Einn liðsmaður Bandaríkjamanna sló í gegn á samfélagsmiðlum enda var eins og um sérstakt útkall hafi verið að ræða.
Fimleikamaðurinn Stephen Nedoroscik var í bandaríska bronsliðinu ásamt Asher Hong, Paul Juda, Brody Malone og Frederick Richard en það var Nedoroscik sem átti sviðsljósið í netmiðlum.
Nedoroscik var eingöngu í liðinu til að gera æfingar á bogahesti. Það þótti umdeilt að hann væri í liðinu þrátt fyrir að gera engar æfingar á öðrum áhöldum. Það sáu hinir liðsmennirnir um.
Nedoroscik þurfti síðan að bíða þolinmóður í meira en tvo klukkutíma þangað til loksins kom að honum. Það náðust myndir af honum þar sem hann leit út fyrir að vera sofnaður en var þá í andlegum undirbúningi fyrir keppnina.
Myndavélarnar voru síðan á Nedoroscik þegar hann tók af sér gleraugun og skipti yfir í keppnishaminn. Það kom því ekki á óvart að netverjar fóru að líkja honum við „Clark Kent“ þegar hann breyttist í Súperman.
Það var líka sannkölluðu Súperman frammistaða hjá Nedoroscik á bogahestinum. Hann fékk frábæra einkunn, 14.866, sem þýddi að bandaríska liðið endaði með of 257.793 stig. Aðeins Japan og Kína voru ofar og bandarísku karlarnir voru á verðlaunapalli í fyrsta sinn síðan á Ólympíuleikunum í Peking 2008.