekki mitt hlutverk að verja hans persónu og ætla ég ekkert að tjá mig um alla þessa umfjöllun hvað það varðar. Hins vegar er hlutverk mitt sem verjandi að verja réttindi hans. Þar af leiðandi sé ég mig knúinn til að svara tvennu í þessu öllu saman,“ segir Kristján. Og að það sé að höfðu samráði við Mohamad. „Annars vegar hefur verið fjallað talsvert um aðstæður í fangelsinu og hegðun hans þar. Meðal annars hefur fangelsismálastjóri og forstöðumaður Afstöðu tjáð sig um þetta. Hvað þetta varðar þá er ljóst að maðurinn glímir við ýmis og alvarleg andlega einkenni. Kristján Flygenring segir sjólstæðingi sínum búnar óásættanlegar aðstæður að teknu tilliti til andlegs ástands.aðsend Kemur þetta skýrt fram í tveimur geðrannsóknum sem og áhættumati lögreglunnar og fleiri gögnum. Í nýjasta geðmatinu er undirstrikað þörf umbjóðanda míns á meðferð og aðstoð. Hins vegar er nokkuð ljóst að hann er ekki að fá þessa aðstoð innan veggja fangelsisins og er þetta þekkt vandamál hjá fleirum en honum.“ Nauðungarvistaður á geðdeild Kristján segir að þrátt fyrir að hann hafi verið fundinn sakhæfur sé ekki þar með sagt að hefðbundin afplánun muni skila árangri og betrun, sem er jú stefnan hér á landi. „Hefur það komið nokkuð skýrt í ljós að núverandi fyrirkomulag er ekki að skila árangri heldur virðist ástandið fara versnandi líkt ef marka má tilvitnanir fangaverða í fjölmiðlaumfjöllun. Hafa þeir meðal annars sagt að fangelsið sé ekki rétti staðurinn fyrir hann.“ Kristján bendir á að Mohamad hafi verið nauðungarvistaður á geðdeild og var úrskurðaður í 21 daga vistun en síðan sleppt tæpum sólarhring eftir að sá úrskurður lá fyrir. „Rökin fyrir því voru að tilætluðum árangri hafi verið náð, ekki hafi verið nauðsyn lengur að vista hann á geðdeild og viðeigandi meðferð fengist. Aftur á móti telur umbjóðandi minn sig ekki hljóta viðeigandi meðferð á Litla Hrauni og virðast starfsmenn fangelsisins taka undir það ef marka má fjölmiðlaumfjöllun þar að lútandi.“
Mál Mohamad Kourani Fangelsismál Dómsmál Innflytjendamál Tengdar fréttir Ráðherra hyggst skoða nafnabreytingu Mohamad Th. Jóhannessonar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir upplýsingum frá Þjóðskrá um það hvernig lagaákvæði um kenninafnabreytingar var túlkað þegar Mohamad Kourani fékk nafni sínu breytt í Mohamad Thor Jóhannesson. 26. júlí 2024 06:34 Kæra vararíkissaksóknara vegna ummæla um innflytjendur Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur lagt fram kæru á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara vegna ummæla sem hann lét falla um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum og um Solaris-samtökin í síðustu viku. 24. júlí 2024 11:21 Fráleitt að vernda glæpamenn frá eigin nafni Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velta fyrir sér nafnabreytingu manns sem áður hét Mohamad Kourani og nú Mohamad Thor Jóhannesson. Mögulega sé mál hans dæmi sem bendi til þess að endurskoða þurfi nafnalögin. 23. júlí 2024 21:38 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Ráðherra hyggst skoða nafnabreytingu Mohamad Th. Jóhannessonar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir upplýsingum frá Þjóðskrá um það hvernig lagaákvæði um kenninafnabreytingar var túlkað þegar Mohamad Kourani fékk nafni sínu breytt í Mohamad Thor Jóhannesson. 26. júlí 2024 06:34
Kæra vararíkissaksóknara vegna ummæla um innflytjendur Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur lagt fram kæru á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara vegna ummæla sem hann lét falla um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum og um Solaris-samtökin í síðustu viku. 24. júlí 2024 11:21
Fráleitt að vernda glæpamenn frá eigin nafni Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velta fyrir sér nafnabreytingu manns sem áður hét Mohamad Kourani og nú Mohamad Thor Jóhannesson. Mögulega sé mál hans dæmi sem bendi til þess að endurskoða þurfi nafnalögin. 23. júlí 2024 21:38