Frumsýning á Vísi: Sagði Audda að fangelsisvistin hefði verið þrælskemmtileg Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. júlí 2024 12:00 Herbert Guðmunds er meðal þeirra sem opna sig upp á gátt fyrir Audda. Þriðja þáttaröðin af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið á Stöð 2 í ágúst. Auðunn Blöndal umsjónarmaður þáttanna segist virkilega spenntur að sýna þjóðinni þættina en undirbúningur og tökur hafa staðið yfir síðasta árið og er fyrsta stiklan úr þáttaröðinni nú komin í loftið. „Ég er virkilega ánægður með þessa seríu, þetta er virkilega fjölbreyttur hópur, þau eru öll mjög ólík,“ segir Auðunn Blöndal í samtali við Vísi. Viðmælendur Auðuns í þetta skiptið eru Páll Óskar, Bríet, Björn Jörundur, Lóa Hjálmtýs, Svala Björgvins og Herbert Guðmundsson. Fyrstu stikluna úr þáttaröðinni má sjá hér að neðan. Klippa: Tónlistarmennirnir okkar - Þriðja sería Traustið gerir þetta þægilegra og skemmtilegra „Tökur hófust í ágúst í fyrra, þannig ferlið hefur staðið yfir í ár. Það er svo mikill munur að gera þetta svona, fá virkilega að vera með viðmælendunum í stað þess til dæmis að hitta þau þrisvar eða fjórum sinnum á tíu dögum. Þarna myndast ákveðið traust og þetta verður einhvern veginn þægilegra og skemmtilegra.“ Í stiklunni fyrir seríuna sjást tónlistarmennirnir slá á létta strengi með Audda. Bríet ræðir tilurð eins síns vinsælasta lags og Herbert Guðmundsson nefnir að honum hafi þótt þrælgaman að vera í fangelsi svo fátt eitt sé nefnt. Auðunn nefnir að eitt það besta við þessa seríu, líkt og systurseríuna Atvinnumennirnir okkar þar sem hann fylgdi eftir fjölbreyttum hópi íþróttafólks, sé að kynna þjóðina fyrir fólki sem hefur ekki endilega verið mikið í sviðsljósinu þrátt fyrir að hafa skarað framúr á sínu sviði. „Ég get ímyndað mér að það séu fullt af fólki á Íslandi sem átti sig engan veginn á því hvað til dæmis Lóa Hjálmtýs er mikill snillingur og hversu fyndin hún er af því hún hefur ekki endilega verið það mikið í fjölmiðlum,“ segir Auðunn um listakonuna og forsprakka rafhljómsveitarinnar FM Belfast. Hefði aldrei búist við að fá verðlaun fyrir menningarþátt Auðunn rifjar upp að það hafi vakið heilmikla athygli þegar Halldór Helgason snjóbrettakappi opnaði sig fyrir honum í Atvinnumennirnir okkar. „Það var svo frábært að fá að fá að gera heilan þátt um hann og mér hefur alltaf fundist gaman að vera með fjölbreyttan hóp, að vera með ólíka viðmælendur, því þarna er svo auðvitað líka fólk sem hefur verið meira í fjölmiðlum.“ Serían hefur vakið mikla athygli undanfarin ár enda þykir Audda takast vel til að sýna nýjar og ólíkar hliðar á viðmælendum sínum. Árið 2022 fékk þáttaröðin Edduverðlaun og rifjar Auðunn upp að þetta sé eina serían sem hann hafi stýrt sem hafi fengið slík verðlaun. „Hún fékk það sem menningarþáttur ársins. Ef einhver hefði sagt mér það í 70 mínútum að fyrsta Eddan yrði fyrir menningarþátt ársins þá hefði ég nú örugglega hlegið,“ segir Auðunn léttur í bragði. Bíó og sjónvarp Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Fleiri fréttir Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ Sjá meira
„Ég er virkilega ánægður með þessa seríu, þetta er virkilega fjölbreyttur hópur, þau eru öll mjög ólík,“ segir Auðunn Blöndal í samtali við Vísi. Viðmælendur Auðuns í þetta skiptið eru Páll Óskar, Bríet, Björn Jörundur, Lóa Hjálmtýs, Svala Björgvins og Herbert Guðmundsson. Fyrstu stikluna úr þáttaröðinni má sjá hér að neðan. Klippa: Tónlistarmennirnir okkar - Þriðja sería Traustið gerir þetta þægilegra og skemmtilegra „Tökur hófust í ágúst í fyrra, þannig ferlið hefur staðið yfir í ár. Það er svo mikill munur að gera þetta svona, fá virkilega að vera með viðmælendunum í stað þess til dæmis að hitta þau þrisvar eða fjórum sinnum á tíu dögum. Þarna myndast ákveðið traust og þetta verður einhvern veginn þægilegra og skemmtilegra.“ Í stiklunni fyrir seríuna sjást tónlistarmennirnir slá á létta strengi með Audda. Bríet ræðir tilurð eins síns vinsælasta lags og Herbert Guðmundsson nefnir að honum hafi þótt þrælgaman að vera í fangelsi svo fátt eitt sé nefnt. Auðunn nefnir að eitt það besta við þessa seríu, líkt og systurseríuna Atvinnumennirnir okkar þar sem hann fylgdi eftir fjölbreyttum hópi íþróttafólks, sé að kynna þjóðina fyrir fólki sem hefur ekki endilega verið mikið í sviðsljósinu þrátt fyrir að hafa skarað framúr á sínu sviði. „Ég get ímyndað mér að það séu fullt af fólki á Íslandi sem átti sig engan veginn á því hvað til dæmis Lóa Hjálmtýs er mikill snillingur og hversu fyndin hún er af því hún hefur ekki endilega verið það mikið í fjölmiðlum,“ segir Auðunn um listakonuna og forsprakka rafhljómsveitarinnar FM Belfast. Hefði aldrei búist við að fá verðlaun fyrir menningarþátt Auðunn rifjar upp að það hafi vakið heilmikla athygli þegar Halldór Helgason snjóbrettakappi opnaði sig fyrir honum í Atvinnumennirnir okkar. „Það var svo frábært að fá að fá að gera heilan þátt um hann og mér hefur alltaf fundist gaman að vera með fjölbreyttan hóp, að vera með ólíka viðmælendur, því þarna er svo auðvitað líka fólk sem hefur verið meira í fjölmiðlum.“ Serían hefur vakið mikla athygli undanfarin ár enda þykir Audda takast vel til að sýna nýjar og ólíkar hliðar á viðmælendum sínum. Árið 2022 fékk þáttaröðin Edduverðlaun og rifjar Auðunn upp að þetta sé eina serían sem hann hafi stýrt sem hafi fengið slík verðlaun. „Hún fékk það sem menningarþáttur ársins. Ef einhver hefði sagt mér það í 70 mínútum að fyrsta Eddan yrði fyrir menningarþátt ársins þá hefði ég nú örugglega hlegið,“ segir Auðunn léttur í bragði.
Bíó og sjónvarp Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Fleiri fréttir Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ Sjá meira