Skorar á Guðrúnu að fallast ekki á lausn Helga frá störfum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. júlí 2024 22:09 Sigmundur segir að Helgi hafi með ummælum sínum ekki leyft sér annað en að benda hóflega á hættu sem samfélagið standi frammi fyrir. Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins skorar á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að fallast hvorki á varanlega né tímabundna lausn Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara frá störfum vegna ummæla hans um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Vísir greindi frá þvi í dag að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafi lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi yrði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli sem hann lét falla um innflytjendur og flóttafólk frá Mið-Austurlöndum, og samtökin Solaris. „Það má ekki verða niðurstaðan að Helgi Magnús Gunnarsson verði hrakinn úr embætti vararíkissaksóknara að kröfu öfgamanna! Maðurinn hefur mátt þola margra ára hótanir gagnvart sjálfum sér og fjölskyldu sinni án eðlilegra viðbragða eða stuðnings frá yfirvöldum,“ skrifar Sigmundur Davíð á Facebook fyrr í kvöld. Hann segir Helga hafa ekki leyft sér annað en að benda hóflega á hættu sem samfélagið standi frammi fyrir og stjórnkerfið sé að miklu leyti sofandi gagnvart. „Ég skora á Guðrúnu Hafsteinsdóttur að fallast hvorki á varanlega né tímabundna lausn Helga frá störfum. Það er hlutverk stjórnkerfisins að verja borgarana. Ef stjórnvöld bugast gagnvart valdbeitingu erum við komin í samfélagslegt þrot,“ skrifar Sigmundur jafnframt. „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það,“ sagði Helgi Magnús í samtali við blaðamann Vísis fyrir tæpum tveimur vikum. Þau ummæli eru meðal þeirra sem stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hefur kært Helga Magnús fyrir. Helgi sagði í samtali við fréttastofu í dag að honum hafi borist tölvupóstur í hádeginu þess efnis að Sigríður hefði óskað eftir því við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að Helgi yrði leystur frá störfum tímabundið vegna málsins. Helgi, sem er í sumarfríi, segist hafa lesið tölvupóstinn um klukkustund eftir að hann var sendur og þá hafi starfsmenn ríkissaksóknara þegar verið upplýstir um þetta. Hann er afar ósáttur við viðbrögð yfirmanns síns og spyr hvort hún hreinlega valdi starfinu. Miðflokkurinn Mál Mohamad Kourani Lögreglumál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Kæra vararíkissaksóknara vegna ummæla um innflytjendur Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur lagt fram kæru á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara vegna ummæla sem hann lét falla um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum og um Solaris-samtökin í síðustu viku. 24. júlí 2024 11:21 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Vísir greindi frá þvi í dag að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafi lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi yrði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli sem hann lét falla um innflytjendur og flóttafólk frá Mið-Austurlöndum, og samtökin Solaris. „Það má ekki verða niðurstaðan að Helgi Magnús Gunnarsson verði hrakinn úr embætti vararíkissaksóknara að kröfu öfgamanna! Maðurinn hefur mátt þola margra ára hótanir gagnvart sjálfum sér og fjölskyldu sinni án eðlilegra viðbragða eða stuðnings frá yfirvöldum,“ skrifar Sigmundur Davíð á Facebook fyrr í kvöld. Hann segir Helga hafa ekki leyft sér annað en að benda hóflega á hættu sem samfélagið standi frammi fyrir og stjórnkerfið sé að miklu leyti sofandi gagnvart. „Ég skora á Guðrúnu Hafsteinsdóttur að fallast hvorki á varanlega né tímabundna lausn Helga frá störfum. Það er hlutverk stjórnkerfisins að verja borgarana. Ef stjórnvöld bugast gagnvart valdbeitingu erum við komin í samfélagslegt þrot,“ skrifar Sigmundur jafnframt. „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það,“ sagði Helgi Magnús í samtali við blaðamann Vísis fyrir tæpum tveimur vikum. Þau ummæli eru meðal þeirra sem stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hefur kært Helga Magnús fyrir. Helgi sagði í samtali við fréttastofu í dag að honum hafi borist tölvupóstur í hádeginu þess efnis að Sigríður hefði óskað eftir því við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að Helgi yrði leystur frá störfum tímabundið vegna málsins. Helgi, sem er í sumarfríi, segist hafa lesið tölvupóstinn um klukkustund eftir að hann var sendur og þá hafi starfsmenn ríkissaksóknara þegar verið upplýstir um þetta. Hann er afar ósáttur við viðbrögð yfirmanns síns og spyr hvort hún hreinlega valdi starfinu.
Miðflokkurinn Mál Mohamad Kourani Lögreglumál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Kæra vararíkissaksóknara vegna ummæla um innflytjendur Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur lagt fram kæru á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara vegna ummæla sem hann lét falla um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum og um Solaris-samtökin í síðustu viku. 24. júlí 2024 11:21 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Kæra vararíkissaksóknara vegna ummæla um innflytjendur Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur lagt fram kæru á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara vegna ummæla sem hann lét falla um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum og um Solaris-samtökin í síðustu viku. 24. júlí 2024 11:21